Ástandið að verða alvarlegra á Spáni Kjartan Kjartansson skrifar 24. mars 2020 15:29 Lögreglumenn fylgjast með röð við inngang á bráðamóttöku sjúkrahúss í Barcelona. Smitum hefur fjölgað hratt í Katalóníu undanfarið. Vísir/EPA Kórónuveiran breiðist nú hraðar út á Spáni en hún gerði á Ítalíu. Fleiri en fimm hundruð manns létust af völdum veirunnar á einum degi og hafa nú hátt í 2.700 manns látið lífið á Spáni. Faraldurinn er einnig sagður breiða úr sér um landið. Spænsk heilbrigðisyfirvöld greindu frá því í dag að 514 manns hefðu látist á einum sólarhring, hátt í fjórðungsaukning frá deginum á undan, og að næstum 40.000 manns hafi nú alls verið greindir með veiruna. Alls hafa nú 2.696 látist samkvæmt opinberum tölum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Fjöldi látinna tvöfaldaðist á aðeins þremur dögum eftir að dauðsföll náðu þúsund talsins á föstudag. Hvorki í Kína né á Ítalíu fjölgaði dauðsföllum svo hratt, að sögn spænska dagblaðsins El País. Lýðheilsusérfræðingar eiga ekki von á að þessi þróun eigi eftir að breytast á næstunni. „Við erum í slæmri viku. Þetta er vika þar sem við verðum að vinna að því að þrýstingurinn á viðbragðskerfið verði ekki of mikill. Þetta er vinna sem við verðum að leggjast á eitt með að ná,“ sagði Fernando Simón, yfirmaður neyðarviðbragða heilbrigðisráðuneytisins í dag. Dauðsföllin víðar en gerðist á Ítalíu Veiran dreifir ennfremur hratt úr sér um Spán þessa dagana, meira en gerst hefur á Ítalíu þar sem um 80% dauðsfalla hafa orðið í þremur héruðum á norðanverðu landinu. Í upphafi faraldursins var ástandið verst í Madrid, Baskalandi og Aragón. Nú er hins vegar svo komið að dauðsföll þar eru 65% af öllum dauðsföllum af völdum veirunnar á Spáni. Þannig hefur smitum fjölgað hratt í Katalóníu, Castilla y León og Castilla-La Mancha. Margt eldra fólk er í síðastnefndu sjálfsstjórnarhéruðunum tveimur. Um 5.400 heilbrigðisstarfsmenn eru á meðal þeirra sem eru smitaðir og er það sagt byrjað að hafa áhrif á getu yfirvalda til að ráða við faraldurinn. Lögreglan hefur gagnrýnt fólk sem hún segir „ábyrgðarlaust“ fyrir að hafa hunsað tilmæli stjórnvalda. Þeirra á meðal er fólk sem hefur farið af sjúkrahúsum án þess að vera formlega útskrifað. Í Madrid er ástandið svo slæmt að útfararstjórar hafa tilkynnt yfirvöldum að þeir geti ekki tekið við líkum fórnarlamba veirunnar því þá skorti nauðsynlegan öryggisbúnað. Gripið hefur verið til þess ráðs að geyma lík á skautasvelli í verslunarmiðstöð í borginni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Tengdar fréttir Sjötugur fastur á Spáni og óttast um líf sitt og heilsu Óskar Hrafn Ólafsson fyrrverandi skipstjóri sér enga leið færa heim. 24. mars 2020 08:55 Skautahöllin í Madrid notuð sem líkgeymsla Samþykkt hefur verið að nota skautahöll í Madrid til að geyma lík fólks sem hefur látist af völdum kórónuveirunnar á meðan á faraldrinum stendur. Útfararstjórar í borginni tilkynntu yfirvöldum í gær að þeir gætu ekki tekið við líkum fólks sem lætur lífið úr COVID-19 þar sem starfsmenn þeirra skorti nauðsynlegan öryggisbúnað. 24. mars 2020 08:50 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fleiri fréttir Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Sjá meira
Kórónuveiran breiðist nú hraðar út á Spáni en hún gerði á Ítalíu. Fleiri en fimm hundruð manns létust af völdum veirunnar á einum degi og hafa nú hátt í 2.700 manns látið lífið á Spáni. Faraldurinn er einnig sagður breiða úr sér um landið. Spænsk heilbrigðisyfirvöld greindu frá því í dag að 514 manns hefðu látist á einum sólarhring, hátt í fjórðungsaukning frá deginum á undan, og að næstum 40.000 manns hafi nú alls verið greindir með veiruna. Alls hafa nú 2.696 látist samkvæmt opinberum tölum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Fjöldi látinna tvöfaldaðist á aðeins þremur dögum eftir að dauðsföll náðu þúsund talsins á föstudag. Hvorki í Kína né á Ítalíu fjölgaði dauðsföllum svo hratt, að sögn spænska dagblaðsins El País. Lýðheilsusérfræðingar eiga ekki von á að þessi þróun eigi eftir að breytast á næstunni. „Við erum í slæmri viku. Þetta er vika þar sem við verðum að vinna að því að þrýstingurinn á viðbragðskerfið verði ekki of mikill. Þetta er vinna sem við verðum að leggjast á eitt með að ná,“ sagði Fernando Simón, yfirmaður neyðarviðbragða heilbrigðisráðuneytisins í dag. Dauðsföllin víðar en gerðist á Ítalíu Veiran dreifir ennfremur hratt úr sér um Spán þessa dagana, meira en gerst hefur á Ítalíu þar sem um 80% dauðsfalla hafa orðið í þremur héruðum á norðanverðu landinu. Í upphafi faraldursins var ástandið verst í Madrid, Baskalandi og Aragón. Nú er hins vegar svo komið að dauðsföll þar eru 65% af öllum dauðsföllum af völdum veirunnar á Spáni. Þannig hefur smitum fjölgað hratt í Katalóníu, Castilla y León og Castilla-La Mancha. Margt eldra fólk er í síðastnefndu sjálfsstjórnarhéruðunum tveimur. Um 5.400 heilbrigðisstarfsmenn eru á meðal þeirra sem eru smitaðir og er það sagt byrjað að hafa áhrif á getu yfirvalda til að ráða við faraldurinn. Lögreglan hefur gagnrýnt fólk sem hún segir „ábyrgðarlaust“ fyrir að hafa hunsað tilmæli stjórnvalda. Þeirra á meðal er fólk sem hefur farið af sjúkrahúsum án þess að vera formlega útskrifað. Í Madrid er ástandið svo slæmt að útfararstjórar hafa tilkynnt yfirvöldum að þeir geti ekki tekið við líkum fórnarlamba veirunnar því þá skorti nauðsynlegan öryggisbúnað. Gripið hefur verið til þess ráðs að geyma lík á skautasvelli í verslunarmiðstöð í borginni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Tengdar fréttir Sjötugur fastur á Spáni og óttast um líf sitt og heilsu Óskar Hrafn Ólafsson fyrrverandi skipstjóri sér enga leið færa heim. 24. mars 2020 08:55 Skautahöllin í Madrid notuð sem líkgeymsla Samþykkt hefur verið að nota skautahöll í Madrid til að geyma lík fólks sem hefur látist af völdum kórónuveirunnar á meðan á faraldrinum stendur. Útfararstjórar í borginni tilkynntu yfirvöldum í gær að þeir gætu ekki tekið við líkum fólks sem lætur lífið úr COVID-19 þar sem starfsmenn þeirra skorti nauðsynlegan öryggisbúnað. 24. mars 2020 08:50 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fleiri fréttir Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Sjá meira
Sjötugur fastur á Spáni og óttast um líf sitt og heilsu Óskar Hrafn Ólafsson fyrrverandi skipstjóri sér enga leið færa heim. 24. mars 2020 08:55
Skautahöllin í Madrid notuð sem líkgeymsla Samþykkt hefur verið að nota skautahöll í Madrid til að geyma lík fólks sem hefur látist af völdum kórónuveirunnar á meðan á faraldrinum stendur. Útfararstjórar í borginni tilkynntu yfirvöldum í gær að þeir gætu ekki tekið við líkum fólks sem lætur lífið úr COVID-19 þar sem starfsmenn þeirra skorti nauðsynlegan öryggisbúnað. 24. mars 2020 08:50