Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta 50 ára afmælishátíð Glastonbury.
Þessi vinsæla tónlistarhátíð átti að fara fram dagana 24. til 28. júní og verður hún haldin árið 2021. Er þetta gert vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum.
Frá þessu greindu skipuleggjendur í morgun á Twitter. Miðar þeirra 135 þúsund sem þegar höfðu keypt miða á hátíðina verða gildir á næsta ári.
Búist er einfaldlega við því að sömu listamenn komi fram á næsta ári en meðal þeirra sem áttu að stíga á svið í sumar voru meðal annars Taylor Swift, Lana Del Rey, Paul McCartney, Kendrick Lamar, Camila Cabello, Dua Lipa, Diana Ross og fleiri.
We are so sorry to announce this, but we are going to have to cancel Glastonbury 2020. Tickets for this year will roll over to next year. Full statement below and on our website. Michael & Emily pic.twitter.com/ox8kcQ0HoB
— Glastonbury Festival (@glastonbury) March 18, 2020