Hugur í Þórsurum sem ræða við þjálfara Sindri Sverrisson skrifar 19. apríl 2020 09:30 Þórsarar eiga efnilega leikmenn í sínum röðum en þeir bíða nú nýs þjálfara. MYND/STÖÐ 2 SPORT John Júlíus Cariglia, stjórnarmaður í körfuknattleiksdeild Þórs Akureyri, segir mikinn hug í mönnum fyrir norðan og mikinn áhuga á körfubolta í bænum. Þórsarar eru nú í þjálfaraleit. Þórsarar voru nýliðar í Domino‘s-deild karla í vetur og þeir verða áfram í deildinni á næstu leiktíð. John viðurkennir að staðan hafi verið erfið fyrir tímabilið eins og fréttir bárust af. „Jú, það passar. Það var svokallaður krísufundur hérna síðasta haust en við vorum nokkrir sem komum þá inn í þetta og ákváðum að taka slaginn, að tilstuðlan gamla þjálfarans okkar, Gústa Guðmunds. Það myndaðist góður hópur þarna og þetta hefur gengið nokkuð vel,“ sagði John í Sportinu í dag. Tímabilið byrjaði mjög illa hjá Þórsurum en svo virtust hlutirnir smella og liðið átti möguleika á að bjarga sér frá falli þegar tímabilið var flautað af. Því hélt liðið sæti sínu. Það breytir því ekki að þjálfarinn Lárus Jónsson er hættur. „Lalli hætti óvænt núna um daginn og við að sjálfsögðu óskum honum velfarnaðar í nýju starfi. En það kemur maður í manns stað. Lalli var búinn að vinna flott starf í tvö ár en við erum í þjálfaraleit og erum að ræða við nokkra þjálfara, svo við erum bara peppaðir,“ sagði John. „Það er hugur í mönnum og við byggjum áfram á okkar ungu leikmönnum, þessum þekkta árgangi frá 2001. Fyrirliðinn okkar, Júlíus Orri Ágústsson, er þar í fararbroddi [eini leikmaðurinn fæddur á þessari öld sem var með 10 stig eða meira að meðaltali í leik í Domino‘s-deildinni í vetur] en við eigum líka fleiri. Það fengu nokkrir góða reynslu í vetur. Að sjálfsögðu verðum við svo með erlenda leikmenn líka. Við vorum með þrjá unga, erlenda leikmenn í vetur,“ sagði John, en nánar er rætt við hann hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Hugur í Þórsurum á Akureyri Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Sportið í dag Þór Akureyri Tengdar fréttir Lárus frá Þór til Þórs Þór Þ. er búinn að finna nýjan þjálfara fyrir karlalið félagsins í körfubolta. 15. apríl 2020 13:03 Lárus nýtti sér upp uppsagnarákvæði og er hættur með Þór Körfuboltaþjálfarinn Lárus Jónsson er hættur með Þór Akureyri sem leikur í Dominos-deild karla en þetta var tilkynnt á vef félagsins seint í gærkvöldi. 15. apríl 2020 07:26 Körfuboltatímabilið blásið af | Engir Íslandsmeistarar Ákveðið hefur verið að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta vegna kórónuveirufaraldursins. 18. mars 2020 14:02 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira
John Júlíus Cariglia, stjórnarmaður í körfuknattleiksdeild Þórs Akureyri, segir mikinn hug í mönnum fyrir norðan og mikinn áhuga á körfubolta í bænum. Þórsarar eru nú í þjálfaraleit. Þórsarar voru nýliðar í Domino‘s-deild karla í vetur og þeir verða áfram í deildinni á næstu leiktíð. John viðurkennir að staðan hafi verið erfið fyrir tímabilið eins og fréttir bárust af. „Jú, það passar. Það var svokallaður krísufundur hérna síðasta haust en við vorum nokkrir sem komum þá inn í þetta og ákváðum að taka slaginn, að tilstuðlan gamla þjálfarans okkar, Gústa Guðmunds. Það myndaðist góður hópur þarna og þetta hefur gengið nokkuð vel,“ sagði John í Sportinu í dag. Tímabilið byrjaði mjög illa hjá Þórsurum en svo virtust hlutirnir smella og liðið átti möguleika á að bjarga sér frá falli þegar tímabilið var flautað af. Því hélt liðið sæti sínu. Það breytir því ekki að þjálfarinn Lárus Jónsson er hættur. „Lalli hætti óvænt núna um daginn og við að sjálfsögðu óskum honum velfarnaðar í nýju starfi. En það kemur maður í manns stað. Lalli var búinn að vinna flott starf í tvö ár en við erum í þjálfaraleit og erum að ræða við nokkra þjálfara, svo við erum bara peppaðir,“ sagði John. „Það er hugur í mönnum og við byggjum áfram á okkar ungu leikmönnum, þessum þekkta árgangi frá 2001. Fyrirliðinn okkar, Júlíus Orri Ágústsson, er þar í fararbroddi [eini leikmaðurinn fæddur á þessari öld sem var með 10 stig eða meira að meðaltali í leik í Domino‘s-deildinni í vetur] en við eigum líka fleiri. Það fengu nokkrir góða reynslu í vetur. Að sjálfsögðu verðum við svo með erlenda leikmenn líka. Við vorum með þrjá unga, erlenda leikmenn í vetur,“ sagði John, en nánar er rætt við hann hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Hugur í Þórsurum á Akureyri Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Sportið í dag Þór Akureyri Tengdar fréttir Lárus frá Þór til Þórs Þór Þ. er búinn að finna nýjan þjálfara fyrir karlalið félagsins í körfubolta. 15. apríl 2020 13:03 Lárus nýtti sér upp uppsagnarákvæði og er hættur með Þór Körfuboltaþjálfarinn Lárus Jónsson er hættur með Þór Akureyri sem leikur í Dominos-deild karla en þetta var tilkynnt á vef félagsins seint í gærkvöldi. 15. apríl 2020 07:26 Körfuboltatímabilið blásið af | Engir Íslandsmeistarar Ákveðið hefur verið að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta vegna kórónuveirufaraldursins. 18. mars 2020 14:02 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira
Lárus frá Þór til Þórs Þór Þ. er búinn að finna nýjan þjálfara fyrir karlalið félagsins í körfubolta. 15. apríl 2020 13:03
Lárus nýtti sér upp uppsagnarákvæði og er hættur með Þór Körfuboltaþjálfarinn Lárus Jónsson er hættur með Þór Akureyri sem leikur í Dominos-deild karla en þetta var tilkynnt á vef félagsins seint í gærkvöldi. 15. apríl 2020 07:26
Körfuboltatímabilið blásið af | Engir Íslandsmeistarar Ákveðið hefur verið að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta vegna kórónuveirufaraldursins. 18. mars 2020 14:02