Að senda fólki fingurinn Flosi Eiríksson skrifar 27. mars 2020 12:00 Á þessum tímum skiptir afar miklu að koma upplýsingum til almennings með skýrum og greinargóðum hætti. Almannavarnir og aðrir opinberir aðilar leggja á þetta mikla áherslu og reyna til dæmis að hafa efni aðgengilegt á sem flestum tungumálum. Í þessu efni má benda á efni hjá ASÍ, Landlæknisembættinu, Vinnumálastofnun og fleirum, meira að segja bankarnir eru að reyna að sýna lit. Flestum finnst þetta eðlilegt og sjálfsagt og hluti af því samfélagi sem við viljum reka hér á landi. Hér njótum við góðs af því að fólk kemur að utan til að hjálpa okkur við að halda uppi þjónustu og býr til verðmæti í samfélaginu. Þá berast fréttir af bæjarstjórnarfundi í Kópavogi að þar hafi bæjarstjórinn brugðist afar illa við tillögum frá minnihluta bæjarstjórnar um að upplýsingamiðlun bæjarins næði til allra íbúanna og á fleiri tungumálum en íslensku – og hafi sagt að þeir sem ekki skilja íslensku gætu ,,bara notað google translate“. Skilningsleysið og fyrirlitningin sem fram kemur í þessu er náttúrulega með slíkum ósköpum að það tekur engu tali. Það á kannski ekki að koma á óvart miðað við framgöngu og málflutningi í kjaradeilu sveitarfélagsins við Eflingu þar sem tungumál sveitarfélagsins er illskiljanlegt. Kópavogur ætti að taka Eflingu sér til fyrirmyndar en á heimasíðu félagsins eru upplýsingar fyrir félagsmenn um rétt til launa vegna Covid-19 á sex tungumálum. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Vinnumarkaður Kópavogur Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Á þessum tímum skiptir afar miklu að koma upplýsingum til almennings með skýrum og greinargóðum hætti. Almannavarnir og aðrir opinberir aðilar leggja á þetta mikla áherslu og reyna til dæmis að hafa efni aðgengilegt á sem flestum tungumálum. Í þessu efni má benda á efni hjá ASÍ, Landlæknisembættinu, Vinnumálastofnun og fleirum, meira að segja bankarnir eru að reyna að sýna lit. Flestum finnst þetta eðlilegt og sjálfsagt og hluti af því samfélagi sem við viljum reka hér á landi. Hér njótum við góðs af því að fólk kemur að utan til að hjálpa okkur við að halda uppi þjónustu og býr til verðmæti í samfélaginu. Þá berast fréttir af bæjarstjórnarfundi í Kópavogi að þar hafi bæjarstjórinn brugðist afar illa við tillögum frá minnihluta bæjarstjórnar um að upplýsingamiðlun bæjarins næði til allra íbúanna og á fleiri tungumálum en íslensku – og hafi sagt að þeir sem ekki skilja íslensku gætu ,,bara notað google translate“. Skilningsleysið og fyrirlitningin sem fram kemur í þessu er náttúrulega með slíkum ósköpum að það tekur engu tali. Það á kannski ekki að koma á óvart miðað við framgöngu og málflutningi í kjaradeilu sveitarfélagsins við Eflingu þar sem tungumál sveitarfélagsins er illskiljanlegt. Kópavogur ætti að taka Eflingu sér til fyrirmyndar en á heimasíðu félagsins eru upplýsingar fyrir félagsmenn um rétt til launa vegna Covid-19 á sex tungumálum. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun