Upp brekkuna Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 23. mars 2020 14:12 Það er óhætt að segja að heimurinn hefur breyst á ógnarhraða, en það eru ekki nema þrjár vikur frá því að fyrsta Covid – 19 smitið kom upp hér á landi. Nú eru flugsamgöngur víða um heim nærri því að leggjast af og djúp efnahagskreppa blasir við heimsbyggðinni vegna þessa faraldur. Við stöndum frammi fyrir áskorun sem enginn sá fyrir en þá er mikilvægt að standa í lappirnar og gera það sem þarf. Fyrsta varnarlínan er mönnuð heilbrigðisstarfsfólki og fagfólki í almannavörnum. Það stendur vaktina, með þekkingu og vísindi að vopni gegn þessum vágesti. Þríeykið Alma, Þórólfur og Víðir eru orðin fastagestir á heimilum landsmanna og halda okkur vel upplýstum. Það er svo óendanlega mikilvægt að við förum eftir því sem þau segja því hvert og eitt okkar ber ábyrgð. Það er ekki að ósekju að þau margítreka að ef fyrirmælum er fylgt þá komumst við í gegnum þetta saman án óhóflegs álags á heilbrigðiskerfið. Önnur varnarlínan eru aðgerðir til að bregðast við því sjokki sem þetta ástand verður á efnahaginn. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kynnti umfangsmiklar aðgerðir í þeim efnum á laugardag. Þær eru tíu talsins og er umfang þeirra upp á 230 milljarða króna. Markmiðið er skýrt - að verja grunnstoðir samfélagsins, að vernda afkomu fólks og fyrirtækja ásamt því að tryggja viðspyrnu fyrir íslenskt efnahagslíf þegar þetta gengur yfir. Verjum grunnstoðirnar Á föstudaginn samþykkti Alþingi lög um að ríkið taki tímabundið við launakostnaði þeirra sem eru færðir í minna starfshlutfall. Þannig er komið til móts við fyrirtækin í landinu ásamt því að með þessu er færi á að koma í veg fyrir að tugþúsundir Íslendinga missi störf sín. Tryggt er að fólk á lægstu launum fái óskertar tekjur. Heilu atvinnugreinarnarstanda nú frammi fyrir því að tekjustraumurinn hefur horfið, fólk fer ekki út að borða í miðri farsótt. Flug til landsins eru hálftóm og ferðamenn orðnir fáséðir. Því mun ríkið veita fyrirtækjum í rekstrarvanda viðbótarlán auk þess að hraða lækkun bankaskatts til að bankar geti nýtt svigrúmið til að koma til móts við einstaklinga og fyrirtæki. Einnig verður gjalddögum á opinberum gjöldum frestað til þess að fyrirtæki geti frekar lifað af þessa ágjöf. Verndum afkomu fólks Búið er að tryggja laun fólks sem er í sóttkví og getur ekki sinnt starfi sínu þaðan. Þetta er afar mikilvægt svo einstaklingar geti fylgt tilmælum heilbrigðisyfirvalda án þess að hafa áhyggjur af því að það skerði laun þeirra. Þá verður sérstök eingreiðsla greidd út til foreldra 80 þúsund barna í landinu til þess að styðja þær sérstaklega Viðspyrna fyrir efnahagslífið Við vitum ekki hvenær þessi faraldur gengur yfir, en við vitum að hann mun gera það og að þetta er tímabundið ástand. Því er mikilvægt að huga strax að því hvað við ætlum að gera þegar rofar til. Því leggur ríkisstjórnin til að farið verði í 20 milljarða króna fjárfestingarátak strax á þessu ári um allt land.. Þá verður landsmönnum gefið gjafabréf fyrir innlenda ferðaþjónustu, gistináttagjald afnumið tímabundið og markaðsátak undirbúið. Þannig verður reynt að stuðla að því að sem flestir ferðamenn komi hingað til lands á nýjan leik þegar rofar til og jafnframt eru landsmenn hvattir til að ferðast innanlands. Því ekki megum við gleyma því að vera til. Verkefnið Allir vinna verður útvíkkað þannig að full endurgreiðsla verður vegna viðhalds á heimilum og hjá félagasamtökum. Greitt verður fyrir vöruflutningum með því að lækka gjöld og fresta gjalddögum. Saman getum við þetta Aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru til þess að þessi vágestur verði ekki til þess að hér verði langvinn niðursveifla í hagkerfinu og tugþúsundir Íslendinga verði atvinnulausir. Það er mikilvægt. Í þessu öllu saman er einnig mikilvægt að staldra við, anda, hlæja og halda áfram að vera til. En mikilvægast að öllu er að fara eftir ráðleggingum heilbrigðisstarfsfólksins – því með vísindum vinnum við. Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinstri græn Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Það er óhætt að segja að heimurinn hefur breyst á ógnarhraða, en það eru ekki nema þrjár vikur frá því að fyrsta Covid – 19 smitið kom upp hér á landi. Nú eru flugsamgöngur víða um heim nærri því að leggjast af og djúp efnahagskreppa blasir við heimsbyggðinni vegna þessa faraldur. Við stöndum frammi fyrir áskorun sem enginn sá fyrir en þá er mikilvægt að standa í lappirnar og gera það sem þarf. Fyrsta varnarlínan er mönnuð heilbrigðisstarfsfólki og fagfólki í almannavörnum. Það stendur vaktina, með þekkingu og vísindi að vopni gegn þessum vágesti. Þríeykið Alma, Þórólfur og Víðir eru orðin fastagestir á heimilum landsmanna og halda okkur vel upplýstum. Það er svo óendanlega mikilvægt að við förum eftir því sem þau segja því hvert og eitt okkar ber ábyrgð. Það er ekki að ósekju að þau margítreka að ef fyrirmælum er fylgt þá komumst við í gegnum þetta saman án óhóflegs álags á heilbrigðiskerfið. Önnur varnarlínan eru aðgerðir til að bregðast við því sjokki sem þetta ástand verður á efnahaginn. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kynnti umfangsmiklar aðgerðir í þeim efnum á laugardag. Þær eru tíu talsins og er umfang þeirra upp á 230 milljarða króna. Markmiðið er skýrt - að verja grunnstoðir samfélagsins, að vernda afkomu fólks og fyrirtækja ásamt því að tryggja viðspyrnu fyrir íslenskt efnahagslíf þegar þetta gengur yfir. Verjum grunnstoðirnar Á föstudaginn samþykkti Alþingi lög um að ríkið taki tímabundið við launakostnaði þeirra sem eru færðir í minna starfshlutfall. Þannig er komið til móts við fyrirtækin í landinu ásamt því að með þessu er færi á að koma í veg fyrir að tugþúsundir Íslendinga missi störf sín. Tryggt er að fólk á lægstu launum fái óskertar tekjur. Heilu atvinnugreinarnarstanda nú frammi fyrir því að tekjustraumurinn hefur horfið, fólk fer ekki út að borða í miðri farsótt. Flug til landsins eru hálftóm og ferðamenn orðnir fáséðir. Því mun ríkið veita fyrirtækjum í rekstrarvanda viðbótarlán auk þess að hraða lækkun bankaskatts til að bankar geti nýtt svigrúmið til að koma til móts við einstaklinga og fyrirtæki. Einnig verður gjalddögum á opinberum gjöldum frestað til þess að fyrirtæki geti frekar lifað af þessa ágjöf. Verndum afkomu fólks Búið er að tryggja laun fólks sem er í sóttkví og getur ekki sinnt starfi sínu þaðan. Þetta er afar mikilvægt svo einstaklingar geti fylgt tilmælum heilbrigðisyfirvalda án þess að hafa áhyggjur af því að það skerði laun þeirra. Þá verður sérstök eingreiðsla greidd út til foreldra 80 þúsund barna í landinu til þess að styðja þær sérstaklega Viðspyrna fyrir efnahagslífið Við vitum ekki hvenær þessi faraldur gengur yfir, en við vitum að hann mun gera það og að þetta er tímabundið ástand. Því er mikilvægt að huga strax að því hvað við ætlum að gera þegar rofar til. Því leggur ríkisstjórnin til að farið verði í 20 milljarða króna fjárfestingarátak strax á þessu ári um allt land.. Þá verður landsmönnum gefið gjafabréf fyrir innlenda ferðaþjónustu, gistináttagjald afnumið tímabundið og markaðsátak undirbúið. Þannig verður reynt að stuðla að því að sem flestir ferðamenn komi hingað til lands á nýjan leik þegar rofar til og jafnframt eru landsmenn hvattir til að ferðast innanlands. Því ekki megum við gleyma því að vera til. Verkefnið Allir vinna verður útvíkkað þannig að full endurgreiðsla verður vegna viðhalds á heimilum og hjá félagasamtökum. Greitt verður fyrir vöruflutningum með því að lækka gjöld og fresta gjalddögum. Saman getum við þetta Aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru til þess að þessi vágestur verði ekki til þess að hér verði langvinn niðursveifla í hagkerfinu og tugþúsundir Íslendinga verði atvinnulausir. Það er mikilvægt. Í þessu öllu saman er einnig mikilvægt að staldra við, anda, hlæja og halda áfram að vera til. En mikilvægast að öllu er að fara eftir ráðleggingum heilbrigðisstarfsfólksins – því með vísindum vinnum við. Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun