Háar sektir brjóti fólk gegn reglum um sóttkví, einangrun og samkomubann Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. mars 2020 14:47 Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hefur gefið út fyrirmæli um sektargreiðslur vegna brota á reglum um sóttkví og einangrun. Vísir/Vilhelm Sá sem brýtur gegn reglum um sóttkví gæti átt von á að allt 250 þúsund króna sekt. Sá sem brýtur gegn reglum um einangrun gæti svo átt von á að allt að 500 þúsund króna sekt. Er þetta samkvæmt fyrirmælum ríkissaksóknara sem voru birt rétt í þessu. Þá gætu sektir sömuleiðis gagnvart þeim sem brjóta gegn samkomubanninu einnig numið allt að hálfri milljón króna. Sé brotið alvarlegt er hægt að ákæra manneskju og dæma hana til fangelsisvistar, til dæmis ef hún verður uppvís að því að rjúfa einangrun og gera einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma útsetta fyrir smiti. Viðkomandi gæti þá átt allt að sex ára fangelsi yfir höfði sér. Í fyrirmælum ríkissaksóknara segir að sektirnar ákvarðist eftir alvarleika brotsins. Þannig geta brot gegn skyldu til að fara og/eða vera í sóttkví numið sektum frá 50 þúsund krónum til 250 þúsund króna. Brot gegn skyldum þeirra sem eru í sóttkví eru innan sömu upphæða. Sektir vegna brota á reglum um einangrun geta svo numið frá 150 þúsund krónum til hálfrar milljónar króna. Hvað varðar samkomubannið þá liggja einnig sektargreiðslur við brotum á því. Brot á reglum um fjöldasamkomu, það er ef fleiri en 20 koma saman, varða eftirfarandi sektum eftir því sem við á: Sekt einstaklings sem sækir samkomu kr. 50.000. Sekt forsvarsmanns/skipuleggjanda sem stendur fyrir samkomu/opnun kr. 250.000-500.000. Sektarheimild nær einungis til fyrsta brots forsvarsmanns/skipuleggjanda. Brot á reglum um lokun samkomustaða og starfsemi vegna sérstakrar starfsemi getur síðan verið frá 100 þúsund krónum upp í hálfa milljón allt eftir alvarleika brotsins. Í fyrirmælum ríkissaksóknara er lögð á það áhersla að ákærendur meti hvert tilvik fyrir sig og ákvarði sektarfjárhæðina með hliðsjón af alvarleika brots. Ljóst sé að brotin geti verið mjög mismunandi og þar með misalvarleg: „Þá er ljóst að í sumum tilvikum kann háttsemin að vera það alvarleg, einkum varðandi brot gegn reglum um einangrun, að háttsemin eigi undir ákvæði 175. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og því beri að ákæra fyrir brotið. Sem dæmi má nefna að sakborningur geri nokkurn hóp manna útsettan fyrir sýkingu eða sýki hóp manna af COVID-19 og enn alvarlegra ef um er að ræða að útsetja eða sýkja þá sem eru í sérstakri hættu vegna undirliggjandi sjúkdóma. Ef slíkt álitaefni kemur upp ber ákærendum að upplýsa ríkissaksóknara og héraðssaksóknara strax um málið en héraðssaksóknari fer með ákæruvald vegna brota gegn 175. gr. almennra hegningarlaga,“ segir í fyrirmælum ríkissaksóknara. Fréttin hefur verið uppfærð. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Sá sem brýtur gegn reglum um sóttkví gæti átt von á að allt 250 þúsund króna sekt. Sá sem brýtur gegn reglum um einangrun gæti svo átt von á að allt að 500 þúsund króna sekt. Er þetta samkvæmt fyrirmælum ríkissaksóknara sem voru birt rétt í þessu. Þá gætu sektir sömuleiðis gagnvart þeim sem brjóta gegn samkomubanninu einnig numið allt að hálfri milljón króna. Sé brotið alvarlegt er hægt að ákæra manneskju og dæma hana til fangelsisvistar, til dæmis ef hún verður uppvís að því að rjúfa einangrun og gera einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma útsetta fyrir smiti. Viðkomandi gæti þá átt allt að sex ára fangelsi yfir höfði sér. Í fyrirmælum ríkissaksóknara segir að sektirnar ákvarðist eftir alvarleika brotsins. Þannig geta brot gegn skyldu til að fara og/eða vera í sóttkví numið sektum frá 50 þúsund krónum til 250 þúsund króna. Brot gegn skyldum þeirra sem eru í sóttkví eru innan sömu upphæða. Sektir vegna brota á reglum um einangrun geta svo numið frá 150 þúsund krónum til hálfrar milljónar króna. Hvað varðar samkomubannið þá liggja einnig sektargreiðslur við brotum á því. Brot á reglum um fjöldasamkomu, það er ef fleiri en 20 koma saman, varða eftirfarandi sektum eftir því sem við á: Sekt einstaklings sem sækir samkomu kr. 50.000. Sekt forsvarsmanns/skipuleggjanda sem stendur fyrir samkomu/opnun kr. 250.000-500.000. Sektarheimild nær einungis til fyrsta brots forsvarsmanns/skipuleggjanda. Brot á reglum um lokun samkomustaða og starfsemi vegna sérstakrar starfsemi getur síðan verið frá 100 þúsund krónum upp í hálfa milljón allt eftir alvarleika brotsins. Í fyrirmælum ríkissaksóknara er lögð á það áhersla að ákærendur meti hvert tilvik fyrir sig og ákvarði sektarfjárhæðina með hliðsjón af alvarleika brots. Ljóst sé að brotin geti verið mjög mismunandi og þar með misalvarleg: „Þá er ljóst að í sumum tilvikum kann háttsemin að vera það alvarleg, einkum varðandi brot gegn reglum um einangrun, að háttsemin eigi undir ákvæði 175. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og því beri að ákæra fyrir brotið. Sem dæmi má nefna að sakborningur geri nokkurn hóp manna útsettan fyrir sýkingu eða sýki hóp manna af COVID-19 og enn alvarlegra ef um er að ræða að útsetja eða sýkja þá sem eru í sérstakri hættu vegna undirliggjandi sjúkdóma. Ef slíkt álitaefni kemur upp ber ákærendum að upplýsa ríkissaksóknara og héraðssaksóknara strax um málið en héraðssaksóknari fer með ákæruvald vegna brota gegn 175. gr. almennra hegningarlaga,“ segir í fyrirmælum ríkissaksóknara. Fréttin hefur verið uppfærð.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira