Framlengir gildistíma reglna vegna kórónuveiru út apríl Atli Ísleifsson skrifar 30. mars 2020 06:46 Donald Trump Bandaríkjaforseti hafði áður sagt að mögulega væri hægt að losa um reglur vegna útbreiðslu kórónuveirunnar um páska. Vísir/Vilhelm Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að framlengja gildistíma aðgerða og reglna, sem ætlaðar eru til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar, út apríl. Trump hafði áður gefið í skyn að hægt yrði að losa um reglurnar um páska, það er um miðjan apríl. Trump sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi að faraldurinn myndi líklega ná hámarki í landinu eftir tvær vikur, eða um miðjan apríl. Sagði forsetinn að því betur sem Bandaríkjamenn stæðu sig að fylgja reglum, því fyrr myndi þeirri martröð sem faraldurinn er, ljúka. Tóku fram úr Kína og Ítalíu Læknirinn Anthony Fauci, sem hefur verið Trump og stjórn hans innan handar í glímunni við faraldurinn, hafði áður varað við að veiran gæti orðið allt að 200 þúsund Bandaríkjamönnum að aldurtila. Ekki væri óhugsandi að milljónir Bandaríkjamenn myndi smitast. Alls hafa nú um 140 þúsund smit greinst í Bandaríkjunum. Hafa nú um 2.500 manns látist af völdum veirunnar samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskóla. Bandaríkin tóku í síðustu viku fram úr bæði Kína og Ítalíu þegar kemur að fjölda smita. Slæmt ástand í New York Trump sagðist hafa orðið vitni af skelfilegum hlutum síðustu dagana og vísaði þar til ástandsins í Queens, einu hverfa New York, þar sem ástandið er sérstaklega slæmt. Alls eru rúmlega þúsund dauðsföll rakin til veirunnar í New York. „Það eru líkpokar út um allt, á göngunum. Ég hef séð þá nota vöruflutningabíla, frystibíla. Það eru frystibílar þar sem þeir geta ekki sinnt öllum líkum, þau eru svo mörg. Ég hef séð hluti sem ég hef aldrei áður orðið vitni af,“ sagði forsetinn. Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Trump hættur við að setja New York í sóttkví Donald Trump Bandaríkjaforseti er ekki lengur að íhuga að setja New York-ríki í sóttkví. Þegar það var til skoðunar mætti það harðri gagnrýni. Ríkisstjóri ríkisins kallaði hugmyndina „fráleita.“ 29. mars 2020 07:30 112.000 smitaðir í Bandaríkjunum Faraldurinn í Bandaríkjunum er að taka á sig sína verstu mynd en fleiri en hundrað þúsund hafa smitast af kórónuveirunni og um átján hundruð eru látnir. 28. mars 2020 18:45 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að framlengja gildistíma aðgerða og reglna, sem ætlaðar eru til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar, út apríl. Trump hafði áður gefið í skyn að hægt yrði að losa um reglurnar um páska, það er um miðjan apríl. Trump sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi að faraldurinn myndi líklega ná hámarki í landinu eftir tvær vikur, eða um miðjan apríl. Sagði forsetinn að því betur sem Bandaríkjamenn stæðu sig að fylgja reglum, því fyrr myndi þeirri martröð sem faraldurinn er, ljúka. Tóku fram úr Kína og Ítalíu Læknirinn Anthony Fauci, sem hefur verið Trump og stjórn hans innan handar í glímunni við faraldurinn, hafði áður varað við að veiran gæti orðið allt að 200 þúsund Bandaríkjamönnum að aldurtila. Ekki væri óhugsandi að milljónir Bandaríkjamenn myndi smitast. Alls hafa nú um 140 þúsund smit greinst í Bandaríkjunum. Hafa nú um 2.500 manns látist af völdum veirunnar samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskóla. Bandaríkin tóku í síðustu viku fram úr bæði Kína og Ítalíu þegar kemur að fjölda smita. Slæmt ástand í New York Trump sagðist hafa orðið vitni af skelfilegum hlutum síðustu dagana og vísaði þar til ástandsins í Queens, einu hverfa New York, þar sem ástandið er sérstaklega slæmt. Alls eru rúmlega þúsund dauðsföll rakin til veirunnar í New York. „Það eru líkpokar út um allt, á göngunum. Ég hef séð þá nota vöruflutningabíla, frystibíla. Það eru frystibílar þar sem þeir geta ekki sinnt öllum líkum, þau eru svo mörg. Ég hef séð hluti sem ég hef aldrei áður orðið vitni af,“ sagði forsetinn.
Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Trump hættur við að setja New York í sóttkví Donald Trump Bandaríkjaforseti er ekki lengur að íhuga að setja New York-ríki í sóttkví. Þegar það var til skoðunar mætti það harðri gagnrýni. Ríkisstjóri ríkisins kallaði hugmyndina „fráleita.“ 29. mars 2020 07:30 112.000 smitaðir í Bandaríkjunum Faraldurinn í Bandaríkjunum er að taka á sig sína verstu mynd en fleiri en hundrað þúsund hafa smitast af kórónuveirunni og um átján hundruð eru látnir. 28. mars 2020 18:45 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Trump hættur við að setja New York í sóttkví Donald Trump Bandaríkjaforseti er ekki lengur að íhuga að setja New York-ríki í sóttkví. Þegar það var til skoðunar mætti það harðri gagnrýni. Ríkisstjóri ríkisins kallaði hugmyndina „fráleita.“ 29. mars 2020 07:30
112.000 smitaðir í Bandaríkjunum Faraldurinn í Bandaríkjunum er að taka á sig sína verstu mynd en fleiri en hundrað þúsund hafa smitast af kórónuveirunni og um átján hundruð eru látnir. 28. mars 2020 18:45