Svindlarar komast á ÓL í Tókýó Sindri Sverrisson skrifar 19. apríl 2020 10:45 Ólympíuleikunum var frestað til sumarsins 2021. VÍSIR/EPA Það að Ólympíuleikunum í Tókýó hafi verið frestað um eitt ár vegna kórónuveirufaraldursins þýðir að svindlurum sem sitja af sér bann fyrir ólöglega lyfjanotkun gefst kostur á að keppa á leikunum. Tekin var ákvörðun um það í síðasta mánuði að fresta leikunum og eiga þeir að hefjast í júlí árið 2021. Refsingar Alþjóða lyfjaeftirlitsins, WADA, taka mið af því að fjögur ár eru vanalega á milli Ólympíuleika og ekki er hægt að lengja þau eftir á vegna frestunar leikanna í þetta eina sinn. „Stöðluð refsing hjá WADA fyrir ólöglega lyfjanotkun er fjögurra ára bann,“ segir Brett Clothier sem er yfir Athletics Integrity Unit, nefnd Alþjóða frjálsíþróttasambandsins sem berst gegn ólöglegri lyfjanotkun. „Þessar refsingar hafa verið hannaðar með ólympíuhringrásina í huga. Í þessu tilfelli er um frávik að ræða og sumt íþróttafólk mun hagnast á því. Þetta er óheppileg staða en þetta er mjög skýrt út frá lagalegum forsendum. Bönnin eru miðuð við tíma en ekki ákveðna atburði,“ sagði Clothier. Clothier bendir á að frestun Ólympíuleikanna þýði líka að þeir sem falla á lyfjaprófi eftir ágúst á þessu ári muni missa af tvennum Ólympíuleikum, í Tókýó og í París árið 2024. Hins vegar geri reglur sem nú gilda í flestum löndum, um að halda fjarlægð frá fólki, það að verkum að afar erfitt sé að sinna lyfjaeftirliti. „Þær reglur sem hafa verið settar í mörgum löndum hafa gríðarlega alvarleg áhrif á lyfjapróf í heiminum. Við framkvæmum próf fyrir yfir 100 lönd og reglurnar eru ólíkar í hverju landi fyrir sig, og þær breytast dag frá degi eða viku frá viku. Við erum enn að framkvæma próf en það hafa verið alvarlegar truflanir, ekki spurning,“ sagði Clothier. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sérfræðingur í heilbrigðisvísindum segir afar óraunhæft að hægt verði að halda Ólympíuleikana og Ólympíumót fatlaðra árið 2021 verði ekki komið bóluefni við kórónuveirunni. 17. apríl 2020 19:00 Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast 23. júlí 2021 Nýjar dagsetningar fyrir Ólympíuleikana í Tókýó hafa verið gefnar út. 30. mars 2020 12:15 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar Sjá meira
Það að Ólympíuleikunum í Tókýó hafi verið frestað um eitt ár vegna kórónuveirufaraldursins þýðir að svindlurum sem sitja af sér bann fyrir ólöglega lyfjanotkun gefst kostur á að keppa á leikunum. Tekin var ákvörðun um það í síðasta mánuði að fresta leikunum og eiga þeir að hefjast í júlí árið 2021. Refsingar Alþjóða lyfjaeftirlitsins, WADA, taka mið af því að fjögur ár eru vanalega á milli Ólympíuleika og ekki er hægt að lengja þau eftir á vegna frestunar leikanna í þetta eina sinn. „Stöðluð refsing hjá WADA fyrir ólöglega lyfjanotkun er fjögurra ára bann,“ segir Brett Clothier sem er yfir Athletics Integrity Unit, nefnd Alþjóða frjálsíþróttasambandsins sem berst gegn ólöglegri lyfjanotkun. „Þessar refsingar hafa verið hannaðar með ólympíuhringrásina í huga. Í þessu tilfelli er um frávik að ræða og sumt íþróttafólk mun hagnast á því. Þetta er óheppileg staða en þetta er mjög skýrt út frá lagalegum forsendum. Bönnin eru miðuð við tíma en ekki ákveðna atburði,“ sagði Clothier. Clothier bendir á að frestun Ólympíuleikanna þýði líka að þeir sem falla á lyfjaprófi eftir ágúst á þessu ári muni missa af tvennum Ólympíuleikum, í Tókýó og í París árið 2024. Hins vegar geri reglur sem nú gilda í flestum löndum, um að halda fjarlægð frá fólki, það að verkum að afar erfitt sé að sinna lyfjaeftirliti. „Þær reglur sem hafa verið settar í mörgum löndum hafa gríðarlega alvarleg áhrif á lyfjapróf í heiminum. Við framkvæmum próf fyrir yfir 100 lönd og reglurnar eru ólíkar í hverju landi fyrir sig, og þær breytast dag frá degi eða viku frá viku. Við erum enn að framkvæma próf en það hafa verið alvarlegar truflanir, ekki spurning,“ sagði Clothier.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sérfræðingur í heilbrigðisvísindum segir afar óraunhæft að hægt verði að halda Ólympíuleikana og Ólympíumót fatlaðra árið 2021 verði ekki komið bóluefni við kórónuveirunni. 17. apríl 2020 19:00 Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast 23. júlí 2021 Nýjar dagsetningar fyrir Ólympíuleikana í Tókýó hafa verið gefnar út. 30. mars 2020 12:15 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar Sjá meira
„Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sérfræðingur í heilbrigðisvísindum segir afar óraunhæft að hægt verði að halda Ólympíuleikana og Ólympíumót fatlaðra árið 2021 verði ekki komið bóluefni við kórónuveirunni. 17. apríl 2020 19:00
Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast 23. júlí 2021 Nýjar dagsetningar fyrir Ólympíuleikana í Tókýó hafa verið gefnar út. 30. mars 2020 12:15