Ástandið að verða alvarlegra á Spáni Kjartan Kjartansson skrifar 24. mars 2020 15:29 Lögreglumenn fylgjast með röð við inngang á bráðamóttöku sjúkrahúss í Barcelona. Smitum hefur fjölgað hratt í Katalóníu undanfarið. Vísir/EPA Kórónuveiran breiðist nú hraðar út á Spáni en hún gerði á Ítalíu. Fleiri en fimm hundruð manns létust af völdum veirunnar á einum degi og hafa nú hátt í 2.700 manns látið lífið á Spáni. Faraldurinn er einnig sagður breiða úr sér um landið. Spænsk heilbrigðisyfirvöld greindu frá því í dag að 514 manns hefðu látist á einum sólarhring, hátt í fjórðungsaukning frá deginum á undan, og að næstum 40.000 manns hafi nú alls verið greindir með veiruna. Alls hafa nú 2.696 látist samkvæmt opinberum tölum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Fjöldi látinna tvöfaldaðist á aðeins þremur dögum eftir að dauðsföll náðu þúsund talsins á föstudag. Hvorki í Kína né á Ítalíu fjölgaði dauðsföllum svo hratt, að sögn spænska dagblaðsins El País. Lýðheilsusérfræðingar eiga ekki von á að þessi þróun eigi eftir að breytast á næstunni. „Við erum í slæmri viku. Þetta er vika þar sem við verðum að vinna að því að þrýstingurinn á viðbragðskerfið verði ekki of mikill. Þetta er vinna sem við verðum að leggjast á eitt með að ná,“ sagði Fernando Simón, yfirmaður neyðarviðbragða heilbrigðisráðuneytisins í dag. Dauðsföllin víðar en gerðist á Ítalíu Veiran dreifir ennfremur hratt úr sér um Spán þessa dagana, meira en gerst hefur á Ítalíu þar sem um 80% dauðsfalla hafa orðið í þremur héruðum á norðanverðu landinu. Í upphafi faraldursins var ástandið verst í Madrid, Baskalandi og Aragón. Nú er hins vegar svo komið að dauðsföll þar eru 65% af öllum dauðsföllum af völdum veirunnar á Spáni. Þannig hefur smitum fjölgað hratt í Katalóníu, Castilla y León og Castilla-La Mancha. Margt eldra fólk er í síðastnefndu sjálfsstjórnarhéruðunum tveimur. Um 5.400 heilbrigðisstarfsmenn eru á meðal þeirra sem eru smitaðir og er það sagt byrjað að hafa áhrif á getu yfirvalda til að ráða við faraldurinn. Lögreglan hefur gagnrýnt fólk sem hún segir „ábyrgðarlaust“ fyrir að hafa hunsað tilmæli stjórnvalda. Þeirra á meðal er fólk sem hefur farið af sjúkrahúsum án þess að vera formlega útskrifað. Í Madrid er ástandið svo slæmt að útfararstjórar hafa tilkynnt yfirvöldum að þeir geti ekki tekið við líkum fórnarlamba veirunnar því þá skorti nauðsynlegan öryggisbúnað. Gripið hefur verið til þess ráðs að geyma lík á skautasvelli í verslunarmiðstöð í borginni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Tengdar fréttir Sjötugur fastur á Spáni og óttast um líf sitt og heilsu Óskar Hrafn Ólafsson fyrrverandi skipstjóri sér enga leið færa heim. 24. mars 2020 08:55 Skautahöllin í Madrid notuð sem líkgeymsla Samþykkt hefur verið að nota skautahöll í Madrid til að geyma lík fólks sem hefur látist af völdum kórónuveirunnar á meðan á faraldrinum stendur. Útfararstjórar í borginni tilkynntu yfirvöldum í gær að þeir gætu ekki tekið við líkum fólks sem lætur lífið úr COVID-19 þar sem starfsmenn þeirra skorti nauðsynlegan öryggisbúnað. 24. mars 2020 08:50 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Kórónuveiran breiðist nú hraðar út á Spáni en hún gerði á Ítalíu. Fleiri en fimm hundruð manns létust af völdum veirunnar á einum degi og hafa nú hátt í 2.700 manns látið lífið á Spáni. Faraldurinn er einnig sagður breiða úr sér um landið. Spænsk heilbrigðisyfirvöld greindu frá því í dag að 514 manns hefðu látist á einum sólarhring, hátt í fjórðungsaukning frá deginum á undan, og að næstum 40.000 manns hafi nú alls verið greindir með veiruna. Alls hafa nú 2.696 látist samkvæmt opinberum tölum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Fjöldi látinna tvöfaldaðist á aðeins þremur dögum eftir að dauðsföll náðu þúsund talsins á föstudag. Hvorki í Kína né á Ítalíu fjölgaði dauðsföllum svo hratt, að sögn spænska dagblaðsins El País. Lýðheilsusérfræðingar eiga ekki von á að þessi þróun eigi eftir að breytast á næstunni. „Við erum í slæmri viku. Þetta er vika þar sem við verðum að vinna að því að þrýstingurinn á viðbragðskerfið verði ekki of mikill. Þetta er vinna sem við verðum að leggjast á eitt með að ná,“ sagði Fernando Simón, yfirmaður neyðarviðbragða heilbrigðisráðuneytisins í dag. Dauðsföllin víðar en gerðist á Ítalíu Veiran dreifir ennfremur hratt úr sér um Spán þessa dagana, meira en gerst hefur á Ítalíu þar sem um 80% dauðsfalla hafa orðið í þremur héruðum á norðanverðu landinu. Í upphafi faraldursins var ástandið verst í Madrid, Baskalandi og Aragón. Nú er hins vegar svo komið að dauðsföll þar eru 65% af öllum dauðsföllum af völdum veirunnar á Spáni. Þannig hefur smitum fjölgað hratt í Katalóníu, Castilla y León og Castilla-La Mancha. Margt eldra fólk er í síðastnefndu sjálfsstjórnarhéruðunum tveimur. Um 5.400 heilbrigðisstarfsmenn eru á meðal þeirra sem eru smitaðir og er það sagt byrjað að hafa áhrif á getu yfirvalda til að ráða við faraldurinn. Lögreglan hefur gagnrýnt fólk sem hún segir „ábyrgðarlaust“ fyrir að hafa hunsað tilmæli stjórnvalda. Þeirra á meðal er fólk sem hefur farið af sjúkrahúsum án þess að vera formlega útskrifað. Í Madrid er ástandið svo slæmt að útfararstjórar hafa tilkynnt yfirvöldum að þeir geti ekki tekið við líkum fórnarlamba veirunnar því þá skorti nauðsynlegan öryggisbúnað. Gripið hefur verið til þess ráðs að geyma lík á skautasvelli í verslunarmiðstöð í borginni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Tengdar fréttir Sjötugur fastur á Spáni og óttast um líf sitt og heilsu Óskar Hrafn Ólafsson fyrrverandi skipstjóri sér enga leið færa heim. 24. mars 2020 08:55 Skautahöllin í Madrid notuð sem líkgeymsla Samþykkt hefur verið að nota skautahöll í Madrid til að geyma lík fólks sem hefur látist af völdum kórónuveirunnar á meðan á faraldrinum stendur. Útfararstjórar í borginni tilkynntu yfirvöldum í gær að þeir gætu ekki tekið við líkum fólks sem lætur lífið úr COVID-19 þar sem starfsmenn þeirra skorti nauðsynlegan öryggisbúnað. 24. mars 2020 08:50 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Sjötugur fastur á Spáni og óttast um líf sitt og heilsu Óskar Hrafn Ólafsson fyrrverandi skipstjóri sér enga leið færa heim. 24. mars 2020 08:55
Skautahöllin í Madrid notuð sem líkgeymsla Samþykkt hefur verið að nota skautahöll í Madrid til að geyma lík fólks sem hefur látist af völdum kórónuveirunnar á meðan á faraldrinum stendur. Útfararstjórar í borginni tilkynntu yfirvöldum í gær að þeir gætu ekki tekið við líkum fólks sem lætur lífið úr COVID-19 þar sem starfsmenn þeirra skorti nauðsynlegan öryggisbúnað. 24. mars 2020 08:50