„Ef forsetinn bregst ekki við mun fólk deyja sem annars hefði lifað“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. mars 2020 23:17 Bill de Blasio, borgarstjóri New York-borgar, er ekki bjartsýnn á næstu mánuði. Vísir/Getty Ástandið sem nú er uppi í New York-ríki í Bandaríkjunum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19 á eftir að versna til muna, ef marka má spár Bill de Blasio, borgarstjóra New York-borgar. Hann segir að alvarlegur skortur á mikilvægum heilsuvörum sé á næsta leyti. „Við erum um það bil tíu dögum frá víðtækum skorti,“ hefur BBC eftir borgarstjóranum. „Ef við fáum ekki fleiri öndunarvélar mun fólk deyja.“ New York er það ríki Bandaríkjanna þar sem flest smit hafa verið staðfest, eða tæpur helmingur allra tilfella landsins. Rúmlega 31 þúsund hafa greinst á landsvísu og 390 látist, þar af 114 í New York. Þannig hafa um fimm prósent kórónuveirutilfella heimsins greinst í ríkinu. „Allir Bandaríkjamenn eiga skilið að heyra sannleikann. Ástandið á aðeins eftir að versna. Raunar verða apríl og maí mun verri,“ sagði Blasio í dag. Gagnrýnir Trump harðlega Á föstudag undirritaði Donald Trump Bandaríkjaforseti yfirlýsingu um að hörmungarástand ríkti í New York. Þannig gat ríkið sótt milljarði dala í neyðaraðstoð úr alríkissjóðum, í stað þess að þurfa að treysta eingöngu á eigið fjármagn. En, Blasio borgarstjóri er þrátt fyrir þennan stuðning gagnrýninn á viðbrögð ríkisstjórnar Trump við heimsfaraldrinum sem nú geisar. Sjá einnig: Trump líkir kórónuveirufaraldrinum við stríðsástand „Ég get ekki verið nógu afdráttarlaus. Ef forsetinn bregst ekki við, mun fólk deyja sem annars hefði lifað. Þetta verður mesti samdráttur á landsvísu síðan Kreppan mikla varð,“ sagði Blasio. Donald Trump Bandaríkjaforseti.Getty/pool Læknar víðs vegar um New York-ríki hafa greint frá skorti á heilbrigðisvörum og hlífðarfatnaði til handa framlínufólki í heilbrigðisgeiranum. Fréttir af yfirvofandi skorti á ýmsum nauðsynjavörum af heilbrigðistoga hafa einnig borist frá öðrum ríkjum Bandaríkjanna. Þannig hafa stjórnvöld í Kaliforníu sett takmörk á það hverjir geti látið prófa sig fyrir kórónuveirunni. Eins segjast heilbrigðisyfirvöld í Washington-ríki óttast öndunarvélaskort strax í næsta mánuði. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Ástandið sem nú er uppi í New York-ríki í Bandaríkjunum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19 á eftir að versna til muna, ef marka má spár Bill de Blasio, borgarstjóra New York-borgar. Hann segir að alvarlegur skortur á mikilvægum heilsuvörum sé á næsta leyti. „Við erum um það bil tíu dögum frá víðtækum skorti,“ hefur BBC eftir borgarstjóranum. „Ef við fáum ekki fleiri öndunarvélar mun fólk deyja.“ New York er það ríki Bandaríkjanna þar sem flest smit hafa verið staðfest, eða tæpur helmingur allra tilfella landsins. Rúmlega 31 þúsund hafa greinst á landsvísu og 390 látist, þar af 114 í New York. Þannig hafa um fimm prósent kórónuveirutilfella heimsins greinst í ríkinu. „Allir Bandaríkjamenn eiga skilið að heyra sannleikann. Ástandið á aðeins eftir að versna. Raunar verða apríl og maí mun verri,“ sagði Blasio í dag. Gagnrýnir Trump harðlega Á föstudag undirritaði Donald Trump Bandaríkjaforseti yfirlýsingu um að hörmungarástand ríkti í New York. Þannig gat ríkið sótt milljarði dala í neyðaraðstoð úr alríkissjóðum, í stað þess að þurfa að treysta eingöngu á eigið fjármagn. En, Blasio borgarstjóri er þrátt fyrir þennan stuðning gagnrýninn á viðbrögð ríkisstjórnar Trump við heimsfaraldrinum sem nú geisar. Sjá einnig: Trump líkir kórónuveirufaraldrinum við stríðsástand „Ég get ekki verið nógu afdráttarlaus. Ef forsetinn bregst ekki við, mun fólk deyja sem annars hefði lifað. Þetta verður mesti samdráttur á landsvísu síðan Kreppan mikla varð,“ sagði Blasio. Donald Trump Bandaríkjaforseti.Getty/pool Læknar víðs vegar um New York-ríki hafa greint frá skorti á heilbrigðisvörum og hlífðarfatnaði til handa framlínufólki í heilbrigðisgeiranum. Fréttir af yfirvofandi skorti á ýmsum nauðsynjavörum af heilbrigðistoga hafa einnig borist frá öðrum ríkjum Bandaríkjanna. Þannig hafa stjórnvöld í Kaliforníu sett takmörk á það hverjir geti látið prófa sig fyrir kórónuveirunni. Eins segjast heilbrigðisyfirvöld í Washington-ríki óttast öndunarvélaskort strax í næsta mánuði.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila