Fjölskylda Evu Ruzu hafði ekki mikla trú á henni fyrir matarboðið Stefán Árni Pálsson skrifar 26. mars 2020 13:31 Það gekk töluvert mikið á í aðdraganda matarboðsins. Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir byrjaði í gærkvöldi með nýjan þátt á Stöð 2 sem nefnist Matarboð með Evu. Fyrstu fjórir gestirnir í þáttunum eru þær Eva Ruza, Júlíana Sara, Viktoría Hermannsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir. Í þáttunum byrjar hún að bjóða gesti þáttarins heim til sín upp á Akranes til að kenna þeim að reiða fram dýrindis kvöldmáltíð með öllu tilheyrandi. Gestir þáttanna eiga það sameiginlegt að vera kannski ekki meistarakokkar. Því næst þarf gesturinn að halda matarboð fyrir vini og vandamenn í heimahúsi og gera allt frá a-ö sjálf. Eva Ruza var fyrsti gesturinn í gærkvöldi og bauð hún fjölskyldu sinni í mat eftir góða leiðsögn frá Evu Laufey. Hér að neðan má sjá hvernig matarboðið gekk fyrir sig. Klippa: Fjölskylda Evu Ruzu hafði ekki mikla trú á henni fyrir matarboðið Hér að neðan má síðan sjá uppskrift sem fylgir öllum þáttum hér á Vísi: Hvítlauksmarinerað lambalæri ·1 lambalæri, beinlaust ·150 g smjör ·Handfylli steinselja ·Handfylli rósmarín ·4 hvítlauksrif ·1 msk. Ólífuolía ·Salt og nýmalaður piparAðferð: 1.Hitið ofninn í 200°C. 2.Setjið smjör, steinselju, rósmarín, hvítlauksrif, ólífuolíu, salt og pipar í matvinnsluvél og maukið. 3.Nuddið lærinu upp úr hvítlaukssmjörinu og kryddið til með salti og pipar. 4.Eldið lærið í 60 mínútur. 5.Á meðan lærið er í ofninum undirbúið þið meðlætið. 6.Leyfið lærinu að hvíla í lágmark 10 mínútur áður en þið skerið í kjötið og berið fram. Rótargrænmeti ·2 stórar sætar kartöflur ·½ sellerírót ·5 – 6 gulrætur ·2 – 3 bökunarkartöflur ·Tímían, ferskt smátt saxað ·Salt og pipar ·2 msk ólífuolía ·50 g smjör, skorið í teninga Aðferð: 1.Skerið allt hráefnið mjög smátt, blandið olíu og kryddum saman og blandið öllu vel saman. 2.Hellið í eldfast mót og setjið nokkrar smjörklípur yfir. 3.Inn í ofn við 200°C í 35 – 40 mínútur. 4.Gott að hræra í einu sinni til tvisvar. Sveppasósa ·500 ml rjómi ·2 msk smjör ·300 g blandaðir sveppir (kastaníu og flúða) ·Salt og pipar ·1 tsk tímían, ferskt smátt saxað ·1 pakki piparostur ·1 teningur lambakraftur ·Salt og pipar Aðferð: 1.Skerið sveppina smátt, hitið smjör í potti og steikið sveppina upp úr smjörinu í smá stund eða þar til þeir eru mjúkir í gegn. Kryddið með salti, pipar og fersku tímían. 2.Rífið niður piparost og bætið honum út í ásamt rjómanum. Leyfið sósunni að malla við vægan hita á meðan osturinn bráðnar. 3.Bætið krafti út í sósuna og smakkið að sjálfsögðu til með salti og pipar. Smjörsteiktur aspas ·1 búnt aspas, ferskur ·3 msk smjör ·Salt og pipar Aðferð: 1.Skolið aspasinn og þerrið, skerið trénaða hlutann frá og hitið smjör á pönnu. 2.Steikið aspasinn upp úr smjörinu í nokkrar mínútur og kryddið til með salti og pipar. Oreo triffli ·500 g rjómaostur ·500 ml rjómi ·5 msk sykur ·2 tsk vanilludropar ·2 tsk vanillusykur ·200 g Oreo kexkökur ·Fersk ber Aðferð: 1.Stífþeytið rjóma og leggið til hliðar. 2.Þeytið saman rjómaost, sykur og vanillu þar til blandan er orðin silkimjúk og létt í sér. 3.Setjið 8 kökur af Oreo saman við og hrærið þar til það hefur blandast vel við rjómaostinn. 4.Myljið restina af Oreo kökunum mjög fínt og setjið til hliðar. 5.Blandið nú rjómanum saman við með sleikju, og blandið varlega saman. 6.Setjið réttinn saman. Fyrst fer rjómaostablanda og svo fer Oreo mylsna, og þið endurtakið leikinn þar til þið eruð komin með nokkur lög. 7.Skreytið trifflið að vild með ferskum berjum og kælið. Matur Eva Laufey Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir byrjaði í gærkvöldi með nýjan þátt á Stöð 2 sem nefnist Matarboð með Evu. Fyrstu fjórir gestirnir í þáttunum eru þær Eva Ruza, Júlíana Sara, Viktoría Hermannsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir. Í þáttunum byrjar hún að bjóða gesti þáttarins heim til sín upp á Akranes til að kenna þeim að reiða fram dýrindis kvöldmáltíð með öllu tilheyrandi. Gestir þáttanna eiga það sameiginlegt að vera kannski ekki meistarakokkar. Því næst þarf gesturinn að halda matarboð fyrir vini og vandamenn í heimahúsi og gera allt frá a-ö sjálf. Eva Ruza var fyrsti gesturinn í gærkvöldi og bauð hún fjölskyldu sinni í mat eftir góða leiðsögn frá Evu Laufey. Hér að neðan má sjá hvernig matarboðið gekk fyrir sig. Klippa: Fjölskylda Evu Ruzu hafði ekki mikla trú á henni fyrir matarboðið Hér að neðan má síðan sjá uppskrift sem fylgir öllum þáttum hér á Vísi: Hvítlauksmarinerað lambalæri ·1 lambalæri, beinlaust ·150 g smjör ·Handfylli steinselja ·Handfylli rósmarín ·4 hvítlauksrif ·1 msk. Ólífuolía ·Salt og nýmalaður piparAðferð: 1.Hitið ofninn í 200°C. 2.Setjið smjör, steinselju, rósmarín, hvítlauksrif, ólífuolíu, salt og pipar í matvinnsluvél og maukið. 3.Nuddið lærinu upp úr hvítlaukssmjörinu og kryddið til með salti og pipar. 4.Eldið lærið í 60 mínútur. 5.Á meðan lærið er í ofninum undirbúið þið meðlætið. 6.Leyfið lærinu að hvíla í lágmark 10 mínútur áður en þið skerið í kjötið og berið fram. Rótargrænmeti ·2 stórar sætar kartöflur ·½ sellerírót ·5 – 6 gulrætur ·2 – 3 bökunarkartöflur ·Tímían, ferskt smátt saxað ·Salt og pipar ·2 msk ólífuolía ·50 g smjör, skorið í teninga Aðferð: 1.Skerið allt hráefnið mjög smátt, blandið olíu og kryddum saman og blandið öllu vel saman. 2.Hellið í eldfast mót og setjið nokkrar smjörklípur yfir. 3.Inn í ofn við 200°C í 35 – 40 mínútur. 4.Gott að hræra í einu sinni til tvisvar. Sveppasósa ·500 ml rjómi ·2 msk smjör ·300 g blandaðir sveppir (kastaníu og flúða) ·Salt og pipar ·1 tsk tímían, ferskt smátt saxað ·1 pakki piparostur ·1 teningur lambakraftur ·Salt og pipar Aðferð: 1.Skerið sveppina smátt, hitið smjör í potti og steikið sveppina upp úr smjörinu í smá stund eða þar til þeir eru mjúkir í gegn. Kryddið með salti, pipar og fersku tímían. 2.Rífið niður piparost og bætið honum út í ásamt rjómanum. Leyfið sósunni að malla við vægan hita á meðan osturinn bráðnar. 3.Bætið krafti út í sósuna og smakkið að sjálfsögðu til með salti og pipar. Smjörsteiktur aspas ·1 búnt aspas, ferskur ·3 msk smjör ·Salt og pipar Aðferð: 1.Skolið aspasinn og þerrið, skerið trénaða hlutann frá og hitið smjör á pönnu. 2.Steikið aspasinn upp úr smjörinu í nokkrar mínútur og kryddið til með salti og pipar. Oreo triffli ·500 g rjómaostur ·500 ml rjómi ·5 msk sykur ·2 tsk vanilludropar ·2 tsk vanillusykur ·200 g Oreo kexkökur ·Fersk ber Aðferð: 1.Stífþeytið rjóma og leggið til hliðar. 2.Þeytið saman rjómaost, sykur og vanillu þar til blandan er orðin silkimjúk og létt í sér. 3.Setjið 8 kökur af Oreo saman við og hrærið þar til það hefur blandast vel við rjómaostinn. 4.Myljið restina af Oreo kökunum mjög fínt og setjið til hliðar. 5.Blandið nú rjómanum saman við með sleikju, og blandið varlega saman. 6.Setjið réttinn saman. Fyrst fer rjómaostablanda og svo fer Oreo mylsna, og þið endurtakið leikinn þar til þið eruð komin með nokkur lög. 7.Skreytið trifflið að vild með ferskum berjum og kælið.
Matur Eva Laufey Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira