Háar sektir brjóti fólk gegn reglum um sóttkví, einangrun og samkomubann Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. mars 2020 14:47 Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hefur gefið út fyrirmæli um sektargreiðslur vegna brota á reglum um sóttkví og einangrun. Vísir/Vilhelm Sá sem brýtur gegn reglum um sóttkví gæti átt von á að allt 250 þúsund króna sekt. Sá sem brýtur gegn reglum um einangrun gæti svo átt von á að allt að 500 þúsund króna sekt. Er þetta samkvæmt fyrirmælum ríkissaksóknara sem voru birt rétt í þessu. Þá gætu sektir sömuleiðis gagnvart þeim sem brjóta gegn samkomubanninu einnig numið allt að hálfri milljón króna. Sé brotið alvarlegt er hægt að ákæra manneskju og dæma hana til fangelsisvistar, til dæmis ef hún verður uppvís að því að rjúfa einangrun og gera einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma útsetta fyrir smiti. Viðkomandi gæti þá átt allt að sex ára fangelsi yfir höfði sér. Í fyrirmælum ríkissaksóknara segir að sektirnar ákvarðist eftir alvarleika brotsins. Þannig geta brot gegn skyldu til að fara og/eða vera í sóttkví numið sektum frá 50 þúsund krónum til 250 þúsund króna. Brot gegn skyldum þeirra sem eru í sóttkví eru innan sömu upphæða. Sektir vegna brota á reglum um einangrun geta svo numið frá 150 þúsund krónum til hálfrar milljónar króna. Hvað varðar samkomubannið þá liggja einnig sektargreiðslur við brotum á því. Brot á reglum um fjöldasamkomu, það er ef fleiri en 20 koma saman, varða eftirfarandi sektum eftir því sem við á: Sekt einstaklings sem sækir samkomu kr. 50.000. Sekt forsvarsmanns/skipuleggjanda sem stendur fyrir samkomu/opnun kr. 250.000-500.000. Sektarheimild nær einungis til fyrsta brots forsvarsmanns/skipuleggjanda. Brot á reglum um lokun samkomustaða og starfsemi vegna sérstakrar starfsemi getur síðan verið frá 100 þúsund krónum upp í hálfa milljón allt eftir alvarleika brotsins. Í fyrirmælum ríkissaksóknara er lögð á það áhersla að ákærendur meti hvert tilvik fyrir sig og ákvarði sektarfjárhæðina með hliðsjón af alvarleika brots. Ljóst sé að brotin geti verið mjög mismunandi og þar með misalvarleg: „Þá er ljóst að í sumum tilvikum kann háttsemin að vera það alvarleg, einkum varðandi brot gegn reglum um einangrun, að háttsemin eigi undir ákvæði 175. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og því beri að ákæra fyrir brotið. Sem dæmi má nefna að sakborningur geri nokkurn hóp manna útsettan fyrir sýkingu eða sýki hóp manna af COVID-19 og enn alvarlegra ef um er að ræða að útsetja eða sýkja þá sem eru í sérstakri hættu vegna undirliggjandi sjúkdóma. Ef slíkt álitaefni kemur upp ber ákærendum að upplýsa ríkissaksóknara og héraðssaksóknara strax um málið en héraðssaksóknari fer með ákæruvald vegna brota gegn 175. gr. almennra hegningarlaga,“ segir í fyrirmælum ríkissaksóknara. Fréttin hefur verið uppfærð. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Sá sem brýtur gegn reglum um sóttkví gæti átt von á að allt 250 þúsund króna sekt. Sá sem brýtur gegn reglum um einangrun gæti svo átt von á að allt að 500 þúsund króna sekt. Er þetta samkvæmt fyrirmælum ríkissaksóknara sem voru birt rétt í þessu. Þá gætu sektir sömuleiðis gagnvart þeim sem brjóta gegn samkomubanninu einnig numið allt að hálfri milljón króna. Sé brotið alvarlegt er hægt að ákæra manneskju og dæma hana til fangelsisvistar, til dæmis ef hún verður uppvís að því að rjúfa einangrun og gera einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma útsetta fyrir smiti. Viðkomandi gæti þá átt allt að sex ára fangelsi yfir höfði sér. Í fyrirmælum ríkissaksóknara segir að sektirnar ákvarðist eftir alvarleika brotsins. Þannig geta brot gegn skyldu til að fara og/eða vera í sóttkví numið sektum frá 50 þúsund krónum til 250 þúsund króna. Brot gegn skyldum þeirra sem eru í sóttkví eru innan sömu upphæða. Sektir vegna brota á reglum um einangrun geta svo numið frá 150 þúsund krónum til hálfrar milljónar króna. Hvað varðar samkomubannið þá liggja einnig sektargreiðslur við brotum á því. Brot á reglum um fjöldasamkomu, það er ef fleiri en 20 koma saman, varða eftirfarandi sektum eftir því sem við á: Sekt einstaklings sem sækir samkomu kr. 50.000. Sekt forsvarsmanns/skipuleggjanda sem stendur fyrir samkomu/opnun kr. 250.000-500.000. Sektarheimild nær einungis til fyrsta brots forsvarsmanns/skipuleggjanda. Brot á reglum um lokun samkomustaða og starfsemi vegna sérstakrar starfsemi getur síðan verið frá 100 þúsund krónum upp í hálfa milljón allt eftir alvarleika brotsins. Í fyrirmælum ríkissaksóknara er lögð á það áhersla að ákærendur meti hvert tilvik fyrir sig og ákvarði sektarfjárhæðina með hliðsjón af alvarleika brots. Ljóst sé að brotin geti verið mjög mismunandi og þar með misalvarleg: „Þá er ljóst að í sumum tilvikum kann háttsemin að vera það alvarleg, einkum varðandi brot gegn reglum um einangrun, að háttsemin eigi undir ákvæði 175. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og því beri að ákæra fyrir brotið. Sem dæmi má nefna að sakborningur geri nokkurn hóp manna útsettan fyrir sýkingu eða sýki hóp manna af COVID-19 og enn alvarlegra ef um er að ræða að útsetja eða sýkja þá sem eru í sérstakri hættu vegna undirliggjandi sjúkdóma. Ef slíkt álitaefni kemur upp ber ákærendum að upplýsa ríkissaksóknara og héraðssaksóknara strax um málið en héraðssaksóknari fer með ákæruvald vegna brota gegn 175. gr. almennra hegningarlaga,“ segir í fyrirmælum ríkissaksóknara. Fréttin hefur verið uppfærð.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira