Trump hættur við að setja New York í sóttkví Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2020 07:30 Trump er hættur við. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti er ekki lengur að íhuga að setja New York-ríki í sóttkví. Þegar það var til skoðunar mætti það harðri gagnrýni. Ríkisstjóri ríkisins kallaði hugmyndina „fráleita.“ Trump sagði að ákvörðun um málið hafi verið tekin eftir ráðleggingum sérstaks kórónuveiruteymis Hvíta hússins. Áður hafði forsetinn sagt að hann myndi mögulega setja ríkið allt í sóttkví, ásamt hlutum New Jersey og Connecticut, til þess að hægja á útbreiðslu COVID-19. 52 þúsund tilfelli COVID-19 eru nú komin upp í New York, eða um helmingur staðfestra tilfella í öllum Bandaríkjunum. Trump tísti fyrir skömmu að í stað sóttkvíar yrðu gefin út ráðleggjandi tilmæli um ferðalög fyrir íbúa New York, New Jersey og Connecticut. Áður hafði Tump sagt á blaðamannafundi að hann vildi setja ríkið í sóttkví. Hann væri í það minnsta að íhuga það og sagði að slíkar aðgerðir gætu hægt á útbreiðslu veirunnar til annarra hluta Bandaríkjanna. Andrw Cuomo, ríkisstjóri New York.Vísir/Getty Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, tók illa í hugmynd forsetans um að setja ríkið í sóttkví. Kallaði hana „fráleita“ og „and-ameríska.“ Sagði hann að ríkið væri þegar búið að gera ráðstafanir, svo sem banna fjöldasamkomur og skipa fólki að vera heima. Hann myndi hins vegar setja sig upp á móti því að borginni yrði einfaldlega lokað og lyklinum hent. „Þá værum við eins og Wuhan í Kína. Það væri ekkert vit í því,“ sagði Cuomo og bætti við að aðgerðir líkar þeim sem Trump stakk upp á myndu lama verðbréfamarkaðinn á þann hátt að það tæki bandaríska efnahagskerfið mánuði, jafnvel ár, að jafna sig. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Trump íhugar að setja New York í sóttkví Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í samtali við blaðamenn að hann væri að íhuga að setja New York ríki í sóttkví. 28. mars 2020 17:45 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti er ekki lengur að íhuga að setja New York-ríki í sóttkví. Þegar það var til skoðunar mætti það harðri gagnrýni. Ríkisstjóri ríkisins kallaði hugmyndina „fráleita.“ Trump sagði að ákvörðun um málið hafi verið tekin eftir ráðleggingum sérstaks kórónuveiruteymis Hvíta hússins. Áður hafði forsetinn sagt að hann myndi mögulega setja ríkið allt í sóttkví, ásamt hlutum New Jersey og Connecticut, til þess að hægja á útbreiðslu COVID-19. 52 þúsund tilfelli COVID-19 eru nú komin upp í New York, eða um helmingur staðfestra tilfella í öllum Bandaríkjunum. Trump tísti fyrir skömmu að í stað sóttkvíar yrðu gefin út ráðleggjandi tilmæli um ferðalög fyrir íbúa New York, New Jersey og Connecticut. Áður hafði Tump sagt á blaðamannafundi að hann vildi setja ríkið í sóttkví. Hann væri í það minnsta að íhuga það og sagði að slíkar aðgerðir gætu hægt á útbreiðslu veirunnar til annarra hluta Bandaríkjanna. Andrw Cuomo, ríkisstjóri New York.Vísir/Getty Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, tók illa í hugmynd forsetans um að setja ríkið í sóttkví. Kallaði hana „fráleita“ og „and-ameríska.“ Sagði hann að ríkið væri þegar búið að gera ráðstafanir, svo sem banna fjöldasamkomur og skipa fólki að vera heima. Hann myndi hins vegar setja sig upp á móti því að borginni yrði einfaldlega lokað og lyklinum hent. „Þá værum við eins og Wuhan í Kína. Það væri ekkert vit í því,“ sagði Cuomo og bætti við að aðgerðir líkar þeim sem Trump stakk upp á myndu lama verðbréfamarkaðinn á þann hátt að það tæki bandaríska efnahagskerfið mánuði, jafnvel ár, að jafna sig.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Trump íhugar að setja New York í sóttkví Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í samtali við blaðamenn að hann væri að íhuga að setja New York ríki í sóttkví. 28. mars 2020 17:45 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Trump íhugar að setja New York í sóttkví Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í samtali við blaðamenn að hann væri að íhuga að setja New York ríki í sóttkví. 28. mars 2020 17:45
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila