Liggur ekki fyrir hvort Daði keppi fyrir Íslands hönd 2021 Stefán Árni Pálsson skrifar 18. mars 2020 14:43 Felix Bergsson fylgdi Hatara til Tel Aviv á síðasta ári og má sjá hann hér fyrir utan hótel íslenska hópsins. „Okkar viðbrögð eru bara að við erum jafn leið yfir þessu og aðrir og höfum séð yfirlýsinguna frá EBU eins og aðrir,“ segir Felix Bergsson sem hefur verið fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins undanfarin ár en ekkert verður af Eurovision þetta árið sem fram átti að fara í Rotterdam þann 16. maí. Jon Ola Sand framkvæmdastjóri Eurovision tilkynnti þetta á öðrum tímanum í dag. Ástæðan er mikil útbreiðsla kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Hollensk stjórnvöld hafa sett fram gríðarlega strangar reglur hvað varðar hópsamkomur og því er ekki hægt að standa að keppni eins og Eurovision. Í yfirlýsingu Sand kemur fram að mögulega fari keppnin fram í Rotterdam árið 2021. „Auðvitað hugsar maður helst um það að fólk sé öruggt og að við vinnum á þessari veiru og um það snýst þetta mál fyrst og síðast.“ Óvissan réði úrslitum Hann segir að óvissan hafi leikið aðalhlutverk í því að ákveðið hafi verið að aflýsa keppninni í stað þess að fresta henni um einhverjar vikur eða mánuði. „Það veit enginn hvað þetta á eftir að taka langan tíma og því treystu þeir sér ekki að fresta henni fram á haust eða fram í desember. Því þeir vita ekki hvernig hlutirnir verða á þeim tíma. Þessi óvissa er svo dýr og hún hefði bara lengt í öllu og því varð þetta hin endanlega ákvörðun að slá keppnina af. Það er samt talað um það að keppnin 2021 verði haldin í Rotterdam.“ Felix telur líklegt að aðstandendur keppninnar hafi rætt þann möguleika að hafa keppnina þannig að þjóðirnar myndi senda inn sitt framlag frá heimalandinu í gegnum sjónvarp. „Þetta hafa verið gríðarleg fundarhöld sem hafa staðið yfir í eina viku. Ég er viss um að allar þessar sviðsmyndir hafa verið settar upp en þetta er niðurstaðan,“ segir Felix en íslenski hópurinn kemur ekki beint að þessari ákvörðun. „Við eigum aftur á móti okkar fulltrúa þarna. Ég kýs mína fulltrúa inn í stjórn og hún tekur síðan endanlega allar ákvarðanir. Það má segja að þetta sé í raun svona fulltrúalýðræði.“ Felix hefur nú þegar rætt við Daða Frey. Viljum ekki hafa Söngvakeppnina af fólki „Hann tekur þessu eins og hann er, af miklu jafnaðargeði. Ég ætla bara að fá að sofa á þessu í dag og svo tökum við næstu skref í þessu. Við munum gera okkar besta til að halda áfram sigurför Think About Things út um allan heim. Síðan sjáum við til hvað gerist.“ Felix segir að það liggi ekki fyrir hvort Daði Freyr og Gagnamagnið verði framlag Íslands í Eurovision í Rotterdam 2021. „Við getum ekkert sagt um það og núna hefjast fundarhöld hjá okkur í RÚV. Við höldum okkar samtali áfram við Norðurlandaþjóðirnar og það verður spennandi að sjá hvort það komi eitthvað út úr því. Við verðum kannski með sameiginleg viðbrögð.“ Ljóst er að ef Daði Freyr og Gagnamagnið verða fulltrúar Íslands í Eurovision 2021 þá mun Söngvakeppnin það ár falla niður. „Já, það er í mörg horn að líta og ekki viljum við hafa Söngvakeppnina af fólki því það er vinsælasti sjónvarpsviðburður ársins og við viljum ekki missa hana heldur. Þetta er því flókin staða.“ Eurovision Tónlist Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Sjá meira
„Okkar viðbrögð eru bara að við erum jafn leið yfir þessu og aðrir og höfum séð yfirlýsinguna frá EBU eins og aðrir,“ segir Felix Bergsson sem hefur verið fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins undanfarin ár en ekkert verður af Eurovision þetta árið sem fram átti að fara í Rotterdam þann 16. maí. Jon Ola Sand framkvæmdastjóri Eurovision tilkynnti þetta á öðrum tímanum í dag. Ástæðan er mikil útbreiðsla kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Hollensk stjórnvöld hafa sett fram gríðarlega strangar reglur hvað varðar hópsamkomur og því er ekki hægt að standa að keppni eins og Eurovision. Í yfirlýsingu Sand kemur fram að mögulega fari keppnin fram í Rotterdam árið 2021. „Auðvitað hugsar maður helst um það að fólk sé öruggt og að við vinnum á þessari veiru og um það snýst þetta mál fyrst og síðast.“ Óvissan réði úrslitum Hann segir að óvissan hafi leikið aðalhlutverk í því að ákveðið hafi verið að aflýsa keppninni í stað þess að fresta henni um einhverjar vikur eða mánuði. „Það veit enginn hvað þetta á eftir að taka langan tíma og því treystu þeir sér ekki að fresta henni fram á haust eða fram í desember. Því þeir vita ekki hvernig hlutirnir verða á þeim tíma. Þessi óvissa er svo dýr og hún hefði bara lengt í öllu og því varð þetta hin endanlega ákvörðun að slá keppnina af. Það er samt talað um það að keppnin 2021 verði haldin í Rotterdam.“ Felix telur líklegt að aðstandendur keppninnar hafi rætt þann möguleika að hafa keppnina þannig að þjóðirnar myndi senda inn sitt framlag frá heimalandinu í gegnum sjónvarp. „Þetta hafa verið gríðarleg fundarhöld sem hafa staðið yfir í eina viku. Ég er viss um að allar þessar sviðsmyndir hafa verið settar upp en þetta er niðurstaðan,“ segir Felix en íslenski hópurinn kemur ekki beint að þessari ákvörðun. „Við eigum aftur á móti okkar fulltrúa þarna. Ég kýs mína fulltrúa inn í stjórn og hún tekur síðan endanlega allar ákvarðanir. Það má segja að þetta sé í raun svona fulltrúalýðræði.“ Felix hefur nú þegar rætt við Daða Frey. Viljum ekki hafa Söngvakeppnina af fólki „Hann tekur þessu eins og hann er, af miklu jafnaðargeði. Ég ætla bara að fá að sofa á þessu í dag og svo tökum við næstu skref í þessu. Við munum gera okkar besta til að halda áfram sigurför Think About Things út um allan heim. Síðan sjáum við til hvað gerist.“ Felix segir að það liggi ekki fyrir hvort Daði Freyr og Gagnamagnið verði framlag Íslands í Eurovision í Rotterdam 2021. „Við getum ekkert sagt um það og núna hefjast fundarhöld hjá okkur í RÚV. Við höldum okkar samtali áfram við Norðurlandaþjóðirnar og það verður spennandi að sjá hvort það komi eitthvað út úr því. Við verðum kannski með sameiginleg viðbrögð.“ Ljóst er að ef Daði Freyr og Gagnamagnið verða fulltrúar Íslands í Eurovision 2021 þá mun Söngvakeppnin það ár falla niður. „Já, það er í mörg horn að líta og ekki viljum við hafa Söngvakeppnina af fólki því það er vinsælasti sjónvarpsviðburður ársins og við viljum ekki missa hana heldur. Þetta er því flókin staða.“
Eurovision Tónlist Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Sjá meira