Handbolti

Rúnar áfram í Þýskalandi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Rúnar Sigtryggsson heldur aftur til Þýskalands og mun stýra Aue næstu vikurnar.
Rúnar Sigtryggsson heldur aftur til Þýskalands og mun stýra Aue næstu vikurnar. STÖÐ 2 SPORT

Rúnar Sigtryggsson mun stýra Þýska 2. deildarliðinu Aue áfram eftir áramót. Rúnar tók við þýska handknattleiksfélaginu tímabundið vegna veikinda þjálfara liðsins fyrr í þessum mánuði en nú hefur verið staðfest að hann verði áfram við stjórnvölin. Allavega fram í febrúar.

Þetta staðfesti Rúnar sjálfur í viðtali við Handbolti.is.

Stephen Swat, þjálfari Aue, greindist með kórónuveiruna og veiktist í kjölfarið illa. Hann hefur ekki enn náð fullum bata og leitaði félagið því til Rúnars sem stýrði liðinu um árabil áður en hann kom hingað til lands og þjálfaði Stjörnuna ásamt því að sinna hlutverki sérfræðings í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport.

„Við gengum frá samkomulagi um að ég kæmi aftur út til liðsins um miðjan janúar og tæki sex vikur til viðbótar,“ sagði Rúnar í stuttu spjalli við Handbolti.is.

Aue er sem stendur í 9. sæti þýsku B-deildarinnar. Liðið hefur aðeins unnið einn af þeim sex leikjum sem Rúnar hefur verið á hliðarlínunni. Tveir hafa endað með jafntefli og þrír með tapi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×