Ákveðnar starfstéttir fá forgang að þjónustu leik- og grunnskóla Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. mars 2020 12:53 Á meðal þeirra starfsstétta sem fá forgang að þjónustunni er starfsfólk heilsugæslunnar. Hér sjást starfsmenn Heilsugæslunnar á Höfða taka sýni fyrir kórónuveirunni. Vísir/vilhelm Á lista almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra yfir það starfsfólk í framlínustörfum sem hefur forgang að grunn- og leikskólaþjónustu, frístundastarfi og þjónustu dagforeldra vegna kórónuveirunnar eru meðal annars ráðherrar og ráðuneytisstjórar, lögreglumenn, sjúkraflutningamenn, starfsfólk sjúkrahúsa og starfsfólk í leik- og grunnskólum. Listinn um hvaða starfsstéttir hafa forgang að þjónustunni er gefinn út til að sú starfsemi sem þær tilteknu starfsstéttir sinna skerðist sem minnst á meðan á fjögurra vikna löngu samkomubanni stendur. Bannið er sett til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Starfsemi framhaldsskóla og háskóla skerðist verulega í samkomubanninu þar sem öllum þeim menntastofnunum hefur verið lokað. Framhaldsskólakennarar og háskólakennarar eiga þó að sinna fjarkennslu eins og kostur er á meðan bannið er í gildi en samkvæmt lista almannavarna, sem Vísir hefur undir höndum og dagsettur er í gær, hafa þær starfsstéttir þó ekki forgang að leik- og grunnskólaþjónustu eins og stendur. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.vísir/vilhelm Listinn í vinnslu og ekki endanlegt plagg Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir í samtali við Vísi að þetta verði klárlega skoðað; það hljómi eins og framhaldsskólakennarar og háskólakennarar eigi að vera á listanum. „Ef það er ekki á listanum og hefur átt að vera þá hefur það bara gleymst. Þetta er listi sem er í vinnslu, þetta er ekkert endanlegt. Það verður bætt á hann eftir mati bara hvað þarf,“ segir Víðir. Vegna samkomubannsins er þjónusta leik- og grunnskóla skert verulega víða um land. Víðir segir að það hafi í sjálfu sér ekki komið á óvart að skerða þyrfti skólastarf verulega, að minnsta kosti ekki hvað varðar stærstu skólana. „Það kom í ljós þegar við funduðum með þessum aðilum um helgina að í mikið af þessum stærri skólum yrði þetta verulega mjög erfitt í útfærslu að láta þetta ganga upp þannig að menn klárlega sáu það fyrir að það yrðu einhverjir dagar þar sem að nemendur gætu ekki verið alla daga í skólanum í stærri skólunum. Það var nokkuð ljóst frá upphafi og eins og kennararnir bentu á þá verður þetta ekkert venjulegt skólastarf, ekki einu sinni fyrir þá nemendur sem fá kennslu heldur verður þetta með allt öðru sniði en þetta hefur verið. Þannig að eins og við höfum verið að segja þá erum við búin að færa okkar viðmið eða normið svolítið til í þessu málum,“ segir Víðir. Þá segir Víðir aðspurður það ekki hafa komið inn á borð almannavarna að setja starfsfólk Ríkisútvarpsins á lista yfir þær starfsstéttir sem hafa forgang að þjónustu leik- og grunnskóla, frístundastarfi og dagforeldrum á meðan ástandið varir. Stofnunin hefur það skilgreinda almannavarnahlutverk samkvæmt þjónustusamningi við ríkið að tryggja upplýsingaþjónustu og miðlun þegar vá ber að höndum. Þjónusta leikskóla skerðist næstu vikurnar á meðan á samkomubanninu varir.Vísir/Vilhelm Opnað fyrir umsóknir um forgang á morgun Fram kom í tölvupósti sem sendur var í morgun til foreldra og forráðamanna barna sem eru á leikskóla á höfuðborgarsvæðinu að þeir sem eiga rétt á forgangi fyrir börn sín eigi að sækja um það í gegnum síðuna island.is. Opnað verður fyrir umsóknir á morgun, 18. mars. Áður hafði verið kynnt að fylla ætti út eyðublað og skila því til leikskólastjóra en umsóknir foreldra um forgang munu nú berast til leikskólans með rafrænum þegar búið er að sækja um á island.is. Með póstinum var síðan sent skjal þar sem finna má lista sem almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur gefið út varðandi það hvaða starfsfólk í framlínu á forgang um aukna skóla- og leikskólaþjónustu, frístundastarfi fyrir börn í 1. og 2. bekk og dagforeldraþjónustu. Í skjalinu kemur fram að miðað er við börn hjá dagforeldrum, í leikskóla og 1. og 2. bekk í grunnskóla. „Ferlið væri því þannig að viðkomandi starfsstéttum sé gert ljóst að þetta sé til staðar. Starfsfólk sem á kost á þessu getur sótt um slíkt inn á island.is og unnið svo að útfærslu með viðkomandi skólastjórnanda eða dagforeldri,“ segir í skjalinu. Þá er vakin athygli á því að listinn sé sífellt í endurskoðun. Listinn yfir þær starfsstéttir sem hafa forgang að þjónustu leik- og grunnskóla, frístundastarfi og dagforeldrum: Stjórnsýslan • Ráðherrar • Ráðuneytisstjórar • Upplýsingafulltrúar ráðuneyta • Aðstoðarmenn ráðherra • Skrifstofustjórar • Öryggisstjórar ráðuneyta • Öryggistrúnaðarmenn ráðuneyta • Ritarar ráðherra • Ritarar ráðuneytisstjóra • Sóttvarnalæknir • Landlæknir • Aðstoðarmaður sóttvarnalæknis • Aðstoðarmaður landlæknis • Fangaverðir • Framlínustarfsfólk hjá Seðlabanka Íslands Viðbragðsaðilar • Lögreglan • Embætti ríkislögreglustjóra • Slökkvilið • Sjúkraflutningar • Landhelgisgæslan • Rauði krossinn • Slysavarnafélagið Landsbjörg Heilbrigðisstarfsfólk • Sjúkrahús • Hjúkrunarheimili • Dvalarheimili • Heilsugæsla • Bakvarðasveit velferðarþjónustu Á sveitarfélagsvísu • Starfsfólk grunnskóla • Starfsfólk leikskóla • Starfsfólk frístundarheimila • Starfsfólk heimila fyrir fatlað fólk • Starfsfólk hjúkrunarheimila • Starfsfólk þjónustuíbúða fyrir aldrað fólk • Starfsfólk í heimaþjónustu • Starfsfólk í heimahjúkrun • Starfsfólk í Heilbrigðiseftirliti • Framlínustarfsfólk í veitum; rafveita, vatnsveita, frárennsli, gagnaveita • Starfsfólk í sorphirðu • Þjónustufulltrúar í þjónustuveri • Starfsfólk bráðavaktar barnaverndar • Starfsfólk í þjónustuúrræðum barnaverndar • Upplýsingafulltrúar sveitarfélaga • Starfsmenn neyðarstjórna • Skrifstofustjórar • Sviðsstjórar sveitarfélaganna • Bæjarstjórar • Borgarstjóri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Á lista almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra yfir það starfsfólk í framlínustörfum sem hefur forgang að grunn- og leikskólaþjónustu, frístundastarfi og þjónustu dagforeldra vegna kórónuveirunnar eru meðal annars ráðherrar og ráðuneytisstjórar, lögreglumenn, sjúkraflutningamenn, starfsfólk sjúkrahúsa og starfsfólk í leik- og grunnskólum. Listinn um hvaða starfsstéttir hafa forgang að þjónustunni er gefinn út til að sú starfsemi sem þær tilteknu starfsstéttir sinna skerðist sem minnst á meðan á fjögurra vikna löngu samkomubanni stendur. Bannið er sett til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Starfsemi framhaldsskóla og háskóla skerðist verulega í samkomubanninu þar sem öllum þeim menntastofnunum hefur verið lokað. Framhaldsskólakennarar og háskólakennarar eiga þó að sinna fjarkennslu eins og kostur er á meðan bannið er í gildi en samkvæmt lista almannavarna, sem Vísir hefur undir höndum og dagsettur er í gær, hafa þær starfsstéttir þó ekki forgang að leik- og grunnskólaþjónustu eins og stendur. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.vísir/vilhelm Listinn í vinnslu og ekki endanlegt plagg Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir í samtali við Vísi að þetta verði klárlega skoðað; það hljómi eins og framhaldsskólakennarar og háskólakennarar eigi að vera á listanum. „Ef það er ekki á listanum og hefur átt að vera þá hefur það bara gleymst. Þetta er listi sem er í vinnslu, þetta er ekkert endanlegt. Það verður bætt á hann eftir mati bara hvað þarf,“ segir Víðir. Vegna samkomubannsins er þjónusta leik- og grunnskóla skert verulega víða um land. Víðir segir að það hafi í sjálfu sér ekki komið á óvart að skerða þyrfti skólastarf verulega, að minnsta kosti ekki hvað varðar stærstu