Í sterkri stöðu til að takast á við faraldurinn samanborið við margar aðrar þjóðir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. mars 2020 13:29 Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, á blaðamannafundi í liðinni viku þegar tilkynnt var um fjögurra vikna samkomubann. Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að þrátt fyrir að þjóðin sé vissulega að sigla inn í erfiða tíma vegna útbreiðslu kórónuveiru þá sé margt sem vinni með Íslandi. „Þetta er auðvitað grafalvarlegt. Það er auðvitað ekki ánægjulegt að við þurfum að fara inn í svona stöðu en núna er Vestur-Evrópa og öll ríki í nákvæmlega sömu stöðu en við erum þó þar að við erum með stóran forða eins og ég hef sagt. Við erum með sterkar grunnstoðir hagkerfisins. Við erum matvælaland. Við flytjum miklu meiri matvæli út en við neytum, sem er styrkleiki í þessari stöðu,“ segir Lilja sem bendir að landfræðileg lega landsins sé líka styrkleiki. „Við erum þó það gæfurík að þegar við förum inn í þessa stöðu þá er staða ríkissjóðs býsna sterk. Hreinar skuldir í kringum 20% og ef við berum saman við ítalíu þá eru þær 120%. Og þið getið ímyndað ykkur fyrir ríki eins og Ítalíu að fara inn í þetta ástand.“ Þetta sagði Lilja sem var gestur í sjónvarpsþættinum Bítið í morgun. Mikið hefur mætt á Lilju en undir hana heyra menningar- og menntamálin. Allt starfsfólk skóla á öllum stigum sem og menningarstofnana landsins hafa síðastliðna daga verið í óðaönn að útfæra sína starfsemi samkvæmt samkomubanninu sem tilkynnt var um fyrir helgi. Hún var spurð hvers vegna sú ákvörðun hefði verið tekin að loka mennta- og háskólum landsins en ekki leik- og grunnskólum. „Það er vegna þess að þetta er tillaga sem kemur frá sóttvarnalækni og hann metur stöðuna þannig að það sé hægt að halda leik- og grunnskólum gangandi með þessum takmörkunum en auðvitað er þetta allt sérstakt. En við fáum þetta, við vinnum með þetta og ég vil líka nefna það að ég hef verið í mjög góðu sambandi við sænska menntamálaráðherrann. Svíþjóð er að gera þetta nákvæmlega eins. En svo auðvitað vitum við ekki; við vitum ekki nákvæmlega hver staðan verður eftir tvær vikur, eftir þrjár vikur.“ Staðan breytist dag frá degi og enn séu margir óvissuþættir uppi. Fáir hefðu til dæmis séð fyrir ákvarðanir Bandaríkjastjórnar og Evrópusambandsins um lokun landamæra. Lilja var spurð hvort aðgerðirnar til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldurs muni bitna á menntun nemenda. „Við getum ekki sagt að skólahald raskast ekki. Það held ég að við sjáum öll og svona leiðarljósið í þessu samkomulagi sem við náðum í sameiginlegri yfirlýsingu á sunnudaginn er að það þarf að taka tillit til þeirra aðstæðna sem eru uppi. Við sjáum það. Sumir kennarar eru í sóttkví, sumir eru smitaðir og við verðum að vera auðmjúk gagnvart þeim aðstæðum en engu að síður að halda utan um börnin og halda þeim við efnið.“ Lilja segir að áhersla verði lögð á að halda vel utan um nemendur sem séu í mestri hættu að hverfa frá námi. Aðspurð hvort til greina kæmi að lengja skólatímabilið útilokaði Lilja það ekki. „Það kemur allt til greina. En það gerum við auðvitað, eins og við höfum gert þegar við förum inn í þessar aðstæður, auðvitað í samráði við þá sem bera uppi skólastarf.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir „Ég myndi ekki óska mínum versta óvini að ganga í gegnum OCD“ Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að þrátt fyrir að þjóðin sé vissulega að sigla inn í erfiða tíma vegna útbreiðslu kórónuveiru þá sé margt sem vinni með Íslandi. „Þetta er auðvitað grafalvarlegt. Það er auðvitað ekki ánægjulegt að við þurfum að fara inn í svona stöðu en núna er Vestur-Evrópa og öll ríki í nákvæmlega sömu stöðu en við erum þó þar að við erum með stóran forða eins og ég hef sagt. Við erum með sterkar grunnstoðir hagkerfisins. Við erum matvælaland. Við flytjum miklu meiri matvæli út en við neytum, sem er styrkleiki í þessari stöðu,“ segir Lilja sem bendir að landfræðileg lega landsins sé líka styrkleiki. „Við erum þó það gæfurík að þegar við förum inn í þessa stöðu þá er staða ríkissjóðs býsna sterk. Hreinar skuldir í kringum 20% og ef við berum saman við ítalíu þá eru þær 120%. Og þið getið ímyndað ykkur fyrir ríki eins og Ítalíu að fara inn í þetta ástand.“ Þetta sagði Lilja sem var gestur í sjónvarpsþættinum Bítið í morgun. Mikið hefur mætt á Lilju en undir hana heyra menningar- og menntamálin. Allt starfsfólk skóla á öllum stigum sem og menningarstofnana landsins hafa síðastliðna daga verið í óðaönn að útfæra sína starfsemi samkvæmt samkomubanninu sem tilkynnt var um fyrir helgi. Hún var spurð hvers vegna sú ákvörðun hefði verið tekin að loka mennta- og háskólum landsins en ekki leik- og grunnskólum. „Það er vegna þess að þetta er tillaga sem kemur frá sóttvarnalækni og hann metur stöðuna þannig að það sé hægt að halda leik- og grunnskólum gangandi með þessum takmörkunum en auðvitað er þetta allt sérstakt. En við fáum þetta, við vinnum með þetta og ég vil líka nefna það að ég hef verið í mjög góðu sambandi við sænska menntamálaráðherrann. Svíþjóð er að gera þetta nákvæmlega eins. En svo auðvitað vitum við ekki; við vitum ekki nákvæmlega hver staðan verður eftir tvær vikur, eftir þrjár vikur.“ Staðan breytist dag frá degi og enn séu margir óvissuþættir uppi. Fáir hefðu til dæmis séð fyrir ákvarðanir Bandaríkjastjórnar og Evrópusambandsins um lokun landamæra. Lilja var spurð hvort aðgerðirnar til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldurs muni bitna á menntun nemenda. „Við getum ekki sagt að skólahald raskast ekki. Það held ég að við sjáum öll og svona leiðarljósið í þessu samkomulagi sem við náðum í sameiginlegri yfirlýsingu á sunnudaginn er að það þarf að taka tillit til þeirra aðstæðna sem eru uppi. Við sjáum það. Sumir kennarar eru í sóttkví, sumir eru smitaðir og við verðum að vera auðmjúk gagnvart þeim aðstæðum en engu að síður að halda utan um börnin og halda þeim við efnið.“ Lilja segir að áhersla verði lögð á að halda vel utan um nemendur sem séu í mestri hættu að hverfa frá námi. Aðspurð hvort til greina kæmi að lengja skólatímabilið útilokaði Lilja það ekki. „Það kemur allt til greina. En það gerum við auðvitað, eins og við höfum gert þegar við förum inn í þessar aðstæður, auðvitað í samráði við þá sem bera uppi skólastarf.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir „Ég myndi ekki óska mínum versta óvini að ganga í gegnum OCD“ Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Sjá meira