Sekt forráðamanna Hvals hf sönnuð í tveimur sakamálum; hvað gerir ráðherra nú? Ole Anton Bieltvedt skrifar 29. desember 2020 11:01 Jarðarvinir, dýra- náttúru og umhverfisverndarsamtök, hafa rekið tvö sakamál gegn forráðamönnum Hvals hf, vegna meintra brota þeirra á reglugerðum vegna hvalveiða og verkunar hvals, svo og vegna meintra brota þeirra á ákvæðum veiðileyfa, þar sem sekt hefur sannast. Um er að ræða lögreglumál nr. 313-2018-19923, annars vegar, þar sem það sannaðist, að Hvalur hf hafði árum saman brotið ákvæði 2. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. 489/2009 um hvalskurð, sem átti að fara fram undir þaki, í lokuðu rými, en það var ekki gert. Fyrir þessi brot gildir þessi refsirammi: Sektir eða fangelsi allt að 2 árum skv. 22. gr. reglugerðarinnar. Hér féll lögreglustjórinn á Vesturlandi reyndar frá ákæru, án þess að ástæður, sem við skildum, hafi komið fram fyrir þeirri ákvörðun. Hitt málið er lögreglumál nr. 313-2019-8012, þar sem það sannaðist, að Hvalur hf hafði brotið 5. gr. veiðileyfis fyrir árin 2014-2018, frá 15.05.2014, um afhendingu veiðidagbóka fyrir þetta tímabil, en þessar dagbækur eru helzta verkfæri stjórnvalda og eftirlitsaðila til að fylgjast með framkvæmd veiðanna. Gegn skýru ákvæði í veiðileyfi og þrátt fyrir ítrekanir og eftirgangsmuni eftirlitsaðila, Fiskistofu, skilaði Hvalur hf aldrei inn þessum dagbókum. Í veiðidagbókum kemur fram, hvar og hvenær veiðar fara fram, hvenær fyrsta sprengiskutli er skotið, hversu mörgum sprengiskutlum er skotið, hversu margir hæfa langreyði, fjöldi skutlaðra langreyða, sem losna og tapast o.s.frv. alls 16 atriði. Þessa upplýsingar gefa eftirlitsaðila mynd af því, hvernig veiðar fara í reynd fram – hvort reglum og lögum sé fylgt eða ekki – líka, hversu langt dauðastríð dýranna er og hversu mörg þeirra sleppa (illa eða helsærð, til þess eins að kveljast til dauða á skemmri eða lengri tíma). Þessu dagbókarmáli var lokið með lögreglustjórasekt hjá lögreglustjóranum á Vesturlandi í júlí 2020. Í 8. gr. veiðileyfisins, sem um ræðir, eru refisákvæði fyrir þessi brot þessi; „Brot á ákvæðum leyfisbréfs þessa og sérhver misnotkun á því varðar sviftingu leyfisins tímabundið eða missi þess eftir ákvörðun ráðuneytisins. Einnig varða brot sektum og öðrum viðurlögum samkvæmt lögum nr. 26/1949, um hvalveiðar með síðari breytingum“. Skv. þessum síðastnefndu lögum eru sektir 2.000-40.000 gullkrónur, upptaka á veiðitækjum skipsins, byssum, skotlínu, skutlum og skotfærum, svo og öllum afla skipsins, auk þess, sem láta má brot varða fangelsi, allt að 6 mánuðum, þegar sakir eru miklar eða þegar um ítrekað brot er að ræða. Með tilliti til sakfellingar forráðamanna Hvals hf. í ofangreindum tveimur sakamálum, vegna brota á hvalveiðireglugerð og ákvæðum síðasta hvalveiðileyfisins, verður að teljast rétt og tilhlýðilegt, að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, afturkalli nýtt leyfi til veiða á langreyði, fyrir árin 2019-2023, sem hann gaf út til Hvals hf 05.07.2019!? Í öllu falli verður að teljast líklegt, að stjórnsýslan í öðrum vestrænum löndum hefði ekki unað því, að veitt leyfi af þessu tagi væru vanvirt og brotin, án viðbragða eða viðurlaga. Sérstaklega verður það að teljast útilokað, að önnur stjórnvöld hefðu veitt eða viðhaldið leyfum til slíkra brotaaðila eftir lögreglurannsókn og sönnun brota. Menn munu nú sjá, á hvaða siðferðisstigi íslenzk stjórnsýsla – hér sjávarútvegsráðherra og ríkisstjórnin – í raunveruleikanum er. Höfundur er stofnandi og formaður dýra- og náttúruverndarsamtakanna Jarðarvinir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Hvalveiðar Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Sjá meira
Jarðarvinir, dýra- náttúru og umhverfisverndarsamtök, hafa rekið tvö sakamál gegn forráðamönnum Hvals hf, vegna meintra brota þeirra á reglugerðum vegna hvalveiða og verkunar hvals, svo og vegna meintra brota þeirra á ákvæðum veiðileyfa, þar sem sekt hefur sannast. Um er að ræða lögreglumál nr. 313-2018-19923, annars vegar, þar sem það sannaðist, að Hvalur hf hafði árum saman brotið ákvæði 2. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. 489/2009 um hvalskurð, sem átti að fara fram undir þaki, í lokuðu rými, en það var ekki gert. Fyrir þessi brot gildir þessi refsirammi: Sektir eða fangelsi allt að 2 árum skv. 22. gr. reglugerðarinnar. Hér féll lögreglustjórinn á Vesturlandi reyndar frá ákæru, án þess að ástæður, sem við skildum, hafi komið fram fyrir þeirri ákvörðun. Hitt málið er lögreglumál nr. 313-2019-8012, þar sem það sannaðist, að Hvalur hf hafði brotið 5. gr. veiðileyfis fyrir árin 2014-2018, frá 15.05.2014, um afhendingu veiðidagbóka fyrir þetta tímabil, en þessar dagbækur eru helzta verkfæri stjórnvalda og eftirlitsaðila til að fylgjast með framkvæmd veiðanna. Gegn skýru ákvæði í veiðileyfi og þrátt fyrir ítrekanir og eftirgangsmuni eftirlitsaðila, Fiskistofu, skilaði Hvalur hf aldrei inn þessum dagbókum. Í veiðidagbókum kemur fram, hvar og hvenær veiðar fara fram, hvenær fyrsta sprengiskutli er skotið, hversu mörgum sprengiskutlum er skotið, hversu margir hæfa langreyði, fjöldi skutlaðra langreyða, sem losna og tapast o.s.frv. alls 16 atriði. Þessa upplýsingar gefa eftirlitsaðila mynd af því, hvernig veiðar fara í reynd fram – hvort reglum og lögum sé fylgt eða ekki – líka, hversu langt dauðastríð dýranna er og hversu mörg þeirra sleppa (illa eða helsærð, til þess eins að kveljast til dauða á skemmri eða lengri tíma). Þessu dagbókarmáli var lokið með lögreglustjórasekt hjá lögreglustjóranum á Vesturlandi í júlí 2020. Í 8. gr. veiðileyfisins, sem um ræðir, eru refisákvæði fyrir þessi brot þessi; „Brot á ákvæðum leyfisbréfs þessa og sérhver misnotkun á því varðar sviftingu leyfisins tímabundið eða missi þess eftir ákvörðun ráðuneytisins. Einnig varða brot sektum og öðrum viðurlögum samkvæmt lögum nr. 26/1949, um hvalveiðar með síðari breytingum“. Skv. þessum síðastnefndu lögum eru sektir 2.000-40.000 gullkrónur, upptaka á veiðitækjum skipsins, byssum, skotlínu, skutlum og skotfærum, svo og öllum afla skipsins, auk þess, sem láta má brot varða fangelsi, allt að 6 mánuðum, þegar sakir eru miklar eða þegar um ítrekað brot er að ræða. Með tilliti til sakfellingar forráðamanna Hvals hf. í ofangreindum tveimur sakamálum, vegna brota á hvalveiðireglugerð og ákvæðum síðasta hvalveiðileyfisins, verður að teljast rétt og tilhlýðilegt, að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, afturkalli nýtt leyfi til veiða á langreyði, fyrir árin 2019-2023, sem hann gaf út til Hvals hf 05.07.2019!? Í öllu falli verður að teljast líklegt, að stjórnsýslan í öðrum vestrænum löndum hefði ekki unað því, að veitt leyfi af þessu tagi væru vanvirt og brotin, án viðbragða eða viðurlaga. Sérstaklega verður það að teljast útilokað, að önnur stjórnvöld hefðu veitt eða viðhaldið leyfum til slíkra brotaaðila eftir lögreglurannsókn og sönnun brota. Menn munu nú sjá, á hvaða siðferðisstigi íslenzk stjórnsýsla – hér sjávarútvegsráðherra og ríkisstjórnin – í raunveruleikanum er. Höfundur er stofnandi og formaður dýra- og náttúruverndarsamtakanna Jarðarvinir.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun