Trump líkir kórónuveirufaraldrinum við stríðsástand Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. mars 2020 20:23 Donald Trump Bandaríkjaforseti virkjaði í dag neyðarlög sem heimila alríkisstjórn að taka yfir og flýta framleiðslu einkafyrirtækja á nauðsynjalækningavörum, líkt og grímum, öndunarvélum og loftræstitækjum AP Photo/Evan Vucci Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, ákváðu í sameiningu í dag að loka landamærum Bandaríkjanna og Kanada að hluta í von um að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. Engin „óþarfa“ ferðalög verða leyfð um landamærin. Lokunin mun ekki hafa áhrif á viðskipti landanna á milli en Bandaríkin eru stærsti viðskiptavinur Kanada, en 75% af útflutningi Kanada fer til Bandaríkjanna. Listi Bandaríkjanna yfir ríki sem ferðabann þeirra nær til lengist sífellt. Sem stendur mega ríkisborgarar Kína, Íran og rúmlega 25 Evrópuríkja, Íslandi þ.m.t., ekki koma til landsins. Þetta á líka við um fólk sem hefur verið í umræddum löndum síðastliðna 14 daga. Þá virkjaði Trump neyðarlög í kvöld sem leyfa alríkisstjórninni að taka yfir og flýta framleiðslu einkafyrirtækja á nauðsynjalækningavörum, líkt og grímum, öndunarvélum og loftræstitækjum. Þá sagðist hann einnig vilja auka getu landsins til að greina sýni og að hann vildi senda sjúkrahússskip sjóhersins til New York borgar, sem er á hraðri leið með að verða þungamiðja faraldursins í Bandaríkjunum. Hann sagðist einnig vilja senda slíkt skip til vesturstrandarinnar. ...It cannot overcome the dedication of our doctors, nurses, and scientists and it cannot beat the LOVE, PATRIOTISM, and DETERMINATION of our citizens. Strong and United, WE WILL PREVAIL!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 18, 2020 „Við ætlum að leggja þennan ósýnilega óvin,“ sagði Trump sem hefur tekið faraldurinn mun alvarlegar undanfarna daga en hann gerði í upphafi. Forsetinn gerði ítrekað lítið úr alvarleika veirunnar þegar varað var við því að hún gæti dreifst hratt um Bandaríkin. Í gær lýsti hann því þó yfir að hann hefði vitað frá upphafi að veiran yrði heimsfaraldur og í dag lýsti hann sjálfum sér sem „stríðsforseta.“ „Þetta er stríð. Ég sé þetta, á vissan hátt, sem stríðsforseta. Þetta er mjög erfið aðstaða,“ sagði hann. Trump hefur einnig virkjað lög til að vísa förufólki frá landamærum að Mexíkó frá. Landamærunum verður þó ekki lokað. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Kanada Tengdar fréttir Kórónuveiran varpaði ljósi á muninn milli Biden og Sanders Greinendur og sérfræðingar eru heilt yfir þeirrar skoðunar að Biden hafi komið betur út úr kappræðunum en Sanders. 16. mars 2020 10:08 Biden vill konu sem varaforsetaefni Joe Biden og Bernie Sanders mættust í kappræðum fyrir tómum sal í gærkvöldi. 16. mars 2020 07:30 Ferðamenn til Beijing verða settir í sóttkví Kínversk yfirvöld hafa ákveðið að allir þeir sem ferðast til Beijing frá útlöndum verði færðir beint í miðlæga sóttkví til eftirlits í fjórtán daga. Víða um heim hefur ferðatakmörkunum og samkomubönnum verið komið á til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 15. mars 2020 10:12 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, ákváðu í sameiningu í dag að loka landamærum Bandaríkjanna og Kanada að hluta í von um að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. Engin „óþarfa“ ferðalög verða leyfð um landamærin. Lokunin mun ekki hafa áhrif á viðskipti landanna á milli en Bandaríkin eru stærsti viðskiptavinur Kanada, en 75% af útflutningi Kanada fer til Bandaríkjanna. Listi Bandaríkjanna yfir ríki sem ferðabann þeirra nær til lengist sífellt. Sem stendur mega ríkisborgarar Kína, Íran og rúmlega 25 Evrópuríkja, Íslandi þ.m.t., ekki koma til landsins. Þetta á líka við um fólk sem hefur verið í umræddum löndum síðastliðna 14 daga. Þá virkjaði Trump neyðarlög í kvöld sem leyfa alríkisstjórninni að taka yfir og flýta framleiðslu einkafyrirtækja á nauðsynjalækningavörum, líkt og grímum, öndunarvélum og loftræstitækjum. Þá sagðist hann einnig vilja auka getu landsins til að greina sýni og að hann vildi senda sjúkrahússskip sjóhersins til New York borgar, sem er á hraðri leið með að verða þungamiðja faraldursins í Bandaríkjunum. Hann sagðist einnig vilja senda slíkt skip til vesturstrandarinnar. ...It cannot overcome the dedication of our doctors, nurses, and scientists and it cannot beat the LOVE, PATRIOTISM, and DETERMINATION of our citizens. Strong and United, WE WILL PREVAIL!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 18, 2020 „Við ætlum að leggja þennan ósýnilega óvin,“ sagði Trump sem hefur tekið faraldurinn mun alvarlegar undanfarna daga en hann gerði í upphafi. Forsetinn gerði ítrekað lítið úr alvarleika veirunnar þegar varað var við því að hún gæti dreifst hratt um Bandaríkin. Í gær lýsti hann því þó yfir að hann hefði vitað frá upphafi að veiran yrði heimsfaraldur og í dag lýsti hann sjálfum sér sem „stríðsforseta.“ „Þetta er stríð. Ég sé þetta, á vissan hátt, sem stríðsforseta. Þetta er mjög erfið aðstaða,“ sagði hann. Trump hefur einnig virkjað lög til að vísa förufólki frá landamærum að Mexíkó frá. Landamærunum verður þó ekki lokað.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Kanada Tengdar fréttir Kórónuveiran varpaði ljósi á muninn milli Biden og Sanders Greinendur og sérfræðingar eru heilt yfir þeirrar skoðunar að Biden hafi komið betur út úr kappræðunum en Sanders. 16. mars 2020 10:08 Biden vill konu sem varaforsetaefni Joe Biden og Bernie Sanders mættust í kappræðum fyrir tómum sal í gærkvöldi. 16. mars 2020 07:30 Ferðamenn til Beijing verða settir í sóttkví Kínversk yfirvöld hafa ákveðið að allir þeir sem ferðast til Beijing frá útlöndum verði færðir beint í miðlæga sóttkví til eftirlits í fjórtán daga. Víða um heim hefur ferðatakmörkunum og samkomubönnum verið komið á til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 15. mars 2020 10:12 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Kórónuveiran varpaði ljósi á muninn milli Biden og Sanders Greinendur og sérfræðingar eru heilt yfir þeirrar skoðunar að Biden hafi komið betur út úr kappræðunum en Sanders. 16. mars 2020 10:08
Biden vill konu sem varaforsetaefni Joe Biden og Bernie Sanders mættust í kappræðum fyrir tómum sal í gærkvöldi. 16. mars 2020 07:30
Ferðamenn til Beijing verða settir í sóttkví Kínversk yfirvöld hafa ákveðið að allir þeir sem ferðast til Beijing frá útlöndum verði færðir beint í miðlæga sóttkví til eftirlits í fjórtán daga. Víða um heim hefur ferðatakmörkunum og samkomubönnum verið komið á til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 15. mars 2020 10:12