Óskar heim með neyðarflugi að kröfu dætra hans Jakob Bjarnar skrifar 27. mars 2020 07:00 Þungt er orðið yfir Torreveja-svæðinu, í Orehuela-hverfinu þar sem Óskar Hrafn hefur dvalið. Sóttin geisar og Óskar orðinn uggandi um sinn hag en hann þjáist af lungnasjúkdómi og segir að ef hann smitast af kórónuveirunni og fái Covid-19 þurfi ekki að spyrja að leikslokum. visir/atli geir/getty Óskar Hrafn Ólafsson, fyrrverandi skipsstjóri, hefur verið strandaglópur á Spáni en hann er væntanlegur til lands í kvöld með neyðarflugi Icelandair frá Alicante. Þar er stefnt að því að sópa upp þeim Íslendingum sem einhverra hluta vegna eru ekki enn komnir heim en vilja nú snúa til baka. Þó liggur fyrir að fjöldi Íslendinga mun ætla að dvelja áfram á Spáni enda hafa þeir margir hverjir þar fasta búsetu. Óskar Hrafn hefur verið í sóttkví í Torreveja en afar strangt útivistabann er í gildi á Spáni enda dreifir kórónuveiran sér þar hratt. Lögreglan þar fylgir því fast eftir og mega menn aðeins vera klukkustund úti í senn, þá til að fara í matvöruverslun, og verða að tilkynna um það sérstaklega með þar til gerðu spjaldi. Skilur húsbílinn eftir úti á Spáni Óskar Hrafn greindi frá því í viðtali við Vísi í vikunni að hann sæi sér ekki fært að koma heim vegna þess að hann á ekki í nein hús að venda. Utanríkisráðuneytið vildi ekki útvega honum gistingu meðan hann verður í sóttkví við heimkomuna. Ekki er það svo að utanríkisráðuneytið hafi sett sig í samband við Óskar Hrafn og boðist til að hlaupa undir bagga. „Nei. Vinur minn ætlar að lána mér herbergi meðan ég er í sóttkví. Gott að eiga góða vini. Stelpurnar vildu fá mig heim og þá fer ég bara heim.“ Óskar Hrafn á heimavelli sínum. Í vetur hefur hann spilað golf á Las Ramblas á Spáni en á sumrin spilar hann í Setberginu.visir/jakob Víst er að ýmsir verða því fengir að tekist hafi að höggva á hnútinn en í Golfklúbbi Setbergs hvar Óskar Hrafn er meðlimur hafa komið upp þær hugmyndir að efna til samskots undir kjörorðinu: Óskar heim! En, Óskar Hrafn kemur heim, hann er á leiðinni og fer beint í sóttkví. Hann verður þá í sóttkví alls í rúman mánuð. Óskar Hrafn sem fór á húsbíl sínum til Spánar, hefur að undanförnu dvalið í íbúð sem hann hafði aðgang að, en húsbílinn skilur hann eftir á Spáni. Þrír sem svipað er ástatt um samferða heim „Ég verð að fljúga eftir húsbílnum í vor. Það verður að hafa það. Maður á ekki nema eitt líf,“ segir Óskar. Hann mun koma með tveimur kunningjum sínum til Íslands sem svipað er ástatt um. „Við erum á sama báti. Annar er mikið veikari en ég. En allir í hættu. Þetta er svo mikið fólk hér sem er á þessum aumingjalífeyri fyrir fólk sem er veikt. Reyna að lifa af honum hérna. Svo lenda menn í þessu. Og þora ekki öðru en fara heim. Svo fá aðrir kaup fyrir að vera í sóttkví.“ Flugmiðinn kostar, að sögn Óskar Hrafns, 81.760 krónur. „Þeir eru með þetta í Evrum, nú er þetta farið að rokka upp og niður. Krónan hefur fallið 7 prósent bara á undanförnum mánuði. En ég verð orðinn helvíti góður 12. apríl. Þá losna ég úr sóttkví.“ Sérstakt neyðarflug frá Alicante Flugið sem Óskar Hrafn á miða í er svokallað neyðarflug Icleandair en flogið verður frá Alicante klukkan 18:45. Allar hendur á dekk. Fengist hefur leyfi fyrir sérstöku neyðarflugi frá Alicante. Spánarheimili eru að skipuleggja rútuferðir fyrir þá sem vilja komast heim en ástandið á Spáni er orðið afar erfitt. Þó flugvöllurinn í Alicante sé lokaður er það svo að gefin eru út sérstök leyfi fyrir flugferðum sem flokkast sem neyðarflug. Í tilkynningu frá fyrirtækinu Spánarheimilum, þar sem vakin er athygli á þessu flugi, er greint frá því að unnið sé að því að setja á sérstaka rútuferð. „Neyðarlögin leyfa aðeins að 1 sé í hverri sætaröð í bíl sem þýðir þá aðeins 1 farþegi í leigubíl - 2 i bílaleigubíl en farþegi sitja þá aftur í - 7 eða 9 manna bíll þá leyfilegir 3 farþegar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Íslendingar erlendis Spánn Fréttir af flugi Tengdar fréttir Sjötugur fastur á Spáni og óttast um líf sitt og heilsu Óskar Hrafn Ólafsson fyrrverandi skipstjóri sér enga leið færa heim. 24. mars 2020 08:55 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Óskar Hrafn Ólafsson, fyrrverandi skipsstjóri, hefur verið strandaglópur á Spáni en hann er væntanlegur til lands í kvöld með neyðarflugi Icelandair frá Alicante. Þar er stefnt að því að sópa upp þeim Íslendingum sem einhverra hluta vegna eru ekki enn komnir heim en vilja nú snúa til baka. Þó liggur fyrir að fjöldi Íslendinga mun ætla að dvelja áfram á Spáni enda hafa þeir margir hverjir þar fasta búsetu. Óskar Hrafn hefur verið í sóttkví í Torreveja en afar strangt útivistabann er í gildi á Spáni enda dreifir kórónuveiran sér þar hratt. Lögreglan þar fylgir því fast eftir og mega menn aðeins vera klukkustund úti í senn, þá til að fara í matvöruverslun, og verða að tilkynna um það sérstaklega með þar til gerðu spjaldi. Skilur húsbílinn eftir úti á Spáni Óskar Hrafn greindi frá því í viðtali við Vísi í vikunni að hann sæi sér ekki fært að koma heim vegna þess að hann á ekki í nein hús að venda. Utanríkisráðuneytið vildi ekki útvega honum gistingu meðan hann verður í sóttkví við heimkomuna. Ekki er það svo að utanríkisráðuneytið hafi sett sig í samband við Óskar Hrafn og boðist til að hlaupa undir bagga. „Nei. Vinur minn ætlar að lána mér herbergi meðan ég er í sóttkví. Gott að eiga góða vini. Stelpurnar vildu fá mig heim og þá fer ég bara heim.“ Óskar Hrafn á heimavelli sínum. Í vetur hefur hann spilað golf á Las Ramblas á Spáni en á sumrin spilar hann í Setberginu.visir/jakob Víst er að ýmsir verða því fengir að tekist hafi að höggva á hnútinn en í Golfklúbbi Setbergs hvar Óskar Hrafn er meðlimur hafa komið upp þær hugmyndir að efna til samskots undir kjörorðinu: Óskar heim! En, Óskar Hrafn kemur heim, hann er á leiðinni og fer beint í sóttkví. Hann verður þá í sóttkví alls í rúman mánuð. Óskar Hrafn sem fór á húsbíl sínum til Spánar, hefur að undanförnu dvalið í íbúð sem hann hafði aðgang að, en húsbílinn skilur hann eftir á Spáni. Þrír sem svipað er ástatt um samferða heim „Ég verð að fljúga eftir húsbílnum í vor. Það verður að hafa það. Maður á ekki nema eitt líf,“ segir Óskar. Hann mun koma með tveimur kunningjum sínum til Íslands sem svipað er ástatt um. „Við erum á sama báti. Annar er mikið veikari en ég. En allir í hættu. Þetta er svo mikið fólk hér sem er á þessum aumingjalífeyri fyrir fólk sem er veikt. Reyna að lifa af honum hérna. Svo lenda menn í þessu. Og þora ekki öðru en fara heim. Svo fá aðrir kaup fyrir að vera í sóttkví.“ Flugmiðinn kostar, að sögn Óskar Hrafns, 81.760 krónur. „Þeir eru með þetta í Evrum, nú er þetta farið að rokka upp og niður. Krónan hefur fallið 7 prósent bara á undanförnum mánuði. En ég verð orðinn helvíti góður 12. apríl. Þá losna ég úr sóttkví.“ Sérstakt neyðarflug frá Alicante Flugið sem Óskar Hrafn á miða í er svokallað neyðarflug Icleandair en flogið verður frá Alicante klukkan 18:45. Allar hendur á dekk. Fengist hefur leyfi fyrir sérstöku neyðarflugi frá Alicante. Spánarheimili eru að skipuleggja rútuferðir fyrir þá sem vilja komast heim en ástandið á Spáni er orðið afar erfitt. Þó flugvöllurinn í Alicante sé lokaður er það svo að gefin eru út sérstök leyfi fyrir flugferðum sem flokkast sem neyðarflug. Í tilkynningu frá fyrirtækinu Spánarheimilum, þar sem vakin er athygli á þessu flugi, er greint frá því að unnið sé að því að setja á sérstaka rútuferð. „Neyðarlögin leyfa aðeins að 1 sé í hverri sætaröð í bíl sem þýðir þá aðeins 1 farþegi í leigubíl - 2 i bílaleigubíl en farþegi sitja þá aftur í - 7 eða 9 manna bíll þá leyfilegir 3 farþegar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Íslendingar erlendis Spánn Fréttir af flugi Tengdar fréttir Sjötugur fastur á Spáni og óttast um líf sitt og heilsu Óskar Hrafn Ólafsson fyrrverandi skipstjóri sér enga leið færa heim. 24. mars 2020 08:55 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Sjötugur fastur á Spáni og óttast um líf sitt og heilsu Óskar Hrafn Ólafsson fyrrverandi skipstjóri sér enga leið færa heim. 24. mars 2020 08:55