Danadrottning: Kórónuveiran er vágestur Kjartan Kjartansson skrifar 17. mars 2020 19:50 Margrét Þórhildur Danadrottning. Myndin er úr safni. Vísir/EPA Margrét Þórhildur Danadrottning hvatti landa sína til þess að taka aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins alvarlega í sögulegu sjónvarpsávarpi í kvöld. Varaði hún við því að enn væru ýmsir sem hegðuðu sér af hugsunar- og tillitsleysi. Áður en ávarp drottningar hófst tilkynnti ríkisstjórn Mette Frederiksen forsætisráðherra um enn strangari aðgerðir til að bregðast við faraldrinum. Samkomur tíu manna og fleiri eru bannaðar og loka þarf alls kyns fyrirtækjum og opinberum stöðum eins og veitingastöðum, verslunarmiðstöðvum og íþróttahúsum til 30. mars. „Ég er með ákall til allra: kórónuveiran er vágestur og hún gengur hart fram. Smitin halda áfram. Löng og ógnvekjandi keðja. Í þeirri keðju mun fólk deyja. Barn gæti misst ömmu sína. Kona mann sinn,“ sagði drottningin í fyrsta slíka ávarpi dansks þjóðhöfðingja frá því að afi Margrétar talaði beint til þjóðarinnar við lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Biðlaði hún til Dana að hugsa vel um eigin hegðun á tímum faraldursins. „Það er keðjan sem við verðum að slíta og sem við getum slitið. Þetta getur aðeins gerst ef við hugsum öll um það,“ sagði drottningin sem ítrekaði tilmæli yfirvalda um að fólk þvoi sér um hendur, forðast návígi við aðra og haldi sig heima við. Varaði drottningin við því að enn væru ýmsir sem tækju vána ekki alvarlega. „Maður sér ennþá hópa af öllum aldri standa of þétt saman, það er hugsunarleysi og tillitsleysi,“ sagði Margrét. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Margrét Þórhildur Danadrottning hvatti landa sína til þess að taka aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins alvarlega í sögulegu sjónvarpsávarpi í kvöld. Varaði hún við því að enn væru ýmsir sem hegðuðu sér af hugsunar- og tillitsleysi. Áður en ávarp drottningar hófst tilkynnti ríkisstjórn Mette Frederiksen forsætisráðherra um enn strangari aðgerðir til að bregðast við faraldrinum. Samkomur tíu manna og fleiri eru bannaðar og loka þarf alls kyns fyrirtækjum og opinberum stöðum eins og veitingastöðum, verslunarmiðstöðvum og íþróttahúsum til 30. mars. „Ég er með ákall til allra: kórónuveiran er vágestur og hún gengur hart fram. Smitin halda áfram. Löng og ógnvekjandi keðja. Í þeirri keðju mun fólk deyja. Barn gæti misst ömmu sína. Kona mann sinn,“ sagði drottningin í fyrsta slíka ávarpi dansks þjóðhöfðingja frá því að afi Margrétar talaði beint til þjóðarinnar við lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Biðlaði hún til Dana að hugsa vel um eigin hegðun á tímum faraldursins. „Það er keðjan sem við verðum að slíta og sem við getum slitið. Þetta getur aðeins gerst ef við hugsum öll um það,“ sagði drottningin sem ítrekaði tilmæli yfirvalda um að fólk þvoi sér um hendur, forðast návígi við aðra og haldi sig heima við. Varaði drottningin við því að enn væru ýmsir sem tækju vána ekki alvarlega. „Maður sér ennþá hópa af öllum aldri standa of þétt saman, það er hugsunarleysi og tillitsleysi,“ sagði Margrét.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira