Sú sigursælasta mun að öllum líkindum hætta eftir Ólympíuleikana næsta sumar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. apríl 2020 18:00 Simone Biles er sigursælasta fimleikakona, eða maður í sögu Bandaríkjanna. EPA-EFE/DANIEL KOPATSCH Hin bandaríska Simone Biles, sigursælasta fimleikakona allra tíma, var við það að hætta er Ólympíuleikunum sem fram áttu að fara í Tókýó í sumar var frestað. Hún hefur nú gefið út að hún muni taka þátt á leikunum sem var frestað þangað til næsta sumars. Eftir það fer kalkið á hilluna. Biles hætti upphaflega eftir Ólympíuleikana í Ríó í Brasilíu árið 2016 þar sem hún vann til fernra gullverðlauna. Þá hafði hún þegar unnið til 10 gullverðlauna á HM í fimleikum, þau eru nú orðin 19 talsins ásamt silfur- og bronsverðlaunum. Átján mánuðum eftir leikana í Ríó ákvað Biles að snúa aftur og stefndi hún á leikana í Tókýó í sumar. Hún ræddi við BBC um áðurnefnda frestun og þau áhrif sem það hafði á hana og annað íþróttafólk. Leikunum, líkt og öðrum íþróttaviðburðum, var frestað vegna Covid-19 faraldursins. „Ég fór að gráta,“ sagði Biles aðspurð hver hennar fyrstu viðbrögð við frestun ÓL hefðu verið. „Ég vissi ekki hvar ég ætti að byrja. Það er mikið álag, líkamlegt og andlegt, og að bæta við ári er erfitt. Ég var ekki viss hvort ég gæti haldið mér í topp standi í heilt ár til viðbótar. Ég vil samt vera sú sem ákveður hvort þetta sé komið gott eða ekki,“ sagði Biles um ákvörðunina að taka eitt ár til viðbótar. Þó Biles sé ekki gömul, enda aðeins 23 ára, þá er hún einkar gömul miðað við fimleikakonu. Venjulega eru þær hættar í kringum tvítugt. „Skrokkurinn er farinn að láta á sér sjá. Ár í fimleikum er mikil þrekraun. Þjálfararnir sjá um að koma líkamanum í lag en hugurinn þarf að fylgja. Það að vera andlega tilbúin er stærsta áskorunin,“ sagði Biles að lokum. Íþróttir Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Fleiri fréttir Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Sjá meira
Hin bandaríska Simone Biles, sigursælasta fimleikakona allra tíma, var við það að hætta er Ólympíuleikunum sem fram áttu að fara í Tókýó í sumar var frestað. Hún hefur nú gefið út að hún muni taka þátt á leikunum sem var frestað þangað til næsta sumars. Eftir það fer kalkið á hilluna. Biles hætti upphaflega eftir Ólympíuleikana í Ríó í Brasilíu árið 2016 þar sem hún vann til fernra gullverðlauna. Þá hafði hún þegar unnið til 10 gullverðlauna á HM í fimleikum, þau eru nú orðin 19 talsins ásamt silfur- og bronsverðlaunum. Átján mánuðum eftir leikana í Ríó ákvað Biles að snúa aftur og stefndi hún á leikana í Tókýó í sumar. Hún ræddi við BBC um áðurnefnda frestun og þau áhrif sem það hafði á hana og annað íþróttafólk. Leikunum, líkt og öðrum íþróttaviðburðum, var frestað vegna Covid-19 faraldursins. „Ég fór að gráta,“ sagði Biles aðspurð hver hennar fyrstu viðbrögð við frestun ÓL hefðu verið. „Ég vissi ekki hvar ég ætti að byrja. Það er mikið álag, líkamlegt og andlegt, og að bæta við ári er erfitt. Ég var ekki viss hvort ég gæti haldið mér í topp standi í heilt ár til viðbótar. Ég vil samt vera sú sem ákveður hvort þetta sé komið gott eða ekki,“ sagði Biles um ákvörðunina að taka eitt ár til viðbótar. Þó Biles sé ekki gömul, enda aðeins 23 ára, þá er hún einkar gömul miðað við fimleikakonu. Venjulega eru þær hættar í kringum tvítugt. „Skrokkurinn er farinn að láta á sér sjá. Ár í fimleikum er mikil þrekraun. Þjálfararnir sjá um að koma líkamanum í lag en hugurinn þarf að fylgja. Það að vera andlega tilbúin er stærsta áskorunin,“ sagði Biles að lokum.
Íþróttir Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Fleiri fréttir Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Sjá meira