Forsætisráðherra ekki smitaður af kórónuveirunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. mars 2020 11:42 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, er ekki með kórónuveiruna. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, er ekki smituð af kórónuveirunni og því komin aftur til vinnu í ráðuneytinu. Í færslu á Facebook-síðu sinni í gær greindi ráðherrann frá því að yngsti sonur hennar og eiginmaður hefðu farið í sóttkví vegna smits í Melaskóla. Í framhaldinu var Katrínu gert að fara í sýnatöku og halda sig heima við þar til niðurstaða fengist úr þeirri sýnatöku. Sýnið leiddi í ljós engin merki um að forsætisráðherra væri smitaður af veirunni en Katrín þarf sjálf ekki að fara í sóttkví þar sem hún hafði ekki verið útsett fyrir smiti. Katrín segir á Facebook-síðu sinni í dag að hún muni halda ótrauð áfram í því „að vinna að því að við hér á Íslandi og samfélagið allt komumst vel í gegnum þennan skafl. Það er mér mikils virði að finna fyrir þeirri samvinnu og þeim samhug í samfélaginu öllu sem er mikilvægt að finna fyrir á svona skrýtnum tímum. Á laugardaginn kynnti ríkisstjórnin stærstu efnahagslegu aðgerðir í sögu landsins. 230 milljarða aðgerðarpakki til að spyrna við þessum fordæmalausu aðstæðum. Þær eru mikilvægar. Mikilvægast er að við gerum þetta saman. Að auki vil ég ég þakka ykkur öllum fyrir hlýjar kveðjur, mér þykir vænt um þær. Sendi ykkur sömuleiðis mínar allra bestu kveðjur. K.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, er ekki smituð af kórónuveirunni og því komin aftur til vinnu í ráðuneytinu. Í færslu á Facebook-síðu sinni í gær greindi ráðherrann frá því að yngsti sonur hennar og eiginmaður hefðu farið í sóttkví vegna smits í Melaskóla. Í framhaldinu var Katrínu gert að fara í sýnatöku og halda sig heima við þar til niðurstaða fengist úr þeirri sýnatöku. Sýnið leiddi í ljós engin merki um að forsætisráðherra væri smitaður af veirunni en Katrín þarf sjálf ekki að fara í sóttkví þar sem hún hafði ekki verið útsett fyrir smiti. Katrín segir á Facebook-síðu sinni í dag að hún muni halda ótrauð áfram í því „að vinna að því að við hér á Íslandi og samfélagið allt komumst vel í gegnum þennan skafl. Það er mér mikils virði að finna fyrir þeirri samvinnu og þeim samhug í samfélaginu öllu sem er mikilvægt að finna fyrir á svona skrýtnum tímum. Á laugardaginn kynnti ríkisstjórnin stærstu efnahagslegu aðgerðir í sögu landsins. 230 milljarða aðgerðarpakki til að spyrna við þessum fordæmalausu aðstæðum. Þær eru mikilvægar. Mikilvægast er að við gerum þetta saman. Að auki vil ég ég þakka ykkur öllum fyrir hlýjar kveðjur, mér þykir vænt um þær. Sendi ykkur sömuleiðis mínar allra bestu kveðjur. K.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira