Var mögulega á leiðinni í sinn fyrsta alvöru A-landsleik en er þess í stað í útgöngubanni í Póllandi Anton Ingi Leifsson skrifar 23. mars 2020 10:00 Böðvar Böðvarsson í leik í Póllandi þar sem hann hefur leikið síðustu tvö árin eftir að hafa komið til Jagiellonia frá FH. vísir/getty Síðustu vikur hafa verið athyglisverðar svo ekki sé meira sagt fyrir vinstri bakvörðinn Böðvar Böðvarsson. Böðvar er á mála hjá Jagiellonia Białystok í pólsku úrvalsdeildinni. Pólska deildin er nú eins og flest allar deildir heims komnar í hlé vegna kórónuveirunnar og í Póllandi ríkir samkomubann. Ekki má vera úti að óþörfu og Böðvar segir að þetta taki á. „Maður er í rauninni bara heima hjá sér. Við fáum leyfi til að fara í búðina og út að hlaupa en þar sem ég hef verið meiddur síðustu vikur þá hef ég lítið verið að hlaupa heldur mest megnis að hjóla,“ sagði Böðvar er Vísir sló á þráðinn til Póllands um helgina. „Ég hef verið á einhverju „spinning“ hjóli sem félagið lét mig hafa og taka einhverjar æfingar sem styrktarþjálfarinn sendi mér. Þannig það er ljóst að við komum til baka í ágætu standi.“ Böðvar geysist upp kantinn í leik með Jagiellonia gegn Lechia Gdansk.vísir/getty FH-ingurinn veit enn ekki hvað verður um deildina en hann segir að frestun EM geri það að verkum að deildin geti mögulega klárast, þó hún muni eitthvað lifa inn í sumarið. „Ég veit ekki nákvæmlega hvað muni gerast. Stefnan er að byrja deildina í lok apríl. Það er þó ekki staðfest og við fáum skiljanlega ekki að fara úr landi þar sem óvissan er mikil og Pólverjarnir búnir að loka landamærunum.“ Hann segir að leikmenn félagsins hafi ekki verið beðnir um að taka á sig launalækkun eins og umræðan hefur verið í mörgum löndum en segir að það muni koma betur í ljós á næstu dögum hvað verður. Hann vonast þó til þess að deildin verði kláruð. „Ég hef einnig litla sem enga þolinmæði í að fara í tveggja vikna sóttkví á Íslandi og síðan aftur í Póllandi en þar sem EM var frstað ætti að gefast rými til þess að klára þessa deild. Sem betur fer er það þó ekki ég sem tek þessar ákvarðanir,“ sagði Böðvar léttur. #JAGARK Jagiellonia - Arka Gdynia 2:0 Klimala 66, Bodvarsson 83 https://t.co/dNKYcMtDn5 Siódme zwyci stwo nad Ark w siódmym meczu u siebie pic.twitter.com/QsJUVgG8ti— Jonatan (@JagaBKS) November 25, 2019 Eftir að hafa brotið sér leið inn í byrjunarliðið og annar vinstri bakvörðurinn seldur til Konyaspor í Tyrklandi hefur hann verið að berjast við erfið meiðsli sem hefur haldið honum frá vellinum síðustu vikur. „Ég er búinn að vera berjast við meiðsli allt undirbúningstímabilið. Við vorum búnir að æfa í fjóra eða fimm daga þegar hægra hnéð á mér fer að angra mig. Eftir þau meiðsli byrjaði ég of fljótt og vinstri hásinin á mér fór alveg með mig.“ „Ég tók þessi meiðsli með mér inn í mótið og ég var bara kominn á þann stað að ég gat ekki haldið áfram og hef ekki verið með í síðustu þremur leikjum sem voru spilaðir. Nú hefur maður þó tíma til þess að jafna sig.“ Hann kann þó vel við sig í Póllandi og segir að þetta sé flott deild þar sem ekki er mikill munur á milli liðanna í deildinni en Jagiellonia er í 7. sæti deildarinnar með 37 stig. Þeir eru þó einungis sex stigum frá öðru sætinu. Liðið endaði í 5. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð. Böðvar og félagar fagna sigri í forkeppni Evrópudeildarinnar á síðustu leiktíð.vísir/getty „Ég kann mjög vel við mig hérna. Þetta er mjög líkamlega sterk deild og skrýtin deild að því leyti að það eru allir að vinna alla og lítið bil á milli efstu tíu til tólf liðanna. Það er meiri hraði hér en á Íslandi en íslensku liðin hafa sýnt það að þau geta staðið í öllum liðum eins og Stjarnan tók Lech Poznan um árið.“ Samningur hans við félagið rennur út sumarið 2021 og segir hann að enginn sé byrjaður að ræða neitt um framlengingu eða ekki, enda mikil óvissa á þessum tímapunkti. „Það hefur ekkert verið rætt um það og ég efa stórlega að það verður gert á þessum óvissutímum þannig það er eitthvað sem verður að koma í ljós í framtíðinni.“ Á dögunum tilkynnti Jagiellonia á vef sínum að Böðvar hafi verið valinn í A-landsliðshóp karla fyrir leikinn gegn Rúmeníu í umspili um laust sæti á EM. Þetta hefði verið fyrsti alvöru A-landsleikur Böðvars en hann hefur tekið þátt í janúarverkefnum landsliðsins. Leiknum gegn Rúmeníu var frestað en Böðvar segir að það hafi verið smá misskilningur hjá félaginu varðandi valið. Bodvar Bodvarsson zosta powo any do szerokiej kadry reprezentacji Islandii na zgrupowanie przed meczami eliminacji Mistrzostw Europy 2020 w ramach fazy play-off (23-31 marca).Boddi, gratulujemy i yczymy powodzenia! https://t.co/AmyEnAbQvs pic.twitter.com/0KVG416zcI— Jagiellonia (@Jagiellonia1920) March 10, 2020 „Jagiellonia misskildi þetta aðeins. Þetta var bara forhópur fyrir leikina og ég hef stundum verið í þessum forhóp. Ég vissi það að ég var ekki 100% valinn fyrr en ég fengið símtalið frá þjálfurunum, sérstaklega í ljósi þeirra meiðsla sem ég hef verið að berjast við. Það er þó vissulega heiður að vera einn af þeim leikmönnum sem komu til greina í þessa gífurlega mikilvægu leiki,“ sagði Böðvar áður en hann hélt áfram að hjóla. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Fleiri fréttir „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Leik lokið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Í beinni: Grótta - Haukar | Tvö lið í basli FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Síðustu vikur hafa verið athyglisverðar svo ekki sé meira sagt fyrir vinstri bakvörðinn Böðvar Böðvarsson. Böðvar er á mála hjá Jagiellonia Białystok í pólsku úrvalsdeildinni. Pólska deildin er nú eins og flest allar deildir heims komnar í hlé vegna kórónuveirunnar og í Póllandi ríkir samkomubann. Ekki má vera úti að óþörfu og Böðvar segir að þetta taki á. „Maður er í rauninni bara heima hjá sér. Við fáum leyfi til að fara í búðina og út að hlaupa en þar sem ég hef verið meiddur síðustu vikur þá hef ég lítið verið að hlaupa heldur mest megnis að hjóla,“ sagði Böðvar er Vísir sló á þráðinn til Póllands um helgina. „Ég hef verið á einhverju „spinning“ hjóli sem félagið lét mig hafa og taka einhverjar æfingar sem styrktarþjálfarinn sendi mér. Þannig það er ljóst að við komum til baka í ágætu standi.“ Böðvar geysist upp kantinn í leik með Jagiellonia gegn Lechia Gdansk.vísir/getty FH-ingurinn veit enn ekki hvað verður um deildina en hann segir að frestun EM geri það að verkum að deildin geti mögulega klárast, þó hún muni eitthvað lifa inn í sumarið. „Ég veit ekki nákvæmlega hvað muni gerast. Stefnan er að byrja deildina í lok apríl. Það er þó ekki staðfest og við fáum skiljanlega ekki að fara úr landi þar sem óvissan er mikil og Pólverjarnir búnir að loka landamærunum.“ Hann segir að leikmenn félagsins hafi ekki verið beðnir um að taka á sig launalækkun eins og umræðan hefur verið í mörgum löndum en segir að það muni koma betur í ljós á næstu dögum hvað verður. Hann vonast þó til þess að deildin verði kláruð. „Ég hef einnig litla sem enga þolinmæði í að fara í tveggja vikna sóttkví á Íslandi og síðan aftur í Póllandi en þar sem EM var frstað ætti að gefast rými til þess að klára þessa deild. Sem betur fer er það þó ekki ég sem tek þessar ákvarðanir,“ sagði Böðvar léttur. #JAGARK Jagiellonia - Arka Gdynia 2:0 Klimala 66, Bodvarsson 83 https://t.co/dNKYcMtDn5 Siódme zwyci stwo nad Ark w siódmym meczu u siebie pic.twitter.com/QsJUVgG8ti— Jonatan (@JagaBKS) November 25, 2019 Eftir að hafa brotið sér leið inn í byrjunarliðið og annar vinstri bakvörðurinn seldur til Konyaspor í Tyrklandi hefur hann verið að berjast við erfið meiðsli sem hefur haldið honum frá vellinum síðustu vikur. „Ég er búinn að vera berjast við meiðsli allt undirbúningstímabilið. Við vorum búnir að æfa í fjóra eða fimm daga þegar hægra hnéð á mér fer að angra mig. Eftir þau meiðsli byrjaði ég of fljótt og vinstri hásinin á mér fór alveg með mig.“ „Ég tók þessi meiðsli með mér inn í mótið og ég var bara kominn á þann stað að ég gat ekki haldið áfram og hef ekki verið með í síðustu þremur leikjum sem voru spilaðir. Nú hefur maður þó tíma til þess að jafna sig.“ Hann kann þó vel við sig í Póllandi og segir að þetta sé flott deild þar sem ekki er mikill munur á milli liðanna í deildinni en Jagiellonia er í 7. sæti deildarinnar með 37 stig. Þeir eru þó einungis sex stigum frá öðru sætinu. Liðið endaði í 5. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð. Böðvar og félagar fagna sigri í forkeppni Evrópudeildarinnar á síðustu leiktíð.vísir/getty „Ég kann mjög vel við mig hérna. Þetta er mjög líkamlega sterk deild og skrýtin deild að því leyti að það eru allir að vinna alla og lítið bil á milli efstu tíu til tólf liðanna. Það er meiri hraði hér en á Íslandi en íslensku liðin hafa sýnt það að þau geta staðið í öllum liðum eins og Stjarnan tók Lech Poznan um árið.“ Samningur hans við félagið rennur út sumarið 2021 og segir hann að enginn sé byrjaður að ræða neitt um framlengingu eða ekki, enda mikil óvissa á þessum tímapunkti. „Það hefur ekkert verið rætt um það og ég efa stórlega að það verður gert á þessum óvissutímum þannig það er eitthvað sem verður að koma í ljós í framtíðinni.“ Á dögunum tilkynnti Jagiellonia á vef sínum að Böðvar hafi verið valinn í A-landsliðshóp karla fyrir leikinn gegn Rúmeníu í umspili um laust sæti á EM. Þetta hefði verið fyrsti alvöru A-landsleikur Böðvars en hann hefur tekið þátt í janúarverkefnum landsliðsins. Leiknum gegn Rúmeníu var frestað en Böðvar segir að það hafi verið smá misskilningur hjá félaginu varðandi valið. Bodvar Bodvarsson zosta powo any do szerokiej kadry reprezentacji Islandii na zgrupowanie przed meczami eliminacji Mistrzostw Europy 2020 w ramach fazy play-off (23-31 marca).Boddi, gratulujemy i yczymy powodzenia! https://t.co/AmyEnAbQvs pic.twitter.com/0KVG416zcI— Jagiellonia (@Jagiellonia1920) March 10, 2020 „Jagiellonia misskildi þetta aðeins. Þetta var bara forhópur fyrir leikina og ég hef stundum verið í þessum forhóp. Ég vissi það að ég var ekki 100% valinn fyrr en ég fengið símtalið frá þjálfurunum, sérstaklega í ljósi þeirra meiðsla sem ég hef verið að berjast við. Það er þó vissulega heiður að vera einn af þeim leikmönnum sem komu til greina í þessa gífurlega mikilvægu leiki,“ sagði Böðvar áður en hann hélt áfram að hjóla.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Fleiri fréttir „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Leik lokið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Í beinni: Grótta - Haukar | Tvö lið í basli FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira