Lærdómar úr fordæmaleysinu fyrir skipulag bæja Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar 20. apríl 2020 09:45 Á öllum sviðum þjóðlífsins erum við um þessar mundir að takast á við afleiðingar COVID-19 farsóttarinnar. Við hugsum með ákveðinni óþreyju til þeirrar stundar þegar tekist hefur að hemja útbreiðslu veirunnar og lífið getur aftur komist í sitt fyrra horf. En viljum við það? Er núna kannski fordæmalaust tækifæri til að forðast gömul hjólför og beina þróun í aðra átt? Heilnæmt og göngu- og leikvænt umhverfi Við sjáum öll ýmsar jákvæðar breytingar undanfarnar vikur. Bílaumferð hefur snarminnkað og með því loft- og hljóðmengun og útblástur gróðurhúsalofttegunda auk þess sem umferðartafir eru á bak og burt. Frá útlöndum berast fregnir af fordæmalaust tæru vatni í sýkjum Feneyja, heiðum himni yfir kínverskum borgum og íbúar Punjab-héraðs á Indlandi hafa endurheimt fjallasýn til Himalaja sem þeir hafa ekki notið í áratugi. Við höfum líka lært að meta okkar nánasta umhverfi. Til að bæta okkur fásinnið og lokaða skóla, íþróttahallir, heilsuræktir og sundlaugar, höfum við sennilega flest hver ekki í annan tíma verið eins mikið úti við í hverfinu okkar og á nærliggjandi útivistarsvæðum. Og í allri þessari heimaveru og ferðalögum innanhúss verður okkur ljósara en nokkru sinni hvað húsnæðið sem við búum í skiptir lífsgæði okkar miklu máli – að íbúðir séu bjartar, rúmgóðar og með aðgengi að útirými á svölum eða garði. ... en verslunargötur eru tómlegar og búðir jafnvel lokaðar Annað sem við höfum kynnst á síðustu vikum, viljum við að taki enda sem fyrst. Til að sporna við útbreiðslu faraldursins hafa stjórnvöld sett hömlur á verslun, þjónustu, menningarstarfsemi og samneyti fólks. Allt þetta sem venjulega er svo stór þáttur í daglegu lífi okkar og bæjarbrag hefur á svipstundu færst að miklu leyti á netið. Í staðinn fyrir að setjast á kaffihús, fara út að borða, rölta niður í bæ, skreppa á sýningu, fara á tónleika, kaupa í matinn í hornbúðinni eða stórmarkaðnum, þá leysum við þetta allt saman, meira og minna, án beinna mannlegra samskipta, á skjánum. Enginn velkist í vafa um ákveðin þægindi sem í þessu felast – en í þessu felast líka ákveðnar hættur, jafnt fyrir okkur sjálf og fyrir bæjarlífið almennt og verslun og þjónustu í hverfunum okkar, miðbæjum og þjónustukjörnum. Endurræsing nýs hversdags Hvernig getum við dregið lærdóma af þessari óumbeðnu samfélagstilraun, þegar lífið fer aftur smám saman að komast í eðlilegt horf? Getum við breytt starfsháttum og ferðamynstri okkar þannig að við þurfum ekki að leggja svona mikið land og fjármuni í innviði fyrir bílinn? Getum við dregið varanlega úr bílferðunum og uppskorið hreinna loft, betri hljóðvist, minni gróðurhúsaáhrif, skilvirkari samgöngur, aukna hreyfingu og meira af bæjarrýmum helguð fólki og gróðri? Getum við með hönnun og skipulagi stuðlað að því að við höfum öll aðgang, nærri heimili, að viðkunnarlegum og góðum gönguleiðum, torgum, almenningsgörðum og náttúru, þar sem við getum gengið, hlaupið, hjólað og leikið, spjallað, sýnt okkur og séð aðra, fundið sjávarlykt, andað að okkur gróðurilmi og fylgst með fuglunum? Getum við með hönnun og skipulagi búið þannig um hnútana að verslun og viðskipti vaxi og dafni í hverfinu okkar, verslunargötunni og miðbænum, þótt við höldum áfram að nýta okkur netverslun og önnur tækifæri í rafrænum samskiptum? Þetta er allt gerlegt með viðeigandi áherslum í skipulagi, en ræðst af því að við setjum það meðvitað í forgang, vöndum til verka og ekki síst að fjármagni og fjárfestingum sé beint í aðgerðir og framkvæmdir sem styðja slíka þróun. Höfundur er forstjóri Skipulagsstofnunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skipulag Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Á öllum sviðum þjóðlífsins erum við um þessar mundir að takast á við afleiðingar COVID-19 farsóttarinnar. Við hugsum með ákveðinni óþreyju til þeirrar stundar þegar tekist hefur að hemja útbreiðslu veirunnar og lífið getur aftur komist í sitt fyrra horf. En viljum við það? Er núna kannski fordæmalaust tækifæri til að forðast gömul hjólför og beina þróun í aðra átt? Heilnæmt og göngu- og leikvænt umhverfi Við sjáum öll ýmsar jákvæðar breytingar undanfarnar vikur. Bílaumferð hefur snarminnkað og með því loft- og hljóðmengun og útblástur gróðurhúsalofttegunda auk þess sem umferðartafir eru á bak og burt. Frá útlöndum berast fregnir af fordæmalaust tæru vatni í sýkjum Feneyja, heiðum himni yfir kínverskum borgum og íbúar Punjab-héraðs á Indlandi hafa endurheimt fjallasýn til Himalaja sem þeir hafa ekki notið í áratugi. Við höfum líka lært að meta okkar nánasta umhverfi. Til að bæta okkur fásinnið og lokaða skóla, íþróttahallir, heilsuræktir og sundlaugar, höfum við sennilega flest hver ekki í annan tíma verið eins mikið úti við í hverfinu okkar og á nærliggjandi útivistarsvæðum. Og í allri þessari heimaveru og ferðalögum innanhúss verður okkur ljósara en nokkru sinni hvað húsnæðið sem við búum í skiptir lífsgæði okkar miklu máli – að íbúðir séu bjartar, rúmgóðar og með aðgengi að útirými á svölum eða garði. ... en verslunargötur eru tómlegar og búðir jafnvel lokaðar Annað sem við höfum kynnst á síðustu vikum, viljum við að taki enda sem fyrst. Til að sporna við útbreiðslu faraldursins hafa stjórnvöld sett hömlur á verslun, þjónustu, menningarstarfsemi og samneyti fólks. Allt þetta sem venjulega er svo stór þáttur í daglegu lífi okkar og bæjarbrag hefur á svipstundu færst að miklu leyti á netið. Í staðinn fyrir að setjast á kaffihús, fara út að borða, rölta niður í bæ, skreppa á sýningu, fara á tónleika, kaupa í matinn í hornbúðinni eða stórmarkaðnum, þá leysum við þetta allt saman, meira og minna, án beinna mannlegra samskipta, á skjánum. Enginn velkist í vafa um ákveðin þægindi sem í þessu felast – en í þessu felast líka ákveðnar hættur, jafnt fyrir okkur sjálf og fyrir bæjarlífið almennt og verslun og þjónustu í hverfunum okkar, miðbæjum og þjónustukjörnum. Endurræsing nýs hversdags Hvernig getum við dregið lærdóma af þessari óumbeðnu samfélagstilraun, þegar lífið fer aftur smám saman að komast í eðlilegt horf? Getum við breytt starfsháttum og ferðamynstri okkar þannig að við þurfum ekki að leggja svona mikið land og fjármuni í innviði fyrir bílinn? Getum við dregið varanlega úr bílferðunum og uppskorið hreinna loft, betri hljóðvist, minni gróðurhúsaáhrif, skilvirkari samgöngur, aukna hreyfingu og meira af bæjarrýmum helguð fólki og gróðri? Getum við með hönnun og skipulagi stuðlað að því að við höfum öll aðgang, nærri heimili, að viðkunnarlegum og góðum gönguleiðum, torgum, almenningsgörðum og náttúru, þar sem við getum gengið, hlaupið, hjólað og leikið, spjallað, sýnt okkur og séð aðra, fundið sjávarlykt, andað að okkur gróðurilmi og fylgst með fuglunum? Getum við með hönnun og skipulagi búið þannig um hnútana að verslun og viðskipti vaxi og dafni í hverfinu okkar, verslunargötunni og miðbænum, þótt við höldum áfram að nýta okkur netverslun og önnur tækifæri í rafrænum samskiptum? Þetta er allt gerlegt með viðeigandi áherslum í skipulagi, en ræðst af því að við setjum það meðvitað í forgang, vöndum til verka og ekki síst að fjármagni og fjárfestingum sé beint í aðgerðir og framkvæmdir sem styðja slíka þróun. Höfundur er forstjóri Skipulagsstofnunar.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun