Fólk mun eiga þess kost að fresta sólarlandaferðum sínum Jakob Bjarnar skrifar 16. mars 2020 13:49 Í raun væri verið að flúga með fólk út til að sitja í stofufangelsi á Spáni eins og staðan er í dag. Þeir sem eru að flækjast á götum úti án gildrar ástæðu eru sektaðir um milli 500 til 2000 evra. Ferðaskrifstofan Heimsferðir ætla að bregðast við þeim vanda sem upp er kominn en fólki þykir óásættanlegt að þurfa að halda áætlun og fljúga til sólarlanda til þess eins að vera lokað inni á herbergi. Vísir ræddi við Tómas J. Gestsson framkvæmdastjóra Heimsferða en honum þykir þetta ekki alveg sanngjarnt upplegg, að Heimsferðir hafi ákveðið uppá eigin spýtur að vilja fljúga fólki út á svæði sem skilgreint hafa verið sem hááhættusvæði. Ferðaskrifstofurnar funda með ferðamálastofu Stóru ferðaskrifstofurnar þrjár, Heimsferðir, Úrval Útsýn og Vita funduðu í gær með Ferðamálastofu og þar var ákveðið í sameiningu að vert væri að svo stöddu að halda áætlun. En, framhaldsfundur verður haldinn nú strax eftir hádegi. Þetta eru hinir almennu skilmálar sem um var rætt á fundinum að fólk eigi ekki endurgreiðslurétt. „Við sögðum fólki að við værum að bíða eftir niðurstöðum þess fundar og ætluðum þá að skoða þetta betur,“ segir Tómas. Tómas á Heimsferðum segir að niðurstaða þriggja ferðaskrifstofa með ferðamálastofu hafi leitt til þessarar niðurstöðu. Til stendur að bjóða farþegum ferðainneign kjósi þeir að hætta við ferðina. Hann segir sitt fyrirtæki þó ekki bundið af því hvað kemur út úr þeim fundi, þau vilja vera lausnamiðuð og nú liggi fyrir að fólki gefst kostur á að færa til ferðir sínar. Það verður gert með þeim hætti að fólk mun eiga inneign á ferð seinna innan þessa árs. Mörg fyrirtæki standa tæpt Fyrir liggur að ferðaskrifstofur sem og reyndar öll ferðaþjónustan á í stórkostlegum vandræðum vegna þeirrar stöðu sem komin er upp vegna kórónuveirunnar. „Það eru allir í erfiðleikum,“ segir Tómas en það sé þó ekki á borðinu hjá þeim að gjaldþrot blasi við. „En, þetta er harður bisness. Lítil álagning í þessum geira og þegar svona skellur á verður þetta enn erfiðara. Og það smitar svo út í aðrar greinar,“ segir Tómas. Þó ekki sé verið að horfa til gjaldþrots hjá Heimsferðum segir Tómas að hann viti til þess að mörg fyrirtæki standi tæpt. „Og eftir því sem þetta dregst, þeim mun erfiðara verður þetta.“ Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Telur galið að Heimsferðir vilji fljúga með sig á hááhættusvæði Jónína Símonardóttir segir farþega í spennitreyju, þeir verði að ákveða sjálfir hvort þeir fari eða ekki. 16. mars 2020 11:08 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Ferðaskrifstofan Heimsferðir ætla að bregðast við þeim vanda sem upp er kominn en fólki þykir óásættanlegt að þurfa að halda áætlun og fljúga til sólarlanda til þess eins að vera lokað inni á herbergi. Vísir ræddi við Tómas J. Gestsson framkvæmdastjóra Heimsferða en honum þykir þetta ekki alveg sanngjarnt upplegg, að Heimsferðir hafi ákveðið uppá eigin spýtur að vilja fljúga fólki út á svæði sem skilgreint hafa verið sem hááhættusvæði. Ferðaskrifstofurnar funda með ferðamálastofu Stóru ferðaskrifstofurnar þrjár, Heimsferðir, Úrval Útsýn og Vita funduðu í gær með Ferðamálastofu og þar var ákveðið í sameiningu að vert væri að svo stöddu að halda áætlun. En, framhaldsfundur verður haldinn nú strax eftir hádegi. Þetta eru hinir almennu skilmálar sem um var rætt á fundinum að fólk eigi ekki endurgreiðslurétt. „Við sögðum fólki að við værum að bíða eftir niðurstöðum þess fundar og ætluðum þá að skoða þetta betur,“ segir Tómas. Tómas á Heimsferðum segir að niðurstaða þriggja ferðaskrifstofa með ferðamálastofu hafi leitt til þessarar niðurstöðu. Til stendur að bjóða farþegum ferðainneign kjósi þeir að hætta við ferðina. Hann segir sitt fyrirtæki þó ekki bundið af því hvað kemur út úr þeim fundi, þau vilja vera lausnamiðuð og nú liggi fyrir að fólki gefst kostur á að færa til ferðir sínar. Það verður gert með þeim hætti að fólk mun eiga inneign á ferð seinna innan þessa árs. Mörg fyrirtæki standa tæpt Fyrir liggur að ferðaskrifstofur sem og reyndar öll ferðaþjónustan á í stórkostlegum vandræðum vegna þeirrar stöðu sem komin er upp vegna kórónuveirunnar. „Það eru allir í erfiðleikum,“ segir Tómas en það sé þó ekki á borðinu hjá þeim að gjaldþrot blasi við. „En, þetta er harður bisness. Lítil álagning í þessum geira og þegar svona skellur á verður þetta enn erfiðara. Og það smitar svo út í aðrar greinar,“ segir Tómas. Þó ekki sé verið að horfa til gjaldþrots hjá Heimsferðum segir Tómas að hann viti til þess að mörg fyrirtæki standi tæpt. „Og eftir því sem þetta dregst, þeim mun erfiðara verður þetta.“
Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Telur galið að Heimsferðir vilji fljúga með sig á hááhættusvæði Jónína Símonardóttir segir farþega í spennitreyju, þeir verði að ákveða sjálfir hvort þeir fari eða ekki. 16. mars 2020 11:08 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Telur galið að Heimsferðir vilji fljúga með sig á hááhættusvæði Jónína Símonardóttir segir farþega í spennitreyju, þeir verði að ákveða sjálfir hvort þeir fari eða ekki. 16. mars 2020 11:08