Nýtt flokksþing í skugga efnahagsvandræða Samúel Karl Ólason skrifar 28. desember 2020 10:21 Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur sést mun sjaldnar á almannafæri en áður. EPA/KCNA Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, opnar á nýju ári áttunda flokksþing Verkamannaflokks landsins. Síðasta flokksþing var haldið fyrir fimm árum síðan og þá notaði Kim það til að tryggja yfirráð sín og heita því að koma upp kjarnorkuvopnum og lagði hann fram metnaðarfulla efnahagsáætlun, sem hefur ekki ræst. Nú stendur einræðisherrann frammi fyrir fjölmörgum krísum. Stærsta krísa einræðisherrans snýr að hagkerfi Norður-Kóreu sem stendur verulega höllum fæti vegna viðskiptaþvingana og vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Þrátt fyrir það telja starfsmenn Hagstofu Suður-Kóreu að hagvöxtur hafi orðið í Norður-Kóreu í fyrsta sinn í þrjú ár. Hagkerfi einræðisríkisins hafi stækkað um 0,4 prósent í fyrra. Árið 2018 dróst hagkerfið saman um 4,1 prósent og 3,5 prósent árið 2017. Í ræðu sem Kim hélt í október bað hann þegna sína afsökunar á efnahagsástandinu og hét hann bótum og betrun. Sjá einnig: Kim grét, baðst afsökunar og sýndi ný vopn Það var eftir að óveður og flóð skemmdu mikið af uppskeru landsins. Það auk faraldurs nýju kórónuveirunnar og refsiaðgerða hefur komið verulega niður á efnahagi landsins. Sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja þó fáa valkosti í stöðunni fyrir einræðisherrann, aðra en að kreista þjóð sína áfram. Landamæri Norður-Kóreu og Kína, stærsta viðskiptafélaga ríkisins, eru lokuð og verða það áfram í bili. Viðskipti ríkjanna drógust saman um 75 prósent á fyrstu tíu mánuðum ársins og leiddi það til skorts og lokanna verksmiðja í Norður-Kóreu. Kim Jong Un á flokksþingi árið 2016.AP/Wong Maye-E Ríkisstjórn Kim greip fljótt til strangra sóttvarna þegar faraldur Covid-19 hófst og ástæðan er talin vera sú að heilbrigðiskerfi ríkisins sé einstaklega slæmt. Allur búnaður sé áratugagamall, skortur sé á lyfjum og öðru og þar að auki sé heilsa íbúa einræðisríkisins heilt yfir ekki góð. Ráðamenn viti að brjótist út faraldur í ríkinu muni þeir koma verulega illa út úr honum. Þá hefur Kim lítið sést á almannafæri á árinu. AP segir hann hafa sést alls 53 sinnum og þá hafi hann verið að skoða vopn, svæði sem urðu illa úti vegna fellibylja og sótt fundi. Undanfarin fjögur ár hefur hann að meðaltali tekið þátt í 103 slíkum viðburðum á ári. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvenær flokksþingið verður haldið. Þá er einnig óljóst hvaða áhrif kjör Joe Biden til embættis forseta Bandaríkjanna muni hafa á Norður-Kóreu. Búist er við því að Biden muni ekki hafa áhuga á að hitta Kim, eins og Donald Trump gerði, og þar að auki er búist við því að Biden muni hafa í önnur horn að líta heima fyrir. Einhverjir sérfræðingar telja líklegt að Kim muni grípa til eldflaugatilrauna til að ná athygli Bidens en aðrir segja það ólíklegt. Einræðisherrann vilji ekki koma í veg fyrir mögulegar viðræður við ríkisstjórn Bidens um afvopnun og viðskiptaþvinganir. Ríkisstjórn Kim hefur hingað til krafist þess að þvinganir verði felldar niður, áður en gripið verður til aðgerða varðandi mögulega afvopnun. Bandaríkjamenn vilja hins vegar afvopnun fyrst. Norður-Kórea Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Nú stendur einræðisherrann frammi fyrir fjölmörgum krísum. Stærsta krísa einræðisherrans snýr að hagkerfi Norður-Kóreu sem stendur verulega höllum fæti vegna viðskiptaþvingana og vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Þrátt fyrir það telja starfsmenn Hagstofu Suður-Kóreu að hagvöxtur hafi orðið í Norður-Kóreu í fyrsta sinn í þrjú ár. Hagkerfi einræðisríkisins hafi stækkað um 0,4 prósent í fyrra. Árið 2018 dróst hagkerfið saman um 4,1 prósent og 3,5 prósent árið 2017. Í ræðu sem Kim hélt í október bað hann þegna sína afsökunar á efnahagsástandinu og hét hann bótum og betrun. Sjá einnig: Kim grét, baðst afsökunar og sýndi ný vopn Það var eftir að óveður og flóð skemmdu mikið af uppskeru landsins. Það auk faraldurs nýju kórónuveirunnar og refsiaðgerða hefur komið verulega niður á efnahagi landsins. Sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja þó fáa valkosti í stöðunni fyrir einræðisherrann, aðra en að kreista þjóð sína áfram. Landamæri Norður-Kóreu og Kína, stærsta viðskiptafélaga ríkisins, eru lokuð og verða það áfram í bili. Viðskipti ríkjanna drógust saman um 75 prósent á fyrstu tíu mánuðum ársins og leiddi það til skorts og lokanna verksmiðja í Norður-Kóreu. Kim Jong Un á flokksþingi árið 2016.AP/Wong Maye-E Ríkisstjórn Kim greip fljótt til strangra sóttvarna þegar faraldur Covid-19 hófst og ástæðan er talin vera sú að heilbrigðiskerfi ríkisins sé einstaklega slæmt. Allur búnaður sé áratugagamall, skortur sé á lyfjum og öðru og þar að auki sé heilsa íbúa einræðisríkisins heilt yfir ekki góð. Ráðamenn viti að brjótist út faraldur í ríkinu muni þeir koma verulega illa út úr honum. Þá hefur Kim lítið sést á almannafæri á árinu. AP segir hann hafa sést alls 53 sinnum og þá hafi hann verið að skoða vopn, svæði sem urðu illa úti vegna fellibylja og sótt fundi. Undanfarin fjögur ár hefur hann að meðaltali tekið þátt í 103 slíkum viðburðum á ári. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvenær flokksþingið verður haldið. Þá er einnig óljóst hvaða áhrif kjör Joe Biden til embættis forseta Bandaríkjanna muni hafa á Norður-Kóreu. Búist er við því að Biden muni ekki hafa áhuga á að hitta Kim, eins og Donald Trump gerði, og þar að auki er búist við því að Biden muni hafa í önnur horn að líta heima fyrir. Einhverjir sérfræðingar telja líklegt að Kim muni grípa til eldflaugatilrauna til að ná athygli Bidens en aðrir segja það ólíklegt. Einræðisherrann vilji ekki koma í veg fyrir mögulegar viðræður við ríkisstjórn Bidens um afvopnun og viðskiptaþvinganir. Ríkisstjórn Kim hefur hingað til krafist þess að þvinganir verði felldar niður, áður en gripið verður til aðgerða varðandi mögulega afvopnun. Bandaríkjamenn vilja hins vegar afvopnun fyrst.
Norður-Kórea Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira