Skoða stærri framkvæmdir Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2020 08:41 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, Vísir/Einar „Við sjáum fram á að hér verði verulegur samdráttur og erum að reyna að koma í veg fyrir að hér verði eins mikið atvinnuleysi og ef við gerðum ekkert. Við erum að reyna að gera það sem við teljum að gera þurfi til að komast í gegnum tímabilið og að við verðum þá sterkari á eftir.“ Þetta sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, sem mætti í Bítið á Bylgjunni og Stöð 2 í morgun þar sem hann ræddi faraldurinn og sagði frá undirbúningi fyrir stórframkvæmdir hér á landi. Hann sagði Íslendinga hafa í reynslubanka að leita og hann yrði að nota. Sigurður sagði vinnu hafa staðið yfir þar sem verið væri að skoða hvaða verkefni væri hægt að hefja sem fyrst og jafnvel stækka. Meðal stóru verkefnanna væri að aðgreina akstursstefnur og tvöfalda vegi og breikka í kringum höfuðborgina. Klippa: Bítið - Sigurður Ingi Jóhannsson Sigurður Ingi sagði spár ekki reikna með því að verðbólga fari að aukast hér á landi, þrátt fyrir gengislækkun krónunnar. Ríkið búi þó yfir sterkum gjaldeyrisforða til að vega upp á móti því. „Við sjáum olíuverð fara niður, því það er engin eftirspurn, og það verður heldur engin eftirspurn eða spenna eftir þessum innflutningi.“ Hann sagði ríkisstjórnina vera að skoða margar aðgerðir til að sporna gegn áhrifum faraldursins á efnahaginn og halda uppi einkaneyslu. Skilur gagnrýni Spurður út í gagnrýni stjórnarandstöðunnar yfir því að fá ekki aðkomu að umræðum um aðgerðir vegna faraldursins, sagðist Sigurður þeirrar skoðunar að mikilvægt væri að halda þinginu starfhæfu. Því þyrfti að takmarka umgengni þar. Hins vegar væri tekið við öllum hugmyndum. „Auðvitað skilur maður það að þeir sem ekki eru akkúrat við eitthvað borð að vinna við einhverjar tölur eða aðgerðir, að þeim líði eins og þeir séu fyrir utan það. En, þannig þarf nú stundum að vinna þegar þú þarft að vinna mjög hratt og það er það sem við þurfum að gera þessa dagana.“ Samgöngur Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Sjá meira
„Við sjáum fram á að hér verði verulegur samdráttur og erum að reyna að koma í veg fyrir að hér verði eins mikið atvinnuleysi og ef við gerðum ekkert. Við erum að reyna að gera það sem við teljum að gera þurfi til að komast í gegnum tímabilið og að við verðum þá sterkari á eftir.“ Þetta sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, sem mætti í Bítið á Bylgjunni og Stöð 2 í morgun þar sem hann ræddi faraldurinn og sagði frá undirbúningi fyrir stórframkvæmdir hér á landi. Hann sagði Íslendinga hafa í reynslubanka að leita og hann yrði að nota. Sigurður sagði vinnu hafa staðið yfir þar sem verið væri að skoða hvaða verkefni væri hægt að hefja sem fyrst og jafnvel stækka. Meðal stóru verkefnanna væri að aðgreina akstursstefnur og tvöfalda vegi og breikka í kringum höfuðborgina. Klippa: Bítið - Sigurður Ingi Jóhannsson Sigurður Ingi sagði spár ekki reikna með því að verðbólga fari að aukast hér á landi, þrátt fyrir gengislækkun krónunnar. Ríkið búi þó yfir sterkum gjaldeyrisforða til að vega upp á móti því. „Við sjáum olíuverð fara niður, því það er engin eftirspurn, og það verður heldur engin eftirspurn eða spenna eftir þessum innflutningi.“ Hann sagði ríkisstjórnina vera að skoða margar aðgerðir til að sporna gegn áhrifum faraldursins á efnahaginn og halda uppi einkaneyslu. Skilur gagnrýni Spurður út í gagnrýni stjórnarandstöðunnar yfir því að fá ekki aðkomu að umræðum um aðgerðir vegna faraldursins, sagðist Sigurður þeirrar skoðunar að mikilvægt væri að halda þinginu starfhæfu. Því þyrfti að takmarka umgengni þar. Hins vegar væri tekið við öllum hugmyndum. „Auðvitað skilur maður það að þeir sem ekki eru akkúrat við eitthvað borð að vinna við einhverjar tölur eða aðgerðir, að þeim líði eins og þeir séu fyrir utan það. En, þannig þarf nú stundum að vinna þegar þú þarft að vinna mjög hratt og það er það sem við þurfum að gera þessa dagana.“
Samgöngur Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Sjá meira