Þingmenn munu neyðast til að taka afstöðu með eða á móti Trump Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. desember 2020 23:04 Margir eru uggandi yfir afleiðingum þess að þingmenn séu settir í þá stöðu að þurfa að taka opinbera afstöðu með eða á móti Trump. epa/Michael Reynolds Öldungadeildarþingmaðurinn Josh Hawley greindi frá því í dag að hann hygðist mótmæla þegar Bandaríkjaþing „telur“ kjörmannaatkvæðin eftir forsetakosningarnar 6. janúar næstkomandi. Ákvörðun Hawley mun gera það að verkum að þingmenn beggja deilda ganga til atkvæða um sigur Joe Biden í kosningunum. Þingmenn Repúblikanaflokksins munu þannig þurfa að opinbera afstöðu sína gagnvart kosningunum eða með öðrum orðum; taka afstöðu með eða á móti forsetanum, sem heldur því enn fram að kosningunm hafi verið „stolið“. Nokkuð er síðan nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni sögðust myndu mótmæla úrslitunum en ákvörðun Hawley skiptir sköpum þar sem þingmenn beggja deilda verða að mótmæla til að eitthvað gerist. Og hvað er það sem gerist? Hawley virðist ötull stuðningsmaður forsetans, ef marka má Twitter. Jú, ef úrslitum er mótmælt í báðum deildum þegar þær koma saman 6. janúar er þeim skipt upp og báðar deildir taka allt að tvær klukkustundir til að ræða málið. Það er síðan útkljáð með atkvæðagreiðslu. Fulltrúadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins hafa gefið út að þeir hyggist mótmæla talningunni í allt að sex ríkjum, sem þýðir að umræðurnar gætu varað í allt að tólf klukkustundir samanlagt. Óttast pólitískan sirkus Þegar hann tilkynnti um ákvörðun sína benti Hawley meðal annars á að demókratar hafa sjálfir gripið til mótmæla en það gerðu þeir meðal annars þegar Trump sigraði í forsetakosningunum árið 2016 og þegar George W. Bush vann naumlega í Flórída, eins og frægt er orðið. Í bæði skipti tók þó enginn öldungadeildarþingmaður undir mótmælin og málið því sjálfdautt. Heimildir herma að nokkuð kurr sé í mörgum repúblikönum vegna fyrirætlana Hawley og félaga; talningin muni verða að pólitískum sirkus og draga athyglina að tilhæfulausum ásökunum Donald Trump. Mitch MCConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, hefur fyrir sitt leyti sagt mótmælin gjörsamlega tilgangslaus. Það eina sem muni gerast er að flokksmenn muni neyðast til að taka afstöðu gegn Trump, flokksbróður sínum og sitjandi forseta. Trump hefur þrýst mjög á að þingið láti til sín taka hvað varðar úrslit kosninganna, þar sem dómstólaleiðin hefur ekki reynst heillavænleg. Hann mun ekki taka því vel ef samflokksmenn hans greiða atkvæði til að staðfesta sigur Biden en hann hefur þegar haft í hótunum við þá sem styðja ekki mótmælin. Republicans in the Senate so quickly forget. Right now they would be down 8 seats without my backing them in the last Election. RINO John Thune, “Mitch’s boy”, should just let it play out. South Dakota doesn’t like weakness. He will be primaried in 2022, political career over!!!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 23, 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Ákvörðun Hawley mun gera það að verkum að þingmenn beggja deilda ganga til atkvæða um sigur Joe Biden í kosningunum. Þingmenn Repúblikanaflokksins munu þannig þurfa að opinbera afstöðu sína gagnvart kosningunum eða með öðrum orðum; taka afstöðu með eða á móti forsetanum, sem heldur því enn fram að kosningunm hafi verið „stolið“. Nokkuð er síðan nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni sögðust myndu mótmæla úrslitunum en ákvörðun Hawley skiptir sköpum þar sem þingmenn beggja deilda verða að mótmæla til að eitthvað gerist. Og hvað er það sem gerist? Hawley virðist ötull stuðningsmaður forsetans, ef marka má Twitter. Jú, ef úrslitum er mótmælt í báðum deildum þegar þær koma saman 6. janúar er þeim skipt upp og báðar deildir taka allt að tvær klukkustundir til að ræða málið. Það er síðan útkljáð með atkvæðagreiðslu. Fulltrúadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins hafa gefið út að þeir hyggist mótmæla talningunni í allt að sex ríkjum, sem þýðir að umræðurnar gætu varað í allt að tólf klukkustundir samanlagt. Óttast pólitískan sirkus Þegar hann tilkynnti um ákvörðun sína benti Hawley meðal annars á að demókratar hafa sjálfir gripið til mótmæla en það gerðu þeir meðal annars þegar Trump sigraði í forsetakosningunum árið 2016 og þegar George W. Bush vann naumlega í Flórída, eins og frægt er orðið. Í bæði skipti tók þó enginn öldungadeildarþingmaður undir mótmælin og málið því sjálfdautt. Heimildir herma að nokkuð kurr sé í mörgum repúblikönum vegna fyrirætlana Hawley og félaga; talningin muni verða að pólitískum sirkus og draga athyglina að tilhæfulausum ásökunum Donald Trump. Mitch MCConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, hefur fyrir sitt leyti sagt mótmælin gjörsamlega tilgangslaus. Það eina sem muni gerast er að flokksmenn muni neyðast til að taka afstöðu gegn Trump, flokksbróður sínum og sitjandi forseta. Trump hefur þrýst mjög á að þingið láti til sín taka hvað varðar úrslit kosninganna, þar sem dómstólaleiðin hefur ekki reynst heillavænleg. Hann mun ekki taka því vel ef samflokksmenn hans greiða atkvæði til að staðfesta sigur Biden en hann hefur þegar haft í hótunum við þá sem styðja ekki mótmælin. Republicans in the Senate so quickly forget. Right now they would be down 8 seats without my backing them in the last Election. RINO John Thune, “Mitch’s boy”, should just let it play out. South Dakota doesn’t like weakness. He will be primaried in 2022, political career over!!!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 23, 2020
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent