Lærdómar úr fordæmaleysinu fyrir skipulag bæja Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar 20. apríl 2020 09:45 Á öllum sviðum þjóðlífsins erum við um þessar mundir að takast á við afleiðingar COVID-19 farsóttarinnar. Við hugsum með ákveðinni óþreyju til þeirrar stundar þegar tekist hefur að hemja útbreiðslu veirunnar og lífið getur aftur komist í sitt fyrra horf. En viljum við það? Er núna kannski fordæmalaust tækifæri til að forðast gömul hjólför og beina þróun í aðra átt? Heilnæmt og göngu- og leikvænt umhverfi Við sjáum öll ýmsar jákvæðar breytingar undanfarnar vikur. Bílaumferð hefur snarminnkað og með því loft- og hljóðmengun og útblástur gróðurhúsalofttegunda auk þess sem umferðartafir eru á bak og burt. Frá útlöndum berast fregnir af fordæmalaust tæru vatni í sýkjum Feneyja, heiðum himni yfir kínverskum borgum og íbúar Punjab-héraðs á Indlandi hafa endurheimt fjallasýn til Himalaja sem þeir hafa ekki notið í áratugi. Við höfum líka lært að meta okkar nánasta umhverfi. Til að bæta okkur fásinnið og lokaða skóla, íþróttahallir, heilsuræktir og sundlaugar, höfum við sennilega flest hver ekki í annan tíma verið eins mikið úti við í hverfinu okkar og á nærliggjandi útivistarsvæðum. Og í allri þessari heimaveru og ferðalögum innanhúss verður okkur ljósara en nokkru sinni hvað húsnæðið sem við búum í skiptir lífsgæði okkar miklu máli – að íbúðir séu bjartar, rúmgóðar og með aðgengi að útirými á svölum eða garði. ... en verslunargötur eru tómlegar og búðir jafnvel lokaðar Annað sem við höfum kynnst á síðustu vikum, viljum við að taki enda sem fyrst. Til að sporna við útbreiðslu faraldursins hafa stjórnvöld sett hömlur á verslun, þjónustu, menningarstarfsemi og samneyti fólks. Allt þetta sem venjulega er svo stór þáttur í daglegu lífi okkar og bæjarbrag hefur á svipstundu færst að miklu leyti á netið. Í staðinn fyrir að setjast á kaffihús, fara út að borða, rölta niður í bæ, skreppa á sýningu, fara á tónleika, kaupa í matinn í hornbúðinni eða stórmarkaðnum, þá leysum við þetta allt saman, meira og minna, án beinna mannlegra samskipta, á skjánum. Enginn velkist í vafa um ákveðin þægindi sem í þessu felast – en í þessu felast líka ákveðnar hættur, jafnt fyrir okkur sjálf og fyrir bæjarlífið almennt og verslun og þjónustu í hverfunum okkar, miðbæjum og þjónustukjörnum. Endurræsing nýs hversdags Hvernig getum við dregið lærdóma af þessari óumbeðnu samfélagstilraun, þegar lífið fer aftur smám saman að komast í eðlilegt horf? Getum við breytt starfsháttum og ferðamynstri okkar þannig að við þurfum ekki að leggja svona mikið land og fjármuni í innviði fyrir bílinn? Getum við dregið varanlega úr bílferðunum og uppskorið hreinna loft, betri hljóðvist, minni gróðurhúsaáhrif, skilvirkari samgöngur, aukna hreyfingu og meira af bæjarrýmum helguð fólki og gróðri? Getum við með hönnun og skipulagi stuðlað að því að við höfum öll aðgang, nærri heimili, að viðkunnarlegum og góðum gönguleiðum, torgum, almenningsgörðum og náttúru, þar sem við getum gengið, hlaupið, hjólað og leikið, spjallað, sýnt okkur og séð aðra, fundið sjávarlykt, andað að okkur gróðurilmi og fylgst með fuglunum? Getum við með hönnun og skipulagi búið þannig um hnútana að verslun og viðskipti vaxi og dafni í hverfinu okkar, verslunargötunni og miðbænum, þótt við höldum áfram að nýta okkur netverslun og önnur tækifæri í rafrænum samskiptum? Þetta er allt gerlegt með viðeigandi áherslum í skipulagi, en ræðst af því að við setjum það meðvitað í forgang, vöndum til verka og ekki síst að fjármagni og fjárfestingum sé beint í aðgerðir og framkvæmdir sem styðja slíka þróun. Höfundur er forstjóri Skipulagsstofnunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skipulag Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Á öllum sviðum þjóðlífsins erum við um þessar mundir að takast á við afleiðingar COVID-19 farsóttarinnar. Við hugsum með ákveðinni óþreyju til þeirrar stundar þegar tekist hefur að hemja útbreiðslu veirunnar og lífið getur aftur komist í sitt fyrra horf. En viljum við það? Er núna kannski fordæmalaust tækifæri til að forðast gömul hjólför og beina þróun í aðra átt? Heilnæmt og göngu- og leikvænt umhverfi Við sjáum öll ýmsar jákvæðar breytingar undanfarnar vikur. Bílaumferð hefur snarminnkað og með því loft- og hljóðmengun og útblástur gróðurhúsalofttegunda auk þess sem umferðartafir eru á bak og burt. Frá útlöndum berast fregnir af fordæmalaust tæru vatni í sýkjum Feneyja, heiðum himni yfir kínverskum borgum og íbúar Punjab-héraðs á Indlandi hafa endurheimt fjallasýn til Himalaja sem þeir hafa ekki notið í áratugi. Við höfum líka lært að meta okkar nánasta umhverfi. Til að bæta okkur fásinnið og lokaða skóla, íþróttahallir, heilsuræktir og sundlaugar, höfum við sennilega flest hver ekki í annan tíma verið eins mikið úti við í hverfinu okkar og á nærliggjandi útivistarsvæðum. Og í allri þessari heimaveru og ferðalögum innanhúss verður okkur ljósara en nokkru sinni hvað húsnæðið sem við búum í skiptir lífsgæði okkar miklu máli – að íbúðir séu bjartar, rúmgóðar og með aðgengi að útirými á svölum eða garði. ... en verslunargötur eru tómlegar og búðir jafnvel lokaðar Annað sem við höfum kynnst á síðustu vikum, viljum við að taki enda sem fyrst. Til að sporna við útbreiðslu faraldursins hafa stjórnvöld sett hömlur á verslun, þjónustu, menningarstarfsemi og samneyti fólks. Allt þetta sem venjulega er svo stór þáttur í daglegu lífi okkar og bæjarbrag hefur á svipstundu færst að miklu leyti á netið. Í staðinn fyrir að setjast á kaffihús, fara út að borða, rölta niður í bæ, skreppa á sýningu, fara á tónleika, kaupa í matinn í hornbúðinni eða stórmarkaðnum, þá leysum við þetta allt saman, meira og minna, án beinna mannlegra samskipta, á skjánum. Enginn velkist í vafa um ákveðin þægindi sem í þessu felast – en í þessu felast líka ákveðnar hættur, jafnt fyrir okkur sjálf og fyrir bæjarlífið almennt og verslun og þjónustu í hverfunum okkar, miðbæjum og þjónustukjörnum. Endurræsing nýs hversdags Hvernig getum við dregið lærdóma af þessari óumbeðnu samfélagstilraun, þegar lífið fer aftur smám saman að komast í eðlilegt horf? Getum við breytt starfsháttum og ferðamynstri okkar þannig að við þurfum ekki að leggja svona mikið land og fjármuni í innviði fyrir bílinn? Getum við dregið varanlega úr bílferðunum og uppskorið hreinna loft, betri hljóðvist, minni gróðurhúsaáhrif, skilvirkari samgöngur, aukna hreyfingu og meira af bæjarrýmum helguð fólki og gróðri? Getum við með hönnun og skipulagi stuðlað að því að við höfum öll aðgang, nærri heimili, að viðkunnarlegum og góðum gönguleiðum, torgum, almenningsgörðum og náttúru, þar sem við getum gengið, hlaupið, hjólað og leikið, spjallað, sýnt okkur og séð aðra, fundið sjávarlykt, andað að okkur gróðurilmi og fylgst með fuglunum? Getum við með hönnun og skipulagi búið þannig um hnútana að verslun og viðskipti vaxi og dafni í hverfinu okkar, verslunargötunni og miðbænum, þótt við höldum áfram að nýta okkur netverslun og önnur tækifæri í rafrænum samskiptum? Þetta er allt gerlegt með viðeigandi áherslum í skipulagi, en ræðst af því að við setjum það meðvitað í forgang, vöndum til verka og ekki síst að fjármagni og fjárfestingum sé beint í aðgerðir og framkvæmdir sem styðja slíka þróun. Höfundur er forstjóri Skipulagsstofnunar.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar