Einmanalegur Gullni hringur í gegnum linsu Villa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. mars 2020 12:00 Fá pör urðu á vegi ljósmyndara Vísis á Gullna hringnum í gær. Þetta hestapar beið þess að fá hestanammið sitt sem hefur væntanlega verið af skornum skammti undanfarnar vikur. Vísir/Vilhelm Það var frekar einmannalegt á Gullna hringnum þegar Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var þar á ferð í gær. Þeir fáu sem urðu á vegi hans voru flestir Íslendingar í sóttkví í sumarhúsum ásamt einum og einum ferðamanni. Tíu mynda syrpu Villa má sjá að neðan. Hált var á Mosfellsheiðinni en umferð svo lítil að enginn vandi var fyrir ljósmyndara að stöðva bílinn úti á miðjum vegi eitt augnablik á meðan myndin var tekin.Vísir/Vilhelm Það var ekki barist um að skoða útsýnisskífuna við Þingvelli í gær. Útsýnið var þó með besta móti enda heiðskírt þótt kalt væri í veðri. Vísir/Vilhelm Almannagjá var sem áður opin almenningi þótt afar fáir nýti sér það þessa dagana.Vísir/Vilhelm Laugarvatnshellir er vinsælt stopp á Lyngdalsheiðinni á leiðinni frá Þingvöllum yfir á Laugarvatn.Vísir/Vilhelm Lokað er í Fontana á Laugarvatni á meðan hertum aðgerðum almannavarna stendur. Vatnið var samt fallegt og bíður eftir því að einhver baði sig í því.Vísir/Vilhelm Jæja, það hlaut að koma að því að ljósmyndari Vísis, sem var farið að líða eins og Palla í frægri bók, hitti annað fólk. Þessi tvö nutu þess vonandi að hafa Gullfoss útaf fyrir sig.Vísir/Vilhelm Gullfossi gæti ekki verið meira sama um kórónuveirufaraldur. Hann klæðir sig alltaf upp sama hvert tilefnið er.Vísir/Vilhelm Þessir hestar voru fljótir að bregðast við þegar ljósmyndari stöðvaði bíl sinn á milli Gullfoss og Geysissvæðisins. Hver vill ekki smá nammi á þessum skrýtnu tímum?Vísir/Vilhelm Margur hefur tyllt sér á þennan bekk, tekið utan um samferðafélaga og fylgst með Strokki sýna listir sínar. Ekki í gær.Vísir/Vilhelm Það var afar umdeilt á sínum tíma þegar farið var að rukka fyrir aðgang að Kerinu. Enginn bíll var á bílastæðinu við Kerfið upp úr hádegi í gærVísir/Vilhelm Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þingvellir Ljósmyndun Mest lesið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Lífið samstarf Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Lífið samstarf Fleiri fréttir „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dag“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Sjá meira
Það var frekar einmannalegt á Gullna hringnum þegar Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var þar á ferð í gær. Þeir fáu sem urðu á vegi hans voru flestir Íslendingar í sóttkví í sumarhúsum ásamt einum og einum ferðamanni. Tíu mynda syrpu Villa má sjá að neðan. Hált var á Mosfellsheiðinni en umferð svo lítil að enginn vandi var fyrir ljósmyndara að stöðva bílinn úti á miðjum vegi eitt augnablik á meðan myndin var tekin.Vísir/Vilhelm Það var ekki barist um að skoða útsýnisskífuna við Þingvelli í gær. Útsýnið var þó með besta móti enda heiðskírt þótt kalt væri í veðri. Vísir/Vilhelm Almannagjá var sem áður opin almenningi þótt afar fáir nýti sér það þessa dagana.Vísir/Vilhelm Laugarvatnshellir er vinsælt stopp á Lyngdalsheiðinni á leiðinni frá Þingvöllum yfir á Laugarvatn.Vísir/Vilhelm Lokað er í Fontana á Laugarvatni á meðan hertum aðgerðum almannavarna stendur. Vatnið var samt fallegt og bíður eftir því að einhver baði sig í því.Vísir/Vilhelm Jæja, það hlaut að koma að því að ljósmyndari Vísis, sem var farið að líða eins og Palla í frægri bók, hitti annað fólk. Þessi tvö nutu þess vonandi að hafa Gullfoss útaf fyrir sig.Vísir/Vilhelm Gullfossi gæti ekki verið meira sama um kórónuveirufaraldur. Hann klæðir sig alltaf upp sama hvert tilefnið er.Vísir/Vilhelm Þessir hestar voru fljótir að bregðast við þegar ljósmyndari stöðvaði bíl sinn á milli Gullfoss og Geysissvæðisins. Hver vill ekki smá nammi á þessum skrýtnu tímum?Vísir/Vilhelm Margur hefur tyllt sér á þennan bekk, tekið utan um samferðafélaga og fylgst með Strokki sýna listir sínar. Ekki í gær.Vísir/Vilhelm Það var afar umdeilt á sínum tíma þegar farið var að rukka fyrir aðgang að Kerinu. Enginn bíll var á bílastæðinu við Kerfið upp úr hádegi í gærVísir/Vilhelm
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þingvellir Ljósmyndun Mest lesið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Lífið samstarf Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Lífið samstarf Fleiri fréttir „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dag“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“