Segir lykilatriði að koma afreksíþróttafólkinu okkar aftur af stað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. desember 2020 22:00 Ingvar Sverrisson, formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur. Skjáskot Stefnt er á að Reykjavíkurleikarnir fari fram í febrúar á næsta ári, sem er ekki síst gott fyrir okkar besta afreksíþróttafólk sem hefur legið í dvala síðan í mars á þessu ári vegna kórónuveirunnar. Það fólk þarf nauðsynlega á mótinu að halda, sérstaklega þar sem það eru Ólympíuleikar handan við hornið. Þetta segir Ingvar Sverrisson, formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur. „Það er algjört lykilatriði að koma afreksfólkinu okkar aftur af stað í íþróttirnar í öllum íþróttagreinum. Árið 2021 er risastórt íþróttaár í heiminum, það eru Ólympíuleikar, þetta mót getur hjálpað íþróttafólkinu okkar að ná lágmörkum til að komast inn á heimsleika sem getur svo hjálpað þeim inn á Ólympíuleika,“ sagði Ingvar í viðtali fyrir Sportpakka Stöðvar 2. „Það er algert lykilatriði, við verðum að koma fólkinu okkar aftur af stað.“ Mikill áhugi erlends íþróttafólks er á leikunum í ár, rétt eins og undangengin ár. „Ekkert öruggt að það gangi upp að það komi mikið af erlendum keppendum. Það væri best, fyrir okkar íþróttafólk og mótið en það er mikill áhugi. Það er að hluta til vegna þess að Reykjavíkurleikarnir eru alþjóðlegt mót sem gefa íþróttamönnum stig og tækifæri til þess að komast inn á þessi stærri mót. Þess vegna eru margir sem horfa til þess að geta tekið þátt í þessu móti.“ „Íþróttafólkið okkar hefur mikla trú á sjálfu sér, sem betur fer. Það er kannski þess vegna sem við Íslendingar höfum sýnt hvað við getum náð langt á íþróttasviðinu. Fólk er almennt séð bjartsýnt, íþróttahreyfingin er bjartsýn og vill styðja við þetta. Mesta áhyggjuefnið er að ef við fáum ekki að fara út, æfa og keppa, þá getur þetta orðið mjög erfitt fyrir okkur,“ sagði Ingvar Sverrisson að lokum. Klippa: Lykilatriði að koma afreksíþróttafólkinu okkar aftur af stað Sportpakkinn Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Það fólk þarf nauðsynlega á mótinu að halda, sérstaklega þar sem það eru Ólympíuleikar handan við hornið. Þetta segir Ingvar Sverrisson, formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur. „Það er algjört lykilatriði að koma afreksfólkinu okkar aftur af stað í íþróttirnar í öllum íþróttagreinum. Árið 2021 er risastórt íþróttaár í heiminum, það eru Ólympíuleikar, þetta mót getur hjálpað íþróttafólkinu okkar að ná lágmörkum til að komast inn á heimsleika sem getur svo hjálpað þeim inn á Ólympíuleika,“ sagði Ingvar í viðtali fyrir Sportpakka Stöðvar 2. „Það er algert lykilatriði, við verðum að koma fólkinu okkar aftur af stað.“ Mikill áhugi erlends íþróttafólks er á leikunum í ár, rétt eins og undangengin ár. „Ekkert öruggt að það gangi upp að það komi mikið af erlendum keppendum. Það væri best, fyrir okkar íþróttafólk og mótið en það er mikill áhugi. Það er að hluta til vegna þess að Reykjavíkurleikarnir eru alþjóðlegt mót sem gefa íþróttamönnum stig og tækifæri til þess að komast inn á þessi stærri mót. Þess vegna eru margir sem horfa til þess að geta tekið þátt í þessu móti.“ „Íþróttafólkið okkar hefur mikla trú á sjálfu sér, sem betur fer. Það er kannski þess vegna sem við Íslendingar höfum sýnt hvað við getum náð langt á íþróttasviðinu. Fólk er almennt séð bjartsýnt, íþróttahreyfingin er bjartsýn og vill styðja við þetta. Mesta áhyggjuefnið er að ef við fáum ekki að fara út, æfa og keppa, þá getur þetta orðið mjög erfitt fyrir okkur,“ sagði Ingvar Sverrisson að lokum. Klippa: Lykilatriði að koma afreksíþróttafólkinu okkar aftur af stað
Sportpakkinn Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira