ADHD og nám á tímum kórónuveirunnar Hrannar Björn Arnarsson skrifar 20. mars 2020 10:30 ADHD samtökin beina til stjórnenda í grunn- og ekki síður framhaldsskólum að nemendur með ADHD og skyldar raskanir eru sérstaklega viðkvæmir þegar venjulegt skólastarf raskast. Vitað er að fólk með ADHD á mun erfiðara en aðrir með að skipuleggja sig og það gildir ekki síst um nemendur á öllum skólastigum. Nemendur með ADHD eiga jafnframt erfiðara með að vinna með langa texta og eru þar afar háðir aðstoð kennara. Einnig er þekkt að fólk með ADHD hefur ekki sama tímaskyn og aðrir. Þessi atriði og fleiri einkenni ADHD geta verið sérstaklega íþyngjandi þegar kemur að verkefnavinnu og þá ekki síður skilum á verkefnum. Mikilvægt er því að sérhver nemandi fái persónulegan stuðning og hvatningu og að tillit sé tekið til þarfa hvers og eins við úthlutun verkefna og verkefnaskil. Nemendur með ADHD þurfa á að halda að samskipti séu tíð og þeir njóti eftirfylgni og stuðnings kennara. Því er nauðsynlegt að kröfur sem gerðar eru til nemenda með ADHD séu mótaðar í góðu samstarfi við nemandann sjálfan og forráðamenn. Auk þess sem hér er nefnt eru nemendur með ADHD í aukinni áhættu á að flosna upp úr námi við aðstæður á borð við þær sem nú ríkja. Jafnvel þó ætlunin sé að halda áfram námi, má reikna með að mörgum innan okkar hóps reynist erfitt að taka aftur upp þráðinn þegar eðlilegt skólastarf kemst aftur á. Það er líklegt að hegðun margra barna og unglinga versni nú, þau verði pirruð og sýni meiri mótþróa. Þetta eru dæmigerð kvíðaviðbrögð. Allt samfélagið er kvíðið og bjargráð okkar til að takast á við kvíða eru mjög mismunandi. Mótþrói og pirringur eru þekkt kvíðaviðbrögð og algeng hjá ADHD börnum. Sýnum skilning og aukum stuðning og uppörvun og höldum aftur af eigin pirringi. ADHD samtökin vita að víða er verið að vinna á þennan hátt með nemendum og þakka þeim kennurum og skjólastjórnendum sem þannig starfa. Samtökin lýsa sig reiðubúin til ráðgjafar og samstarfs, bæði við skólastjórnendur, nemendur og forráðamenn og benda á ítarlegar upplýsingar á vef samtakanna www.adhd.is Á meðan samkomubann stjórnvalda stendur, munu ADHD samtökin standa fyrir opnum fræðslufundum á Facebook síðu samtakanna. Sá fyrsti verður miðvikudaginn 25. mars kl. 19:30 um nám og ADHD á tímum kórónuveirunnar – sjá nánar á meðfylgjandi slóð. Höfundur er framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Sjá meira
ADHD samtökin beina til stjórnenda í grunn- og ekki síður framhaldsskólum að nemendur með ADHD og skyldar raskanir eru sérstaklega viðkvæmir þegar venjulegt skólastarf raskast. Vitað er að fólk með ADHD á mun erfiðara en aðrir með að skipuleggja sig og það gildir ekki síst um nemendur á öllum skólastigum. Nemendur með ADHD eiga jafnframt erfiðara með að vinna með langa texta og eru þar afar háðir aðstoð kennara. Einnig er þekkt að fólk með ADHD hefur ekki sama tímaskyn og aðrir. Þessi atriði og fleiri einkenni ADHD geta verið sérstaklega íþyngjandi þegar kemur að verkefnavinnu og þá ekki síður skilum á verkefnum. Mikilvægt er því að sérhver nemandi fái persónulegan stuðning og hvatningu og að tillit sé tekið til þarfa hvers og eins við úthlutun verkefna og verkefnaskil. Nemendur með ADHD þurfa á að halda að samskipti séu tíð og þeir njóti eftirfylgni og stuðnings kennara. Því er nauðsynlegt að kröfur sem gerðar eru til nemenda með ADHD séu mótaðar í góðu samstarfi við nemandann sjálfan og forráðamenn. Auk þess sem hér er nefnt eru nemendur með ADHD í aukinni áhættu á að flosna upp úr námi við aðstæður á borð við þær sem nú ríkja. Jafnvel þó ætlunin sé að halda áfram námi, má reikna með að mörgum innan okkar hóps reynist erfitt að taka aftur upp þráðinn þegar eðlilegt skólastarf kemst aftur á. Það er líklegt að hegðun margra barna og unglinga versni nú, þau verði pirruð og sýni meiri mótþróa. Þetta eru dæmigerð kvíðaviðbrögð. Allt samfélagið er kvíðið og bjargráð okkar til að takast á við kvíða eru mjög mismunandi. Mótþrói og pirringur eru þekkt kvíðaviðbrögð og algeng hjá ADHD börnum. Sýnum skilning og aukum stuðning og uppörvun og höldum aftur af eigin pirringi. ADHD samtökin vita að víða er verið að vinna á þennan hátt með nemendum og þakka þeim kennurum og skjólastjórnendum sem þannig starfa. Samtökin lýsa sig reiðubúin til ráðgjafar og samstarfs, bæði við skólastjórnendur, nemendur og forráðamenn og benda á ítarlegar upplýsingar á vef samtakanna www.adhd.is Á meðan samkomubann stjórnvalda stendur, munu ADHD samtökin standa fyrir opnum fræðslufundum á Facebook síðu samtakanna. Sá fyrsti verður miðvikudaginn 25. mars kl. 19:30 um nám og ADHD á tímum kórónuveirunnar – sjá nánar á meðfylgjandi slóð. Höfundur er framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun