Segir lykilatriði að koma afreksíþróttafólkinu okkar aftur af stað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. desember 2020 22:00 Ingvar Sverrisson, formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur. Skjáskot Stefnt er á að Reykjavíkurleikarnir fari fram í febrúar á næsta ári, sem er ekki síst gott fyrir okkar besta afreksíþróttafólk sem hefur legið í dvala síðan í mars á þessu ári vegna kórónuveirunnar. Það fólk þarf nauðsynlega á mótinu að halda, sérstaklega þar sem það eru Ólympíuleikar handan við hornið. Þetta segir Ingvar Sverrisson, formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur. „Það er algjört lykilatriði að koma afreksfólkinu okkar aftur af stað í íþróttirnar í öllum íþróttagreinum. Árið 2021 er risastórt íþróttaár í heiminum, það eru Ólympíuleikar, þetta mót getur hjálpað íþróttafólkinu okkar að ná lágmörkum til að komast inn á heimsleika sem getur svo hjálpað þeim inn á Ólympíuleika,“ sagði Ingvar í viðtali fyrir Sportpakka Stöðvar 2. „Það er algert lykilatriði, við verðum að koma fólkinu okkar aftur af stað.“ Mikill áhugi erlends íþróttafólks er á leikunum í ár, rétt eins og undangengin ár. „Ekkert öruggt að það gangi upp að það komi mikið af erlendum keppendum. Það væri best, fyrir okkar íþróttafólk og mótið en það er mikill áhugi. Það er að hluta til vegna þess að Reykjavíkurleikarnir eru alþjóðlegt mót sem gefa íþróttamönnum stig og tækifæri til þess að komast inn á þessi stærri mót. Þess vegna eru margir sem horfa til þess að geta tekið þátt í þessu móti.“ „Íþróttafólkið okkar hefur mikla trú á sjálfu sér, sem betur fer. Það er kannski þess vegna sem við Íslendingar höfum sýnt hvað við getum náð langt á íþróttasviðinu. Fólk er almennt séð bjartsýnt, íþróttahreyfingin er bjartsýn og vill styðja við þetta. Mesta áhyggjuefnið er að ef við fáum ekki að fara út, æfa og keppa, þá getur þetta orðið mjög erfitt fyrir okkur,“ sagði Ingvar Sverrisson að lokum. Klippa: Lykilatriði að koma afreksíþróttafólkinu okkar aftur af stað Sportpakkinn Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Sjá meira
Það fólk þarf nauðsynlega á mótinu að halda, sérstaklega þar sem það eru Ólympíuleikar handan við hornið. Þetta segir Ingvar Sverrisson, formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur. „Það er algjört lykilatriði að koma afreksfólkinu okkar aftur af stað í íþróttirnar í öllum íþróttagreinum. Árið 2021 er risastórt íþróttaár í heiminum, það eru Ólympíuleikar, þetta mót getur hjálpað íþróttafólkinu okkar að ná lágmörkum til að komast inn á heimsleika sem getur svo hjálpað þeim inn á Ólympíuleika,“ sagði Ingvar í viðtali fyrir Sportpakka Stöðvar 2. „Það er algert lykilatriði, við verðum að koma fólkinu okkar aftur af stað.“ Mikill áhugi erlends íþróttafólks er á leikunum í ár, rétt eins og undangengin ár. „Ekkert öruggt að það gangi upp að það komi mikið af erlendum keppendum. Það væri best, fyrir okkar íþróttafólk og mótið en það er mikill áhugi. Það er að hluta til vegna þess að Reykjavíkurleikarnir eru alþjóðlegt mót sem gefa íþróttamönnum stig og tækifæri til þess að komast inn á þessi stærri mót. Þess vegna eru margir sem horfa til þess að geta tekið þátt í þessu móti.“ „Íþróttafólkið okkar hefur mikla trú á sjálfu sér, sem betur fer. Það er kannski þess vegna sem við Íslendingar höfum sýnt hvað við getum náð langt á íþróttasviðinu. Fólk er almennt séð bjartsýnt, íþróttahreyfingin er bjartsýn og vill styðja við þetta. Mesta áhyggjuefnið er að ef við fáum ekki að fara út, æfa og keppa, þá getur þetta orðið mjög erfitt fyrir okkur,“ sagði Ingvar Sverrisson að lokum. Klippa: Lykilatriði að koma afreksíþróttafólkinu okkar aftur af stað
Sportpakkinn Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Sjá meira