Bob Dylan gefur út sitt fyrsta lag í átta ár Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. mars 2020 08:23 Bob Dylan á tónleikum í Hyde Park í London á síðasta ári. Vísir/Getty Tónlistargoðsögnin og Nóbelsverðlaunahafinn Bob Dylan hefur gefið út sitt fyrsta lag í átta ár. Lagið, sem er rétt tæpar 17 mínútur og ber heitið Murder Most Foul, fjallar um morðið á John F. Kennedy, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Kennedy var myrtur í Dallas-borg í Texas í nóvember árið 1963. Upphafslínur lagsins, sé þeim snarað yfir á íslensku eru á þessa leið: „Það var dimmur dagur í Dallas, 1963, sem mun lifa í svívirðu.“ Dylan deildi laginu á Twitter í gær, þar sem hann skrifaði kveðju til aðdáenda sinna. „Kveðjur til aðdáenda minna og fylgjenda, með þökkum fyrir allan stuðning ykkar og tryggð í gegn um áranna rás. Þetta er óútgefið lag sem við tókum upp fyrir nokkru síðan sem ykkur gæti þótt áhugavert. Verið örugg, verið vakandi og megi Guð vera með ykkur,“ skrifaði Dylan á Twitter. Áhugafólk um rokksöguna keppist við að finna vísanir í þekkt lög sem Dylan sparar hvergi í textagerðinni þegar þessi mikli bálkur er annars vegar. Dylan hlaut sín fyrstu Grammy-verðlaun árið 1973, en hann hefur alls unnið til ellefu slíkra. Þá hefur Dylan einnig hlotið Pulitzer- og Nóbelsverðlaun fyrir tónlist sína og texta. Hér að neðan má heyra lagið. Bandaríkin Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Tónlistargoðsögnin og Nóbelsverðlaunahafinn Bob Dylan hefur gefið út sitt fyrsta lag í átta ár. Lagið, sem er rétt tæpar 17 mínútur og ber heitið Murder Most Foul, fjallar um morðið á John F. Kennedy, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Kennedy var myrtur í Dallas-borg í Texas í nóvember árið 1963. Upphafslínur lagsins, sé þeim snarað yfir á íslensku eru á þessa leið: „Það var dimmur dagur í Dallas, 1963, sem mun lifa í svívirðu.“ Dylan deildi laginu á Twitter í gær, þar sem hann skrifaði kveðju til aðdáenda sinna. „Kveðjur til aðdáenda minna og fylgjenda, með þökkum fyrir allan stuðning ykkar og tryggð í gegn um áranna rás. Þetta er óútgefið lag sem við tókum upp fyrir nokkru síðan sem ykkur gæti þótt áhugavert. Verið örugg, verið vakandi og megi Guð vera með ykkur,“ skrifaði Dylan á Twitter. Áhugafólk um rokksöguna keppist við að finna vísanir í þekkt lög sem Dylan sparar hvergi í textagerðinni þegar þessi mikli bálkur er annars vegar. Dylan hlaut sín fyrstu Grammy-verðlaun árið 1973, en hann hefur alls unnið til ellefu slíkra. Þá hefur Dylan einnig hlotið Pulitzer- og Nóbelsverðlaun fyrir tónlist sína og texta. Hér að neðan má heyra lagið.
Bandaríkin Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira