Forsætisráðherra ekki smitaður af kórónuveirunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. mars 2020 11:42 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, er ekki með kórónuveiruna. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, er ekki smituð af kórónuveirunni og því komin aftur til vinnu í ráðuneytinu. Í færslu á Facebook-síðu sinni í gær greindi ráðherrann frá því að yngsti sonur hennar og eiginmaður hefðu farið í sóttkví vegna smits í Melaskóla. Í framhaldinu var Katrínu gert að fara í sýnatöku og halda sig heima við þar til niðurstaða fengist úr þeirri sýnatöku. Sýnið leiddi í ljós engin merki um að forsætisráðherra væri smitaður af veirunni en Katrín þarf sjálf ekki að fara í sóttkví þar sem hún hafði ekki verið útsett fyrir smiti. Katrín segir á Facebook-síðu sinni í dag að hún muni halda ótrauð áfram í því „að vinna að því að við hér á Íslandi og samfélagið allt komumst vel í gegnum þennan skafl. Það er mér mikils virði að finna fyrir þeirri samvinnu og þeim samhug í samfélaginu öllu sem er mikilvægt að finna fyrir á svona skrýtnum tímum. Á laugardaginn kynnti ríkisstjórnin stærstu efnahagslegu aðgerðir í sögu landsins. 230 milljarða aðgerðarpakki til að spyrna við þessum fordæmalausu aðstæðum. Þær eru mikilvægar. Mikilvægast er að við gerum þetta saman. Að auki vil ég ég þakka ykkur öllum fyrir hlýjar kveðjur, mér þykir vænt um þær. Sendi ykkur sömuleiðis mínar allra bestu kveðjur. K.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, er ekki smituð af kórónuveirunni og því komin aftur til vinnu í ráðuneytinu. Í færslu á Facebook-síðu sinni í gær greindi ráðherrann frá því að yngsti sonur hennar og eiginmaður hefðu farið í sóttkví vegna smits í Melaskóla. Í framhaldinu var Katrínu gert að fara í sýnatöku og halda sig heima við þar til niðurstaða fengist úr þeirri sýnatöku. Sýnið leiddi í ljós engin merki um að forsætisráðherra væri smitaður af veirunni en Katrín þarf sjálf ekki að fara í sóttkví þar sem hún hafði ekki verið útsett fyrir smiti. Katrín segir á Facebook-síðu sinni í dag að hún muni halda ótrauð áfram í því „að vinna að því að við hér á Íslandi og samfélagið allt komumst vel í gegnum þennan skafl. Það er mér mikils virði að finna fyrir þeirri samvinnu og þeim samhug í samfélaginu öllu sem er mikilvægt að finna fyrir á svona skrýtnum tímum. Á laugardaginn kynnti ríkisstjórnin stærstu efnahagslegu aðgerðir í sögu landsins. 230 milljarða aðgerðarpakki til að spyrna við þessum fordæmalausu aðstæðum. Þær eru mikilvægar. Mikilvægast er að við gerum þetta saman. Að auki vil ég ég þakka ykkur öllum fyrir hlýjar kveðjur, mér þykir vænt um þær. Sendi ykkur sömuleiðis mínar allra bestu kveðjur. K.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Sjá meira