Eins neysla er annars brauð Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar 18. mars 2020 11:30 Þegar áföll verða í samfélaginu og árferðið erfitt, vegur sterk fjárhagsstaða sveitarfélags þungt því aldrei er meiri nauðsyn á góðri nærþjónustu. Þegar þetta er skrifað hafa 240 Íslendingar greinst með COVID-19 og 2500 manns eru ýmist í sóttkví eða einangrun í því skyni að hindra útbreiðslu þessarar vár sem hefur nú þegar lamað samfélagskerfi margra þjóða. Forystufólk okkar hefur staðið sig vel. Framlínuteymi almannavarna, sóttvarnarlæknir, landlæknir og lögregla una sér ekki hvíldar og áherslan hefur verið að vernda þá sem eru viðkvæmastir fyrir og fá almenning með í þær aðgerðir. Við höfum öll gert það sem við getum. Þá hefur ríkisstjórnin boðað aðgerðir sem skipta miklu máli og áhersla okkar á sveitarstjórnarstiginu hefur verið að tryggja grunnþjónustu fyrir þá sem þurfa aðstoð ásamt því að skipuleggja mikilvægt starf leik- og grunnskóla. Þróttmikið atvinnulíf er forsenda velferðar og þróun launa og kaupmáttar byggist á vexti og viðgangi þess. Ef hægir á hjólum atvinnulífsins, til dæmis með því að eftirspurn eftir vörum og þjónustu minnkar mjög skarpt, fækkar störfum og það viljum við koma í veg fyrir. Hvernig gerum við það þegar vá er fyrir dyrum og við hættum okkur helst ekki út fyrir hússins dyr? Við höfum verið dugleg að fara að fyrirmælum síðustu daga, þvegið hendur og sótthreinsað, gætt að fjarlægð á milli fólks og fylgt samkomubanni. Þessum fyrirmælum hefur líka fylgt mikilvæg hvatning, hvatning til að halda áfram. Og á meðan við getum eigum við ekki að hætta að gera venjulega hluti og njóta þess að vera til. Það skiptir máli að við gerum ekki hlé á lífinu, við eigum að fara út að borða, kíkja aðeins í verslanir og kaupa nauðsynjar og jafnvel sitthvað fleira. Ef ferðalög til útlanda verða áfram háð miklum takmörkunum, er ekkert því til fyrirstöðu að ferðast innanlands og njóta heima. Hegðun okkar og neysla hefur áhrif á samfélagið, atvinnulífið og störfin í landinu. Í sinni einföldustu mynd er þetta svona: Við kaupum hluti sem okkur vantar og langar í og í staðinn látum við fólkið, sem bjó þá til og selur, fá peninga sem það notar svo til að kaupa hluti sem það vantar og langar í og svo endalaust framvegis. Stíflum ekki þetta kerfi með því að skríða inn í skel. Garðabær er vel í sveit settur og mun ekki draga lappirnar í þessum efnum frekar en öðrum og mun halda áfram að kaupa og veita þjónustu hér eftir sem hingað til. Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Hulda Jónsdóttir Garðabær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar áföll verða í samfélaginu og árferðið erfitt, vegur sterk fjárhagsstaða sveitarfélags þungt því aldrei er meiri nauðsyn á góðri nærþjónustu. Þegar þetta er skrifað hafa 240 Íslendingar greinst með COVID-19 og 2500 manns eru ýmist í sóttkví eða einangrun í því skyni að hindra útbreiðslu þessarar vár sem hefur nú þegar lamað samfélagskerfi margra þjóða. Forystufólk okkar hefur staðið sig vel. Framlínuteymi almannavarna, sóttvarnarlæknir, landlæknir og lögregla una sér ekki hvíldar og áherslan hefur verið að vernda þá sem eru viðkvæmastir fyrir og fá almenning með í þær aðgerðir. Við höfum öll gert það sem við getum. Þá hefur ríkisstjórnin boðað aðgerðir sem skipta miklu máli og áhersla okkar á sveitarstjórnarstiginu hefur verið að tryggja grunnþjónustu fyrir þá sem þurfa aðstoð ásamt því að skipuleggja mikilvægt starf leik- og grunnskóla. Þróttmikið atvinnulíf er forsenda velferðar og þróun launa og kaupmáttar byggist á vexti og viðgangi þess. Ef hægir á hjólum atvinnulífsins, til dæmis með því að eftirspurn eftir vörum og þjónustu minnkar mjög skarpt, fækkar störfum og það viljum við koma í veg fyrir. Hvernig gerum við það þegar vá er fyrir dyrum og við hættum okkur helst ekki út fyrir hússins dyr? Við höfum verið dugleg að fara að fyrirmælum síðustu daga, þvegið hendur og sótthreinsað, gætt að fjarlægð á milli fólks og fylgt samkomubanni. Þessum fyrirmælum hefur líka fylgt mikilvæg hvatning, hvatning til að halda áfram. Og á meðan við getum eigum við ekki að hætta að gera venjulega hluti og njóta þess að vera til. Það skiptir máli að við gerum ekki hlé á lífinu, við eigum að fara út að borða, kíkja aðeins í verslanir og kaupa nauðsynjar og jafnvel sitthvað fleira. Ef ferðalög til útlanda verða áfram háð miklum takmörkunum, er ekkert því til fyrirstöðu að ferðast innanlands og njóta heima. Hegðun okkar og neysla hefur áhrif á samfélagið, atvinnulífið og störfin í landinu. Í sinni einföldustu mynd er þetta svona: Við kaupum hluti sem okkur vantar og langar í og í staðinn látum við fólkið, sem bjó þá til og selur, fá peninga sem það notar svo til að kaupa hluti sem það vantar og langar í og svo endalaust framvegis. Stíflum ekki þetta kerfi með því að skríða inn í skel. Garðabær er vel í sveit settur og mun ekki draga lappirnar í þessum efnum frekar en öðrum og mun halda áfram að kaupa og veita þjónustu hér eftir sem hingað til. Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar