Sjúklingar og starfsmenn á Landakoti smitaðir Kjartan Kjartansson skrifar 26. mars 2020 13:39 Tvær öldrunardeildir Landspítalans eru á Landakoti. Vísir/Vilhelm Landspítalinn hefur bannað frekari innlagnir á öldunarspítalanum Landakoti vegna COVID-19-smita sem greindust þar bæði í sjúklingum og starfsfólki. Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga hjá Landspítalanum segir að ákvörðun hafi ekki verið tekin um hvort eða hvernig starfsemi Landakots verður skert frekar vegna smitanna. Rjóðrið á Barnaspítala Hringsins verður lokað vegna smits sem kom upp annars staðar á barnaspítalanum. Í tilkynningu frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítalans kemur fram að lokað verði fyrir innlagnir á Landakoti á meðan smitin eru rakin. Útskriftir einstaklinga heim í sóttkví eru sagðar mögulegar en aðrar ekki. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum, segir við Vísi að smit hafi komið upp á einni deild á Landakoti, bæði hjá sjúklingum og starfsmönnum. Landakot er öldrunarspítali þar sem starfræktar eru legudeildir, dagdeildir og endurhæfing. Már segir ekki hafi enn verið tekin ákvörðun um hvernig starfsemin gæti verið skert vegna smitanna enda séu aðeins nokkrar klukkustundir liðnar frá því að þau komu í ljós. Talað hefur verið um að eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma sé í áhættuhópi vegna COVID-19. Már vill ekki tjá sig um málefni sjúklinga en fullyrðir að gripið hafi verið til viðeigandi ráðstafana eins og að senda starfsfólk heim og einangra sjúklinga. „Við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur að tempra frekari útbreiðslu,“ segir Már. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum.Vísir/Vilhelm Brýnt að starfsfólk fari eftir tilmælum sóttvarnalæknis Einnig verður Rjóðrið á Barnaspítala Hringsins lokað á næstu dögum vegna smita sem komu upp á barnaspítalanum. Smitið tengist ekki Rjóðrinu sjálfu, að sögn Más, heldur þarf að nýta starfsfólks þess annars staðar á barnaspítalanum vegna smitanna. Rjóðrið er hjúkrunar-, hvíldar- og endurhæfingarheimili fyrir langveik börn. Sérstaklega var áréttað í tilkynningu viðbragðsstjórnar og farsóttanefndar spítalans í dag að afar brýnt væri að starfsmenn spítalans gættu sérstaklega að sér utan vinnustaðarins og færu í einu og öllu eftir tilmælum sóttvarnalæknis þar sem nokkuð væri um smit sem væru komin til vegna samskipta utan spítalans. Már segir að borið hafi á því að starfsmenn legudeilda Landspítalans hafi smitast af COVID-19 og að þau smit verði ekki rakin til starfa þeirra. Starfsmenn sem hafi greinst smitaðir hafi smitast úti í samfélaginu. Því sé brýnt að starfsfólk spítalans gæti ríkulega að fyrirmælum sóttvarnalæknis og almannavarna um hegðun fólks í faraldrinum með tilliti til þess að halda tveggja metra fjarlægð við annað fólk og handþvottar. Reynsla Landspítalans undirstriki mikilvægi þessara tilmæla. „Ég fullyrði það að störf inni á spítalanum með COVID-sýkta einstaklinga, þegar rétt er staðið að málum, eru í rauninni ekki hættuleg. Ógn okkar sem heilbrigðiskerfis stafar af smitleiðum sem eru virkar í samfélaginum,“ segir Már. Miklar breytingar hafa orðið á starfsemi Landspítalans frá því að faraldurinn kom upp og vinnur her manns að því að endurskipuleggja hana, að sögn Más. Dregið hefur verið úr valaðgerðum tímabundið og hefur starfsfólk þaðan verði nýtt annars staðar til að fylla í skörð þeirra sem hafa þurft að fara í sóttkví eða einangrun vegna veirunnar. „Við erum að reyna að nýta starfsfólkið á sem skynsamlegastan hátt,“ segir Már. Samkvæmt nýjustu upplýsingum á vefsíðu Landspítalans eru nú 37 starfsmenn hans í einangrun og 243 í sóttkví. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Reykjavík Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Niceair aflýsir jómfrúarfluginu „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Sjá meira
Landspítalinn hefur bannað frekari innlagnir á öldunarspítalanum Landakoti vegna COVID-19-smita sem greindust þar bæði í sjúklingum og starfsfólki. Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga hjá Landspítalanum segir að ákvörðun hafi ekki verið tekin um hvort eða hvernig starfsemi Landakots verður skert frekar vegna smitanna. Rjóðrið á Barnaspítala Hringsins verður lokað vegna smits sem kom upp annars staðar á barnaspítalanum. Í tilkynningu frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítalans kemur fram að lokað verði fyrir innlagnir á Landakoti á meðan smitin eru rakin. Útskriftir einstaklinga heim í sóttkví eru sagðar mögulegar en aðrar ekki. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum, segir við Vísi að smit hafi komið upp á einni deild á Landakoti, bæði hjá sjúklingum og starfsmönnum. Landakot er öldrunarspítali þar sem starfræktar eru legudeildir, dagdeildir og endurhæfing. Már segir ekki hafi enn verið tekin ákvörðun um hvernig starfsemin gæti verið skert vegna smitanna enda séu aðeins nokkrar klukkustundir liðnar frá því að þau komu í ljós. Talað hefur verið um að eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma sé í áhættuhópi vegna COVID-19. Már vill ekki tjá sig um málefni sjúklinga en fullyrðir að gripið hafi verið til viðeigandi ráðstafana eins og að senda starfsfólk heim og einangra sjúklinga. „Við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur að tempra frekari útbreiðslu,“ segir Már. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum.Vísir/Vilhelm Brýnt að starfsfólk fari eftir tilmælum sóttvarnalæknis Einnig verður Rjóðrið á Barnaspítala Hringsins lokað á næstu dögum vegna smita sem komu upp á barnaspítalanum. Smitið tengist ekki Rjóðrinu sjálfu, að sögn Más, heldur þarf að nýta starfsfólks þess annars staðar á barnaspítalanum vegna smitanna. Rjóðrið er hjúkrunar-, hvíldar- og endurhæfingarheimili fyrir langveik börn. Sérstaklega var áréttað í tilkynningu viðbragðsstjórnar og farsóttanefndar spítalans í dag að afar brýnt væri að starfsmenn spítalans gættu sérstaklega að sér utan vinnustaðarins og færu í einu og öllu eftir tilmælum sóttvarnalæknis þar sem nokkuð væri um smit sem væru komin til vegna samskipta utan spítalans. Már segir að borið hafi á því að starfsmenn legudeilda Landspítalans hafi smitast af COVID-19 og að þau smit verði ekki rakin til starfa þeirra. Starfsmenn sem hafi greinst smitaðir hafi smitast úti í samfélaginu. Því sé brýnt að starfsfólk spítalans gæti ríkulega að fyrirmælum sóttvarnalæknis og almannavarna um hegðun fólks í faraldrinum með tilliti til þess að halda tveggja metra fjarlægð við annað fólk og handþvottar. Reynsla Landspítalans undirstriki mikilvægi þessara tilmæla. „Ég fullyrði það að störf inni á spítalanum með COVID-sýkta einstaklinga, þegar rétt er staðið að málum, eru í rauninni ekki hættuleg. Ógn okkar sem heilbrigðiskerfis stafar af smitleiðum sem eru virkar í samfélaginum,“ segir Már. Miklar breytingar hafa orðið á starfsemi Landspítalans frá því að faraldurinn kom upp og vinnur her manns að því að endurskipuleggja hana, að sögn Más. Dregið hefur verið úr valaðgerðum tímabundið og hefur starfsfólk þaðan verði nýtt annars staðar til að fylla í skörð þeirra sem hafa þurft að fara í sóttkví eða einangrun vegna veirunnar. „Við erum að reyna að nýta starfsfólkið á sem skynsamlegastan hátt,“ segir Már. Samkvæmt nýjustu upplýsingum á vefsíðu Landspítalans eru nú 37 starfsmenn hans í einangrun og 243 í sóttkví. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Reykjavík Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Niceair aflýsir jómfrúarfluginu „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Sjá meira