Er tími fjarvinnu runninn upp? Kristín I. Hálfdánardóttir skrifar 18. apríl 2020 14:00 Undanfarnar vikur hafa landsmenn uppgötvað ýmislegt merkilegt. Nú vita allir hvað Teams og Zoom er og flestir hafa lofsamað tímasparnaðinn sem fólginn er í því að þurfa hvorki að ferðast á né af fundum. Þar að auki lýkur fundum mun fyrr – við segjum það sem segja þarf og höldum svo áfram að vinna. Margir stjórnendur hafa tekið eftir því að fjarfundir gera fólki erfiðara að grípa fram í án þess að það sé augljóst. Þar af leiðandi eru fundirnir skilvirkari og stjórnendur fá meira út úr starfsmönnum sínum. Margir hafa nefnilega tekið eftir því að innhverfir starfsmenn blómstra á fjarfundum og tala öruggari heiman frá sér. Getur einmitt verið að tækifærið í Covid-krísunni sé að við gerum alvöru úr því að fjölga stöðugildum í fjarvinnu? Nú vitum við að þetta er hægt og við vitum líka að við getum náð frábærum árangri með því að vinna fjarri höfuðstöðvum (sérstaklega ef við erum ekki með börnin okkar á handleggnum og heimaskóla í gangi). Hugtakið fjarvinna kom fram á áttunda áratugnum í Bandaríkjunum og hefur þróast og breyst í takt við tækniframfarir síðustu fjóra áratugi. Hugmyndin virðist ekki hafa fest rætur á Íslandi fyrr en á tíunda áratug síðustu aldar og nú er lag að hrinda henni í framkvæmd. Undirrituð skrifaði síðasta vor lokaritgerð í viðskiptafræði um fjarvinnu á Íslandi. Litið var á fræðilega umræðu, fyrirliggjandi skýrslur, rannsóknir og umræðu í fjölmiðlum. Á sama tíma leitaðist höfundur við að svara spurningum um þróun hugtaksins og stöðu þess hér á Íslandi. Niðurstöðurnar voru skýrar. Í fyrsta lagi getur fjarvinna verið gagnleg leið fyrir stjórnendur til að gefa starfsmönnum betra jafnvægi milli einkalífs og vinnu. Í öðru lagi geta fjarvinnustörf stuðlað að jákvæðri byggðaþróun og gefið háskólamenntuðu fólki möguleika á að gegna draumastarfinu sínu hvar á landinu sem það kýs að búa. Í þriðja lagi gefur fjarvinna fyrirtækjum tækifæri til að ráða það sérhæfða starfsfólk sem það vantar óháð búsetu. Síðast en ekki síst vilja öll fyrirtæki spara húsnæðiskostnað. Þannig hagnast allir á því að fjarvinna sé í boði í fyrirtækjum hvort sem um ræðir höfuðborgarsvæðið eða á landsbyggðinni. Ritgerðin leiddi í ljós ákveðna stöðnun bæði í umræðu og framkvæmd þessara mála hér á Íslandi. Hugmyndin hefur ekki að verulegu marki drifið frá kenningum og kosningaloforðum yfir í framkvæmd. Vitaskuld vinna fjölmargir landsmenn heima á hverjum degi án þess að það sé mælt. Stjórnvöld vilja stuðla að jákvæðri byggðaþróun og hafa oftar en einu sinni haft fjarvinnustörf sem verkefnismarkmið í byggðaáætlunum. Þrátt fyrir það vantar eftirfylgni og sérstaklega framkvæmd. Margt bendir því til þess að fjarvinna sé munaðarlaust fyrirbæri hér á landi en nú er tækifæri til aðgerða. Hversu mörg störf á landsbyggðinni verður hægt að búa til eftir heimsfaraldurinn, nú þegar við vitum að þetta er hægt? Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Byggðamál Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hafa landsmenn uppgötvað ýmislegt merkilegt. Nú vita allir hvað Teams og Zoom er og flestir hafa lofsamað tímasparnaðinn sem fólginn er í því að þurfa hvorki að ferðast á né af fundum. Þar að auki lýkur fundum mun fyrr – við segjum það sem segja þarf og höldum svo áfram að vinna. Margir stjórnendur hafa tekið eftir því að fjarfundir gera fólki erfiðara að grípa fram í án þess að það sé augljóst. Þar af leiðandi eru fundirnir skilvirkari og stjórnendur fá meira út úr starfsmönnum sínum. Margir hafa nefnilega tekið eftir því að innhverfir starfsmenn blómstra á fjarfundum og tala öruggari heiman frá sér. Getur einmitt verið að tækifærið í Covid-krísunni sé að við gerum alvöru úr því að fjölga stöðugildum í fjarvinnu? Nú vitum við að þetta er hægt og við vitum líka að við getum náð frábærum árangri með því að vinna fjarri höfuðstöðvum (sérstaklega ef við erum ekki með börnin okkar á handleggnum og heimaskóla í gangi). Hugtakið fjarvinna kom fram á áttunda áratugnum í Bandaríkjunum og hefur þróast og breyst í takt við tækniframfarir síðustu fjóra áratugi. Hugmyndin virðist ekki hafa fest rætur á Íslandi fyrr en á tíunda áratug síðustu aldar og nú er lag að hrinda henni í framkvæmd. Undirrituð skrifaði síðasta vor lokaritgerð í viðskiptafræði um fjarvinnu á Íslandi. Litið var á fræðilega umræðu, fyrirliggjandi skýrslur, rannsóknir og umræðu í fjölmiðlum. Á sama tíma leitaðist höfundur við að svara spurningum um þróun hugtaksins og stöðu þess hér á Íslandi. Niðurstöðurnar voru skýrar. Í fyrsta lagi getur fjarvinna verið gagnleg leið fyrir stjórnendur til að gefa starfsmönnum betra jafnvægi milli einkalífs og vinnu. Í öðru lagi geta fjarvinnustörf stuðlað að jákvæðri byggðaþróun og gefið háskólamenntuðu fólki möguleika á að gegna draumastarfinu sínu hvar á landinu sem það kýs að búa. Í þriðja lagi gefur fjarvinna fyrirtækjum tækifæri til að ráða það sérhæfða starfsfólk sem það vantar óháð búsetu. Síðast en ekki síst vilja öll fyrirtæki spara húsnæðiskostnað. Þannig hagnast allir á því að fjarvinna sé í boði í fyrirtækjum hvort sem um ræðir höfuðborgarsvæðið eða á landsbyggðinni. Ritgerðin leiddi í ljós ákveðna stöðnun bæði í umræðu og framkvæmd þessara mála hér á Íslandi. Hugmyndin hefur ekki að verulegu marki drifið frá kenningum og kosningaloforðum yfir í framkvæmd. Vitaskuld vinna fjölmargir landsmenn heima á hverjum degi án þess að það sé mælt. Stjórnvöld vilja stuðla að jákvæðri byggðaþróun og hafa oftar en einu sinni haft fjarvinnustörf sem verkefnismarkmið í byggðaáætlunum. Þrátt fyrir það vantar eftirfylgni og sérstaklega framkvæmd. Margt bendir því til þess að fjarvinna sé munaðarlaust fyrirbæri hér á landi en nú er tækifæri til aðgerða. Hversu mörg störf á landsbyggðinni verður hægt að búa til eftir heimsfaraldurinn, nú þegar við vitum að þetta er hægt? Höfundur er viðskiptafræðingur.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar