568 staðfest smit: Aldrei verið eins mikil aukning á einum sólarhring Eiður Þór Árnason skrifar 22. mars 2020 11:00 Mikið álag hefur verið á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans síðustu vikur. Vísir/vilhelm Staðfest kórónuveirusmit hér á landi eru nú orðin 568, samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is. Staðfest smit voru í gær 473 talsins og hefur þeim því fjölgað um 95 frá því í gær. Aldrei hefur verið eins mikil aukning í greindum smitum á einum sólarhring. 6.340 einstaklingar eru nú í sóttkví hér á landi samkvæmt upplýsingum á síðunni og eru tólf nú á sjúkrahúsi vegna veirunnar. Þá er 22 batnað og hafa 1.066 lokið sóttkví. Alls hafa 10.118 sýni nú verið tekin. Einungis 350 sýni voru greind í gær og hafa ekki færri sýni verið rannsökuð eftir að Íslensk erfðagreining hóf skimun sína fyrir veirunni. Þar af voru einungis þrjátíu sýni greind hjá fyrirtækinu í gær. Tekin var ákvörðun um að hægja á skimuninni tímabundið vegna skorts á veirupinnum sem nauðsynlegir eru til að taka sýnin. Mjög hátt hlutfall þeirra sýna sem voru í gær rannsökuð á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans reyndust jákvæð eða hátt í þrjátíu prósent. Hefðbundinn upplýsingafundur almannavarna hefst klukkan 14 í Skógarhlíð og verður fundinum streymt hér á Vísi. Fram kom í gær að hertar aðgerðir almannavarna vegna faraldursins verði kynntar nú um helgina. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum á upplýsingafundi í gær. Þá má gera ráð fyrir að þær taki gildi strax í vikunni sem framundan er. Ríkisstjórnin fundar um þær aðgerðir nú síðdegis. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ríkisstjórnin fundar um hertar veiruaðgerðir síðdegis Hertar aðgerðir stjórnvalda til að draga úr útbreiðslu kórónuveirunnar verða væntanlega kynntar í dag og taka gildi á miðnætti á morgun. 22. mars 2020 11:05 Tryggja að matvöruverslanir og apótek haldist opin í hertu samkomubanni Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir vilja vekja athygli á því og undirstrika að tryggt verður að matvöruverslanir og apótek haldist opin í hertu samkomubanni. 22. mars 2020 08:19 Hertar aðgerðir vegna veirunnar kynntar í kvöld eða á morgun Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum á upplýsingafundi vegna veirunnar í dag. 21. mars 2020 14:44 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Staðfest kórónuveirusmit hér á landi eru nú orðin 568, samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is. Staðfest smit voru í gær 473 talsins og hefur þeim því fjölgað um 95 frá því í gær. Aldrei hefur verið eins mikil aukning í greindum smitum á einum sólarhring. 6.340 einstaklingar eru nú í sóttkví hér á landi samkvæmt upplýsingum á síðunni og eru tólf nú á sjúkrahúsi vegna veirunnar. Þá er 22 batnað og hafa 1.066 lokið sóttkví. Alls hafa 10.118 sýni nú verið tekin. Einungis 350 sýni voru greind í gær og hafa ekki færri sýni verið rannsökuð eftir að Íslensk erfðagreining hóf skimun sína fyrir veirunni. Þar af voru einungis þrjátíu sýni greind hjá fyrirtækinu í gær. Tekin var ákvörðun um að hægja á skimuninni tímabundið vegna skorts á veirupinnum sem nauðsynlegir eru til að taka sýnin. Mjög hátt hlutfall þeirra sýna sem voru í gær rannsökuð á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans reyndust jákvæð eða hátt í þrjátíu prósent. Hefðbundinn upplýsingafundur almannavarna hefst klukkan 14 í Skógarhlíð og verður fundinum streymt hér á Vísi. Fram kom í gær að hertar aðgerðir almannavarna vegna faraldursins verði kynntar nú um helgina. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum á upplýsingafundi í gær. Þá má gera ráð fyrir að þær taki gildi strax í vikunni sem framundan er. Ríkisstjórnin fundar um þær aðgerðir nú síðdegis. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ríkisstjórnin fundar um hertar veiruaðgerðir síðdegis Hertar aðgerðir stjórnvalda til að draga úr útbreiðslu kórónuveirunnar verða væntanlega kynntar í dag og taka gildi á miðnætti á morgun. 22. mars 2020 11:05 Tryggja að matvöruverslanir og apótek haldist opin í hertu samkomubanni Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir vilja vekja athygli á því og undirstrika að tryggt verður að matvöruverslanir og apótek haldist opin í hertu samkomubanni. 22. mars 2020 08:19 Hertar aðgerðir vegna veirunnar kynntar í kvöld eða á morgun Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum á upplýsingafundi vegna veirunnar í dag. 21. mars 2020 14:44 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Ríkisstjórnin fundar um hertar veiruaðgerðir síðdegis Hertar aðgerðir stjórnvalda til að draga úr útbreiðslu kórónuveirunnar verða væntanlega kynntar í dag og taka gildi á miðnætti á morgun. 22. mars 2020 11:05
Tryggja að matvöruverslanir og apótek haldist opin í hertu samkomubanni Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir vilja vekja athygli á því og undirstrika að tryggt verður að matvöruverslanir og apótek haldist opin í hertu samkomubanni. 22. mars 2020 08:19
Hertar aðgerðir vegna veirunnar kynntar í kvöld eða á morgun Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum á upplýsingafundi vegna veirunnar í dag. 21. mars 2020 14:44