Þróunin þurfi ekki að koma á óvart Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. mars 2020 13:31 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjón hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm 250 smit kórónuveriunnar sem veldur Covid-19 hafa nú verið staðfest hér á landi og ríflega 2400 eru í sóttkví þegar þetta er skrifað. 43 ný smit kórónuveiru greindust í gær og höfðu þá aldrei greinst fleiri á einum degi frá því að faraldurinn hófst hér á landi. Þeir sem greindust í gær voru þá rúmlega 17% allra þeirra sem greinst hafa með veiruna. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjón hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir þessa þróun ekki þurfa að koma á óvart. Staðan ekki slæm í augnablikinu „Eðli svona faraldurs er náttúrlega sá að hann fer stigvaxandi og það er þessi kúrva sem við erum alltaf að tala um. Þetta smám saman hækkar þangað til það nær toppi og við munum alveg örugglega sjá sveiflur milli daga eins og við sjáum í gær og síðan í fyrradag. En þetta þýðir ekkert endilega að dagurinn í dag eða dagurinn á morgun verði svona toppar,“ segir Víðir. Greint var frá því í gær að unnið væri að því að útvega fleiri pinna sem notaðir eru til að taka sýni. „Við eigum alveg nóg í augnablikinu til þess að gera það sem að er verið að vinna þessa dagana en við erum að reyna að útvega okkur fleiri. En staðan er ekkert slæm í augnablikinu,“ segir Víðir. Skólum og hótelum lokað Nú er þriðji dagurinn í samkomubanni runninn upp og áhrifanna gætir víða í samfélaginu. Grunnskóla Húnaþings vestra hefur verið lokað um óákveðinn tíma þar sem starfsmaður skólans hefur greinst með kórónuveiruna. Skólahald í Klettaskóla mun einnig falla niður um óákveðinn tíma vegna kórónuveirusmits sem kom upp hjá starfsmanni en áður hafði minnst tveimur öðrum skólum verið lokað vegna smits, Háteigsskóla og Grunnskólanum í Hveragerði „Það þarf lítið til að raska þessu og jafnvel að skólum loki eins og við höfum séð,“ segir Víðir. Nú herðir einnig að starfsemi hótela og gistihúsa en eigandi Center-hótela hefur til að mynda gripið til þess ráðs að loka fimm af sjö hótelum keðjunnar. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag og svipaða sögu virðist vera að segja af öðrum hótelum landsins að því er fram kemur í blaðinu. KEA hótel hafa þegar lokað hóteli sínu í Austurstræti og er til skoðunar að sameina rekstur fleiri KEA hótela í borginni, svo fátt eitt sé nefnt. Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að útvíkka enn frekar svokölluð hááhættusvæði vegna Covid-19 og frá og með morgundeginum þurfa allir Íslendingar og aðrir sem hafa búsetu á Íslandi að fara í tveggja vikna sóttkví, óháð því hvaðan þeir eru að koma. Undanþegnir eru flugáhafnir og áhafnir flutningaskipa. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Sjá meira
250 smit kórónuveriunnar sem veldur Covid-19 hafa nú verið staðfest hér á landi og ríflega 2400 eru í sóttkví þegar þetta er skrifað. 43 ný smit kórónuveiru greindust í gær og höfðu þá aldrei greinst fleiri á einum degi frá því að faraldurinn hófst hér á landi. Þeir sem greindust í gær voru þá rúmlega 17% allra þeirra sem greinst hafa með veiruna. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjón hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir þessa þróun ekki þurfa að koma á óvart. Staðan ekki slæm í augnablikinu „Eðli svona faraldurs er náttúrlega sá að hann fer stigvaxandi og það er þessi kúrva sem við erum alltaf að tala um. Þetta smám saman hækkar þangað til það nær toppi og við munum alveg örugglega sjá sveiflur milli daga eins og við sjáum í gær og síðan í fyrradag. En þetta þýðir ekkert endilega að dagurinn í dag eða dagurinn á morgun verði svona toppar,“ segir Víðir. Greint var frá því í gær að unnið væri að því að útvega fleiri pinna sem notaðir eru til að taka sýni. „Við eigum alveg nóg í augnablikinu til þess að gera það sem að er verið að vinna þessa dagana en við erum að reyna að útvega okkur fleiri. En staðan er ekkert slæm í augnablikinu,“ segir Víðir. Skólum og hótelum lokað Nú er þriðji dagurinn í samkomubanni runninn upp og áhrifanna gætir víða í samfélaginu. Grunnskóla Húnaþings vestra hefur verið lokað um óákveðinn tíma þar sem starfsmaður skólans hefur greinst með kórónuveiruna. Skólahald í Klettaskóla mun einnig falla niður um óákveðinn tíma vegna kórónuveirusmits sem kom upp hjá starfsmanni en áður hafði minnst tveimur öðrum skólum verið lokað vegna smits, Háteigsskóla og Grunnskólanum í Hveragerði „Það þarf lítið til að raska þessu og jafnvel að skólum loki eins og við höfum séð,“ segir Víðir. Nú herðir einnig að starfsemi hótela og gistihúsa en eigandi Center-hótela hefur til að mynda gripið til þess ráðs að loka fimm af sjö hótelum keðjunnar. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag og svipaða sögu virðist vera að segja af öðrum hótelum landsins að því er fram kemur í blaðinu. KEA hótel hafa þegar lokað hóteli sínu í Austurstræti og er til skoðunar að sameina rekstur fleiri KEA hótela í borginni, svo fátt eitt sé nefnt. Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að útvíkka enn frekar svokölluð hááhættusvæði vegna Covid-19 og frá og með morgundeginum þurfa allir Íslendingar og aðrir sem hafa búsetu á Íslandi að fara í tveggja vikna sóttkví, óháð því hvaðan þeir eru að koma. Undanþegnir eru flugáhafnir og áhafnir flutningaskipa.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Sjá meira