Fá alltof margar tilkynningar um fólk í sóttkví sem fer út í búð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. mars 2020 16:02 Víðir Reynisson á upplýsingafundinum í dag. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, brýnir fyrir þjóðinni að virða reglur um sóttkví og samkomubann. Bannið sé til að mynda ekki sett á að ástæðulausu heldur til þess að verja líf fólks. Eins og svo oft áður við lok upplýsingafunda almannavarna og landlæknis vegna kórónuveirufaraldursins notaði Víðir tækifærið í dag og kom með nokkra punkta til áréttingar fyrir þjóðina. Hann ræddi fyrst um sóttkví og það að fara út. „Það hefur alveg verið gefið út að fólk getur farið út að ganga ef þú heldur ákveðinni fjarlægð. Ef þú ferð í sóttkví þá ferðu ekki í verslun, þú ferð ekki þar sem er annað fólk. Þetta gildir í sjálfu sér bara um það að geta komist aðeins út. Við erum að fá alltof mikið af tilkynningum um fólk í sóttkví sem er að fara í verslanir. Þannig að þó þú reynir að halda tveggja metra fjarlægð þá er það ekki leyfilegt, þetta snýst bara um það að þú megir fara út úr húsinu,“ sagði Víðir. Þá hefðu þau fengið ábendingar um það að verið sé að flytja þjónustu, til dæmis hárgreiðslustofur og annað slíkt, í heimahús í samkomubanninu. „Kommon, það er ekki að ástæðulausu að við settum þetta bann á. Það er ekkert hættuminna að gera þetta heima hjá sér heldur en á hárgreiðslustofu. Við verðum bara að vera með ljóta hárgreiðslu næstu vikurnar, við verðum að lifa með því,“ sagði Víðir. Hann brýndi síðan fyrir verslunum sem væru með marga afgreiðslukassa að loka öðrum hvorum kassa ef ekki væri hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli og beindi því jafnframt til fyrirtækja og stofnana að vera ekki að sækja um undanþágur frá banninu fyrir hvað sem er. „Þetta samkomubann og þessar takmarkanir eru settar í ákveðnum tilgangi, til þess að verja líf. Við sjáum stöðuna á gjörgæslunni núna og sjáum stöðuna á Landspítalanum núna. Þannig að verið ekki að sækja um undanþágur fyrir starfsemi sem getur beðið,“ sagði Víðir og vísaði í það að sex manns liggja nú á gjörgæslu vegna COVID-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Allir eru þeir í öndunarvél. „Við vitum öll að samfélagið okkar liggur niðri að stóru leyti, það mun leggjast enn þá meira niður á næstunni og við verðum að aðlaga okkur að því ástandi. Það kemur betri tíð, það kemur sumar, við vinnum þetta saman þangað til,“ sagði Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Almannavarnir Heilbrigðismál Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, brýnir fyrir þjóðinni að virða reglur um sóttkví og samkomubann. Bannið sé til að mynda ekki sett á að ástæðulausu heldur til þess að verja líf fólks. Eins og svo oft áður við lok upplýsingafunda almannavarna og landlæknis vegna kórónuveirufaraldursins notaði Víðir tækifærið í dag og kom með nokkra punkta til áréttingar fyrir þjóðina. Hann ræddi fyrst um sóttkví og það að fara út. „Það hefur alveg verið gefið út að fólk getur farið út að ganga ef þú heldur ákveðinni fjarlægð. Ef þú ferð í sóttkví þá ferðu ekki í verslun, þú ferð ekki þar sem er annað fólk. Þetta gildir í sjálfu sér bara um það að geta komist aðeins út. Við erum að fá alltof mikið af tilkynningum um fólk í sóttkví sem er að fara í verslanir. Þannig að þó þú reynir að halda tveggja metra fjarlægð þá er það ekki leyfilegt, þetta snýst bara um það að þú megir fara út úr húsinu,“ sagði Víðir. Þá hefðu þau fengið ábendingar um það að verið sé að flytja þjónustu, til dæmis hárgreiðslustofur og annað slíkt, í heimahús í samkomubanninu. „Kommon, það er ekki að ástæðulausu að við settum þetta bann á. Það er ekkert hættuminna að gera þetta heima hjá sér heldur en á hárgreiðslustofu. Við verðum bara að vera með ljóta hárgreiðslu næstu vikurnar, við verðum að lifa með því,“ sagði Víðir. Hann brýndi síðan fyrir verslunum sem væru með marga afgreiðslukassa að loka öðrum hvorum kassa ef ekki væri hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli og beindi því jafnframt til fyrirtækja og stofnana að vera ekki að sækja um undanþágur frá banninu fyrir hvað sem er. „Þetta samkomubann og þessar takmarkanir eru settar í ákveðnum tilgangi, til þess að verja líf. Við sjáum stöðuna á gjörgæslunni núna og sjáum stöðuna á Landspítalanum núna. Þannig að verið ekki að sækja um undanþágur fyrir starfsemi sem getur beðið,“ sagði Víðir og vísaði í það að sex manns liggja nú á gjörgæslu vegna COVID-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Allir eru þeir í öndunarvél. „Við vitum öll að samfélagið okkar liggur niðri að stóru leyti, það mun leggjast enn þá meira niður á næstunni og við verðum að aðlaga okkur að því ástandi. Það kemur betri tíð, það kemur sumar, við vinnum þetta saman þangað til,“ sagði Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Almannavarnir Heilbrigðismál Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira