Stórstjarna Liverpool liðsins hefur heldur betur látið sitt af mörkum í heimalandi sínu í baráttunni við útbreiðslu kórónuveirunnar.
Sadio Mane lét af hendi 30 milljónir senegalskra franka til stjórnvalda í Senegal en það eru um sjö milljónir íslenskra króna.
Sadio Mane has made a donation of around £41,000 to the national committee fighting against coronavirus in his home country of Senegal.
— BBC Sport (@BBCSport) March 17, 2020
https://t.co/Q5HfnvrWN6 pic.twitter.com/OviJQWkL9u
Umboðsmaður Sadio Mane staðfesti fréttirnar og sagði að leikmaðurinn hafi tekið það upp hjá sér sjálfur að leggja pening í baráttuna þegar hann gerði sér grein fyrir því hvernig málin eru að þróast í Senegal.
Sadio Mane setti líka inn myndband á samfélagsmiðla sína þar sem hann skoraði á alla að taka kórónuveiruna alvarlega og virða fyrirmæli stjórnvalda.
Sadio Mane var kosinn Knattspyrnumaður Afríku í fyrra og er stærsta íþróttastjarnan Senegal.
Allar æfingar Liverpool liðsins á Melwood æfingasvæðinu hafa verið stöðvaðar en öllum leikjum liðsins til 4. apríl var frestað á föstudaginn.
Mane og aðrir leikmenn hafa æft sjálfir í einrúmi eftir að hafa fengið fyrirmæli frá knattspyrnustjóranum Jürgen Klopp.