Lilja: Erum mjög meðvituð um stöðu íþróttahreyfingarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2020 15:43 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Íslensk stjórnvöld eru ekki enn tilbúin að gefa út sérstaka aðgerðapakka vegna stöðunnar í íslensku íþróttalífi út af kórónuveirunni. Íþróttamálaráðherra segir samt að stjórnvöld séu í miklum sambandi við íslensku íþróttahreyfinguna. Lilja Alfreðsdóttir, íþróttamálaráðherra, var gestur Henrys Birgis Gunnarssonar og Kjartans Atla Kjartanssonar í þættinum í Sportið í dag á Stöð 2 Sport. „Við erum að setja saman aðgerðapakka í þessum töluðu orðum og við vitum að það eru erfiðleikar út um allt. Vonandi er staðan tímabundin en þetta er rosalegt högg meðan á þessu stendur og þetta tekur sinn tíma,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir í þættinum. „Ég hef alltaf talað fyrir því að það sé mjög mikilvægt að við myndum svokallaða efnahagslega loftbrú meðan á þessu ástandi varir. Þetta er heilbrigðisvá sem er orðin núna samfélagsvá og þá kemur ríkisvaldið og hið opinbera og tekur höndum saman til að ná utan um þá þætti samfélagsins sem skipta okkur verulegu máli,“ sagði Lilja. „Við höfum verið með samninga við íþróttahreyfinguna og vitum auðvitað að það eru mörg vandamál og við viljum að sjálfsögðu gera allt sem við getum til að koma til móts við þessa fordómalausu stöðu,“ sagði Lilja. Lilja var ekki tilbúin að gefa neitt út um aðgerðapakka í þættinum hjá Henry og Kjartani en hún segir að þessi aðgerðapakki sé á leiðinni. „Það er ekki búið að klára aðgerðapakkann en ég get sagt ykkur það að við eigum í mjög miklu samstarfi við íþrótta- og æskulífshreyfinguna. Við höfum verið að heyra í henni um hver nákvæmlega staðan er. Sama á við um menntakerfið og um menninguna,“ sagði Lilja. Hún gat því ekki sagt neitt um sértækar aðgerðir fyrir íþróttahreyfinguna eins og staðan er núna. „Ég get ekki sagt það á þessum tímapunkti því það á eftir að kynna aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar sem verður gert á allra næstu dögum. Við erum mjög meðvituð um stöðuna og við vitum að íþróttahreyfingin hefur staðið sig frábærlega og hefur gert það um áratuga skeið. Ég hef sagt það að það gleymist stundum að íþróttafélögin eru eldri en elstu stjórnmálaflokkarnir og hafa heldur betur lagt sitt af mörkum til að búa til þetta sterka samfélag okkar,“ sagði Lilja. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Sjá meira
Íslensk stjórnvöld eru ekki enn tilbúin að gefa út sérstaka aðgerðapakka vegna stöðunnar í íslensku íþróttalífi út af kórónuveirunni. Íþróttamálaráðherra segir samt að stjórnvöld séu í miklum sambandi við íslensku íþróttahreyfinguna. Lilja Alfreðsdóttir, íþróttamálaráðherra, var gestur Henrys Birgis Gunnarssonar og Kjartans Atla Kjartanssonar í þættinum í Sportið í dag á Stöð 2 Sport. „Við erum að setja saman aðgerðapakka í þessum töluðu orðum og við vitum að það eru erfiðleikar út um allt. Vonandi er staðan tímabundin en þetta er rosalegt högg meðan á þessu stendur og þetta tekur sinn tíma,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir í þættinum. „Ég hef alltaf talað fyrir því að það sé mjög mikilvægt að við myndum svokallaða efnahagslega loftbrú meðan á þessu ástandi varir. Þetta er heilbrigðisvá sem er orðin núna samfélagsvá og þá kemur ríkisvaldið og hið opinbera og tekur höndum saman til að ná utan um þá þætti samfélagsins sem skipta okkur verulegu máli,“ sagði Lilja. „Við höfum verið með samninga við íþróttahreyfinguna og vitum auðvitað að það eru mörg vandamál og við viljum að sjálfsögðu gera allt sem við getum til að koma til móts við þessa fordómalausu stöðu,“ sagði Lilja. Lilja var ekki tilbúin að gefa neitt út um aðgerðapakka í þættinum hjá Henry og Kjartani en hún segir að þessi aðgerðapakki sé á leiðinni. „Það er ekki búið að klára aðgerðapakkann en ég get sagt ykkur það að við eigum í mjög miklu samstarfi við íþrótta- og æskulífshreyfinguna. Við höfum verið að heyra í henni um hver nákvæmlega staðan er. Sama á við um menntakerfið og um menninguna,“ sagði Lilja. Hún gat því ekki sagt neitt um sértækar aðgerðir fyrir íþróttahreyfinguna eins og staðan er núna. „Ég get ekki sagt það á þessum tímapunkti því það á eftir að kynna aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar sem verður gert á allra næstu dögum. Við erum mjög meðvituð um stöðuna og við vitum að íþróttahreyfingin hefur staðið sig frábærlega og hefur gert það um áratuga skeið. Ég hef sagt það að það gleymist stundum að íþróttafélögin eru eldri en elstu stjórnmálaflokkarnir og hafa heldur betur lagt sitt af mörkum til að búa til þetta sterka samfélag okkar,“ sagði Lilja.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Sjá meira