Loftfimleikafólk sem féll til jarðar fær sex milljarða í bætur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. desember 2020 15:32 Atriðið bar yfirskriftina „Hangið á hárinu“. Bandaríska fyrirtækið Feld Entertainment, sem á meðal annars hringleikahúsið Ringling Brothers and Barnum & Bailey hefur samþykkt að greiða níu fjöllistamönnum jafnvirði 6,7 milljarða króna fyrir slys sem átti sér stað árið 2014. Um var að ræða fjölskyldu-sýningu á Rhode Island, þar sem tjald féll og fjöllistafólkið birtist hangandi í loftinu, að því er virtist á hárinu. Eftir nokkrar sekúndur féllu hinir átta svífandi loftfimleikamenn hins vegar niður og ofan á dansara sem stóð beint fyrir neðan. Fallið var um tíu metrar. Allir fjöllistamennirnir slösuðust alvarlega en enginn lífshættulega. Hins vegar var bataferlið langt og strangt og sumir munu ennþá þurfa að sækja læknisþjónustu og endurhæfingu. „Þetta var upphæð sem öllum okkar megin hugnaðist; þetta var sanngjörn upphæð og þetta var réttlát upphæð að okkar mati,“ sagði Zachary M. Mandell, lögmaður listafólksins, við New York Times. Hann sagði að í sumum tilvikum hefði verið um að ræða meiðsl sem myndu hafa varanleg áhrif á líf fólks og að skaðabæturnar yrðu nýttar til að greiða kostnað. Lögmaðurinn sagði ljóst að nauðsynlegar varúðarráðstafanir hefðu ekki verið gerðar þegar sýningin fór fram en bandaríska vinnueftirlitið (OSHA) komst að þeirri niðurstöðu að slysið hefði mátt rekja til rangrar notkunar á svokölluðum karabínum. Þá benti ekkert til þess að upphengibúnaðurinn hefði verið yfirfarinn og prófaður af sérfræðing áður en hann var notaður í atriðinu. Bandaríkin Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Sjá meira
Um var að ræða fjölskyldu-sýningu á Rhode Island, þar sem tjald féll og fjöllistafólkið birtist hangandi í loftinu, að því er virtist á hárinu. Eftir nokkrar sekúndur féllu hinir átta svífandi loftfimleikamenn hins vegar niður og ofan á dansara sem stóð beint fyrir neðan. Fallið var um tíu metrar. Allir fjöllistamennirnir slösuðust alvarlega en enginn lífshættulega. Hins vegar var bataferlið langt og strangt og sumir munu ennþá þurfa að sækja læknisþjónustu og endurhæfingu. „Þetta var upphæð sem öllum okkar megin hugnaðist; þetta var sanngjörn upphæð og þetta var réttlát upphæð að okkar mati,“ sagði Zachary M. Mandell, lögmaður listafólksins, við New York Times. Hann sagði að í sumum tilvikum hefði verið um að ræða meiðsl sem myndu hafa varanleg áhrif á líf fólks og að skaðabæturnar yrðu nýttar til að greiða kostnað. Lögmaðurinn sagði ljóst að nauðsynlegar varúðarráðstafanir hefðu ekki verið gerðar þegar sýningin fór fram en bandaríska vinnueftirlitið (OSHA) komst að þeirri niðurstöðu að slysið hefði mátt rekja til rangrar notkunar á svokölluðum karabínum. Þá benti ekkert til þess að upphengibúnaðurinn hefði verið yfirfarinn og prófaður af sérfræðing áður en hann var notaður í atriðinu.
Bandaríkin Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Sjá meira