Ánægð með að fara á lán til Svíþjóðar fyrst og stefnir á að vera best í heimi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. desember 2020 13:00 Sveindís Jane í sínum fyrsta A-landsleik. Hún skoraði tvö mörk í 9-0 sigri. Vísir/Vilhelm Í gær var staðfest að Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, hafi samið við Þýskalandsmeistara Wolfsburg. Hún verður þó lánuð til Svíþjóðar fyrst þar sem hún mun leika með Íslendingaliði Kristianstad. Hin 19 ára gamla Sveindís Jane lék á alls oddi með Íslandsmeisturum Breiðabliks síðasta sumar en þar var hún í láni frá uppeldisfélagi sínu Keflavíka. Hún endaði tímabilið hér heima sem Íslandsmeistari, markahæst í Pepsi Max-deild kvenna með 14 mörk og var á endanum valin leikmaður ársins. Þá lék hún sína fyrstu A-landsleiki og skoraði sín fyrstu mörk. Í gær var staðfest að Sveindís Jane væri á lið til Þýskalandsmeistara Wolfsburg en félagið hefur unnið bæði deild og bikar undanfarin fjögur ár. Þá fór liðið alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð þar sem það beið lægri hlut gegn Lyon, 3-1. Hún samdi við Wolfsburg til fjögurra ára. Sveindís er spennt fyrir skrefinu og sátt með að fara til Íslendingaliðs Kristianstad í Svíþjóð fyrst um sinn. Liðið endaði í 3. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar og leikur því í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari liðsins og varnarjaxlinn Sif Atladóttir leikur einnig með liðinu. Virkilega spennandi tímar hjá okkur Velkomin elsku Sveindís https://t.co/Sxif07kRu2— Sif Atladóttir (@sifatla) December 28, 2020 „Mjög góð, eiginlega bara geggjuð. Ég er eiginlega ekki sjálf að trúa þessu en þetta er raunveruleikinn. Ég var búin að tala við önnur lið og svo kom þetta frekar óvænt svo ég gat ekki sleppt þessu,“ sagði Sveindís Jane um tilfinninguna sem fylgir því að hafa samið eitt besta lið í heimi í viðtali við Pál Ketilsson hjá Víkurfréttum. Viðtalið birtist í Sportpakka Stöðvar 2 í gær og má sjá hér að neðan. „Ég er mjög spennt. Þekki ágætlega til hennar og hún er frábær þjálfari,“ sagði Sveindís Jane að lokum varðandi hvernig það væri að fara á láni til Kristianstad. Í viðtali við Fótbolti.net var Sveindís Jane svo spurð út í langtímamarkmið sín. „Ég ætla að verða besti leikmaður í heimi. Það er markmiðið mitt. Núna fæ ég að spila með bestu leikmönnunum og það er langtímamarkmiðið.“ Fótbolti Íslenski boltinn Þýski boltinn Sænski boltinn Tengdar fréttir Wolfsburg kaupir Sveindísi Þýskalandsmeistarar Wolfsburg hafa keypt landsliðskonuna Sveindísi Jane Jónsdóttur frá Keflavík. Hún verður lánuð til Kristianstad í Svíþjóð á næsta tímabili. 28. desember 2020 09:18 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira
Hin 19 ára gamla Sveindís Jane lék á alls oddi með Íslandsmeisturum Breiðabliks síðasta sumar en þar var hún í láni frá uppeldisfélagi sínu Keflavíka. Hún endaði tímabilið hér heima sem Íslandsmeistari, markahæst í Pepsi Max-deild kvenna með 14 mörk og var á endanum valin leikmaður ársins. Þá lék hún sína fyrstu A-landsleiki og skoraði sín fyrstu mörk. Í gær var staðfest að Sveindís Jane væri á lið til Þýskalandsmeistara Wolfsburg en félagið hefur unnið bæði deild og bikar undanfarin fjögur ár. Þá fór liðið alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð þar sem það beið lægri hlut gegn Lyon, 3-1. Hún samdi við Wolfsburg til fjögurra ára. Sveindís er spennt fyrir skrefinu og sátt með að fara til Íslendingaliðs Kristianstad í Svíþjóð fyrst um sinn. Liðið endaði í 3. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar og leikur því í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari liðsins og varnarjaxlinn Sif Atladóttir leikur einnig með liðinu. Virkilega spennandi tímar hjá okkur Velkomin elsku Sveindís https://t.co/Sxif07kRu2— Sif Atladóttir (@sifatla) December 28, 2020 „Mjög góð, eiginlega bara geggjuð. Ég er eiginlega ekki sjálf að trúa þessu en þetta er raunveruleikinn. Ég var búin að tala við önnur lið og svo kom þetta frekar óvænt svo ég gat ekki sleppt þessu,“ sagði Sveindís Jane um tilfinninguna sem fylgir því að hafa samið eitt besta lið í heimi í viðtali við Pál Ketilsson hjá Víkurfréttum. Viðtalið birtist í Sportpakka Stöðvar 2 í gær og má sjá hér að neðan. „Ég er mjög spennt. Þekki ágætlega til hennar og hún er frábær þjálfari,“ sagði Sveindís Jane að lokum varðandi hvernig það væri að fara á láni til Kristianstad. Í viðtali við Fótbolti.net var Sveindís Jane svo spurð út í langtímamarkmið sín. „Ég ætla að verða besti leikmaður í heimi. Það er markmiðið mitt. Núna fæ ég að spila með bestu leikmönnunum og það er langtímamarkmiðið.“
Fótbolti Íslenski boltinn Þýski boltinn Sænski boltinn Tengdar fréttir Wolfsburg kaupir Sveindísi Þýskalandsmeistarar Wolfsburg hafa keypt landsliðskonuna Sveindísi Jane Jónsdóttur frá Keflavík. Hún verður lánuð til Kristianstad í Svíþjóð á næsta tímabili. 28. desember 2020 09:18 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira
Wolfsburg kaupir Sveindísi Þýskalandsmeistarar Wolfsburg hafa keypt landsliðskonuna Sveindísi Jane Jónsdóttur frá Keflavík. Hún verður lánuð til Kristianstad í Svíþjóð á næsta tímabili. 28. desember 2020 09:18