skólana. „Það kom í ljós þegar við funduðum með þessum aðilum um helgina að í mikið af þessum stærri skólum yrði þetta verulega mjög erfitt í útfærslu að láta þetta ganga upp þannig að menn klárlega sáu það fyrir að það yrðu einhverjir dagar þar sem að nemendur gætu ekki verið alla daga í skólanum í stærri skólunum. Það var nokkuð ljóst frá upphafi og eins og kennararnir bentu á þá verður þetta ekkert venjulegt skólastarf, ekki einu sinni fyrir þá nemendur sem fá kennslu heldur verður þetta með allt öðru sniði en þetta hefur verið. Þannig að eins og við höfum verið að segja þá erum við búin að færa okkar viðmið eða normið svolítið til í þessu málum,“ segir Víðir. Þá segir Víðir aðspurður það ekki hafa komið inn á borð almannavarna að setja starfsfólk Ríkisútvarpsins á lista yfir þær starfsstéttir sem hafa forgang að þjónustu leik- og grunnskóla, frístundastarfi og dagforeldrum á meðan ástandið varir. Stofnunin hefur það skilgreinda almannavarnahlutverk samkvæmt þjónustusamningi við ríkið að tryggja upplýsingaþjónustu og miðlun þegar vá ber að höndum. Þjónusta leikskóla skerðist næstu vikurnar á meðan á samkomubanninu varir.Vísir/Vilhelm Opnað fyrir umsóknir um forgang á morgun Fram kom í tölvupósti sem sendur var í morgun til foreldra og forráðamanna barna sem eru á leikskóla á höfuðborgarsvæðinu að þeir sem eiga rétt á forgangi fyrir börn sín eigi að sækja um það í gegnum síðuna island.is. Opnað verður fyrir umsóknir á morgun, 18. mars. Áður hafði verið kynnt að fylla ætti út eyðublað og skila því til leikskólastjóra en umsóknir foreldra um forgang munu nú berast til leikskólans með rafrænum þegar búið er að sækja um á island.is. Með póstinum var síðan sent skjal þar sem finna má lista sem almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur gefið út varðandi það hvaða starfsfólk í framlínu á forgang um aukna skóla- og leikskólaþjónustu, frístundastarfi fyrir börn í 1. og 2. bekk og dagforeldraþjónustu. Í skjalinu kemur fram að miðað er við börn hjá dagforeldrum, í leikskóla og 1. og 2. bekk í grunnskóla. „Ferlið væri því þannig að viðkomandi starfsstéttum sé gert ljóst að þetta sé til staðar. Starfsfólk sem á kost á þessu getur sótt um slíkt inn á island.is og unnið svo að útfærslu með viðkomandi skólastjórnanda eða dagforeldri,“ segir í skjalinu. Þá er vakin athygli á því að listinn sé sífellt í endurskoðun. Listinn yfir þær starfsstéttir sem hafa forgang að þjónustu leik- og grunnskóla, frístundastarfi og dagforeldrum: Stjórnsýslan • Ráðherrar • Ráðuneytisstjórar • Upplýsingafulltrúar ráðuneyta • Aðstoðarmenn ráðherra • Skrifstofustjórar • Öryggisstjórar ráðuneyta • Öryggistrúnaðarmenn ráðuneyta • Ritarar ráðherra • Ritarar ráðuneytisstjóra • Sóttvarnalæknir • Landlæknir • Aðstoðarmaður sóttvarnalæknis • Aðstoðarmaður landlæknis • Fangaverðir • Framlínustarfsfólk hjá Seðlabanka Íslands Viðbragðsaðilar • Lögreglan • Embætti ríkislögreglustjóra • Slökkvilið • Sjúkraflutningar • Landhelgisgæslan • Rauði krossinn • Slysavarnafélagið Landsbjörg Heilbrigðisstarfsfólk • Sjúkrahús • Hjúkrunarheimili • Dvalarheimili • Heilsugæsla • Bakvarðasveit velferðarþjónustu Á sveitarfélagsvísu • Starfsfólk grunnskóla • Starfsfólk leikskóla • Starfsfólk frístundarheimila • Starfsfólk heimila fyrir fatlað fólk • Starfsfólk hjúkrunarheimila • Starfsfólk þjónustuíbúða fyrir aldrað fólk • Starfsfólk í heimaþjónustu • Starfsfólk í heimahjúkrun • Starfsfólk í Heilbrigðiseftirliti • Framlínustarfsfólk í veitum; rafveita, vatnsveita, frárennsli, gagnaveita • Starfsfólk í sorphirðu • Þjónustufulltrúar í þjónustuveri • Starfsfólk bráðavaktar barnaverndar • Starfsfólk í þjónustuúrræðum barnaverndar • Upplýsingafulltrúar sveitarfélaga • Starfsmenn neyðarstjórna • Skrifstofustjórar • Sviðsstjórar sveitarfélaganna • Bæjarstjórar • Borgarstjóri
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent