Ríkið sýknað af 1,3 milljarða bótakröfu Guðjóns Skarphéðinssonar Eiður Þór Árnason skrifar 26. mars 2020 15:03 Guðjón Skarphéðinsson var sýknaður árið 2018. Vísir Ríkið var í dag sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af öllum kröfum Guðjóns Skarphéðinssonar. Guðjón krafðist þess að íslenska ríkið yrði dæmt til að greiða sér rétt rúman 1,3 milljarða króna í bætur, meðal annars fyrir ólöglega frelsissviptingu í tæp fimm ár og þar af 412 daga í einangrun. Sjá einnig: Ríkið segir Guðjón sjálfan hafa átt sök á því að vera ranglega dæmdur Guðjón var árið 1980 dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að hafa átt hlut í dauða Geirfinns Einarssonar sex árum áður. Hann var síðan sýknaður í Hæstarétti árið 2018 ásamt fjórum öðrum sakborningum. Réttur Guðjóns til bóta fyrndur Sú háttsemi sem Guðjón taldi bótaskylda á borð við ólöglega handtöku, ólöglegt gæsluvarðhalds og ranga dóma átti sér stað á tímabilinu 1976 til 1985. Meðal deiluefna var hvort fyrningarfresturinn hafi byrjað að líða þegar hin ætluðu brot áttu sér stað eða við sýknun Hæstaréttar árið 2018. Dómurinn fellst á rök ríkislögmanns og sagði bótaréttinn vera fyrndann. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar.Vísir/vilhelm Framlögð gögn ekki tekin gild Í málatilbúnaði sínum vísaði Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns, í úrskurð endurupptökunefndar og skýrslu starfshóps innanríkisráðuneytisins um Guðmundar- og Geirfinnsmál. Var þetta gert til þess að reyna að færa sönnur fyrir því að Guðjón ætti rétt á bótum vegna brotlegrar háttsemi. Niðurstaða dómsins var að ekki væri hægt að líta á það sem gild sönnunargögn sem hann gæti byggt niðurstöðu sína á. Eigin sök svipti hann rétti til skaðabóta Í málsvörn Andra Árnasonar, setts ríkislögmanns, er meðal annars byggt á ákvæði laga um eigin sök og afleiðingu eigin sakar á bótarétt. Dómurinn fellst á þau rök. Í dómsniðurstöðunni segir að í sakfellingardómi Hæstaréttar árið 1980 „er játning stefnanda [Guðjóns] lögð til grundvallar mati á sekt hans. Stefnandi hafði ekki fallið frá framburði sínum heldur „haldið fast við“ hann eins og segir í dómi Hæstaréttar. Með játningunni viðurkennir stefnandi að eiga sök á dauða Geirfinns. Eigin sök stefnanda sviptir hann því að geta átt rétt til skaðabóta[...]“ Þar segir enn fremur: „Með vísan til framburða þeirra sem stefnandi gaf fyrir dómi hefur hann sjálfur valdið þeim aðgerðum sem hann reisir kröfur sínar á. Því hefur stefnandi fyrirgert rétti sínum til bóta vegna handtöku, gæsluvarðhalds, ætlaðs rangs dóms, afplánunar dómsins og skilorðsins/reynslulausnarinnar.“ Öðrum kröfum hafnað Þá var kröfum Guðjóns um bætur fyrir „ætlaðar ólöglegar rannsóknaraðgerðir, svo sem ætlaða ólöglega handtöku, ætlaða ólöglega leit, ætlaða ólöglega haldlagningu á munum, ætlaða ólöglega símahlustun og ætlaða ólöglega læknisskoðun, einnig hafnað.“ Kemst dómurinn að þeirri niðurstöðu að „Það verður ekki ráðið að stefnandi hafi verið beittur ólögmætri þvingun eða einhvers konar harðræði svo sem stefnandi byggir nú á.“ Fram kom í stefnu Guðjóns að bótakrafan væri líka byggð á því „að háttsemi hinna opinberu starfsmanna sem að rannsókn málsins komu á öllum stigum hafi verið refsiverð. Sakfelling stefnanda hafi þar með verið fengin fyrir óráðvandlegt athæfi [...]“ Andri Árnason, settur ríkislögmaður.Vísir/vilhelm Segir ekki tilefni til að ætla refsiverða háttsemi Dómurinn hafnar þessu með öllu og vísar til úrskurðar endurupptökunefndar þar sem nefndin komst að þeirri niðurstöðu „að gögn málsins gefi ekki tilefni til að ætla að lögregla, ákærandi, dómari eða aðrir hafi haft í frammi refsiverða háttsemi í því skyni að fá fram þau málalok sem málið fékk.“ Dómurinn fer jafnframt hörðum orðum um þessar ásakanir: „Þessi málsástæða stefnanda er með öllu haldlaus og telur dómurinn þennan málflutning lögmanns stefnanda aðfinnsluverðan, þar sem vegið er að æru opinberra starfsmanna, lifandi sem látinna, og þeir sakaðir um refsiverða háttsemi í störfum sínum.“ Eins og fyrr segir var niðurstaða málsins að ríkið yrði sýknað af öllum kröfum Guðjóns. Fréttin hefur verið uppfærð. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Reykjavík Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira
Ríkið var í dag sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af öllum kröfum Guðjóns Skarphéðinssonar. Guðjón krafðist þess að íslenska ríkið yrði dæmt til að greiða sér rétt rúman 1,3 milljarða króna í bætur, meðal annars fyrir ólöglega frelsissviptingu í tæp fimm ár og þar af 412 daga í einangrun. Sjá einnig: Ríkið segir Guðjón sjálfan hafa átt sök á því að vera ranglega dæmdur Guðjón var árið 1980 dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að hafa átt hlut í dauða Geirfinns Einarssonar sex árum áður. Hann var síðan sýknaður í Hæstarétti árið 2018 ásamt fjórum öðrum sakborningum. Réttur Guðjóns til bóta fyrndur Sú háttsemi sem Guðjón taldi bótaskylda á borð við ólöglega handtöku, ólöglegt gæsluvarðhalds og ranga dóma átti sér stað á tímabilinu 1976 til 1985. Meðal deiluefna var hvort fyrningarfresturinn hafi byrjað að líða þegar hin ætluðu brot áttu sér stað eða við sýknun Hæstaréttar árið 2018. Dómurinn fellst á rök ríkislögmanns og sagði bótaréttinn vera fyrndann. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar.Vísir/vilhelm Framlögð gögn ekki tekin gild Í málatilbúnaði sínum vísaði Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns, í úrskurð endurupptökunefndar og skýrslu starfshóps innanríkisráðuneytisins um Guðmundar- og Geirfinnsmál. Var þetta gert til þess að reyna að færa sönnur fyrir því að Guðjón ætti rétt á bótum vegna brotlegrar háttsemi. Niðurstaða dómsins var að ekki væri hægt að líta á það sem gild sönnunargögn sem hann gæti byggt niðurstöðu sína á. Eigin sök svipti hann rétti til skaðabóta Í málsvörn Andra Árnasonar, setts ríkislögmanns, er meðal annars byggt á ákvæði laga um eigin sök og afleiðingu eigin sakar á bótarétt. Dómurinn fellst á þau rök. Í dómsniðurstöðunni segir að í sakfellingardómi Hæstaréttar árið 1980 „er játning stefnanda [Guðjóns] lögð til grundvallar mati á sekt hans. Stefnandi hafði ekki fallið frá framburði sínum heldur „haldið fast við“ hann eins og segir í dómi Hæstaréttar. Með játningunni viðurkennir stefnandi að eiga sök á dauða Geirfinns. Eigin sök stefnanda sviptir hann því að geta átt rétt til skaðabóta[...]“ Þar segir enn fremur: „Með vísan til framburða þeirra sem stefnandi gaf fyrir dómi hefur hann sjálfur valdið þeim aðgerðum sem hann reisir kröfur sínar á. Því hefur stefnandi fyrirgert rétti sínum til bóta vegna handtöku, gæsluvarðhalds, ætlaðs rangs dóms, afplánunar dómsins og skilorðsins/reynslulausnarinnar.“ Öðrum kröfum hafnað Þá var kröfum Guðjóns um bætur fyrir „ætlaðar ólöglegar rannsóknaraðgerðir, svo sem ætlaða ólöglega handtöku, ætlaða ólöglega leit, ætlaða ólöglega haldlagningu á munum, ætlaða ólöglega símahlustun og ætlaða ólöglega læknisskoðun, einnig hafnað.“ Kemst dómurinn að þeirri niðurstöðu að „Það verður ekki ráðið að stefnandi hafi verið beittur ólögmætri þvingun eða einhvers konar harðræði svo sem stefnandi byggir nú á.“ Fram kom í stefnu Guðjóns að bótakrafan væri líka byggð á því „að háttsemi hinna opinberu starfsmanna sem að rannsókn málsins komu á öllum stigum hafi verið refsiverð. Sakfelling stefnanda hafi þar með verið fengin fyrir óráðvandlegt athæfi [...]“ Andri Árnason, settur ríkislögmaður.Vísir/vilhelm Segir ekki tilefni til að ætla refsiverða háttsemi Dómurinn hafnar þessu með öllu og vísar til úrskurðar endurupptökunefndar þar sem nefndin komst að þeirri niðurstöðu „að gögn málsins gefi ekki tilefni til að ætla að lögregla, ákærandi, dómari eða aðrir hafi haft í frammi refsiverða háttsemi í því skyni að fá fram þau málalok sem málið fékk.“ Dómurinn fer jafnframt hörðum orðum um þessar ásakanir: „Þessi málsástæða stefnanda er með öllu haldlaus og telur dómurinn þennan málflutning lögmanns stefnanda aðfinnsluverðan, þar sem vegið er að æru opinberra starfsmanna, lifandi sem látinna, og þeir sakaðir um refsiverða háttsemi í störfum sínum.“ Eins og fyrr segir var niðurstaða málsins að ríkið yrði sýknað af öllum kröfum Guðjóns. Fréttin hefur verið uppfærð.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Reykjavík Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira