Lögregla rannsakar hótanir í garð forsætisráðherra á Seyðisfirði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. desember 2020 12:34 Katrín Jakobsdóttir í fylgd lögreglumanna við bryggjuna á Seyðisfirði. Vísir/Vilhelm Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra bárust hótanir þar sem hún er stödd á Seyðisfirði í dag ásamt þremur ráðherrum úr ríkisstjórninni. Þetta herma heimildir fréttastofu. Uppnám varð í Ferjuhúsinu, upplýsingamiðstöð Seyðisfjarðar, rétt fyrir tólf í dag. Katrín var á leið í viðtal í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar rétt fyrir klukkan tólf þegar Lísa Kristjánsdóttir, aðstoðarmaður hennar, kom skyndilega til hennar og dró til hliðar. Var Katrín í framhaldinu flutt inn í starfsmannaaðstöðu í bakherbergi ásamt lögreglumönnum. Til stóð að fulltrúi lögreglu á svæðinu yrði einnig til viðtals í hádegisfréttum varðandi stöðu mála á Seyðisfirði en svo fór að lögregla gaf ekki kost á viðtali. Má segja að andrúmsloftið í Ferjuhúsinu hafi verið rafmagnað um þetta leyti og vissi fjölmiðlafólk á svæðinu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Engin svör var að fá. Katrín Jakobsdóttir ásamt Lísu Kristjánsdóttur, aðstoðarmanni sínum. Sérsveitarmaður fylgir þeim hvert fótmál. Kristján Ólafur yfirlögregluþjónn segir ráðherra hafa verið í fylgd frá komunni til Seyðisfjarðar.Vísir/Vilhelm Eftir því sem fréttastofa kemst næst bárust Katrínu hótanir frá aðila á svæðinu sem varð til þess að uppnáms sem varð í Ferjuhúsinu. Katrín vildi ekki tjá sig um málið við fréttamann á staðnum þegar eftir því var leitað. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, segir í samtali við fréttastofu að hótanir hafi borist og verið sé að skoða alvarleika þeirra. Málið sé bara í rannsókn. Aðspurður hvort einhver hafi verið handtekinn vegna málsins segir hann ekkert meira að segja um málið að svo stöddu. Varðandi lögreglufylgd forsætisráðherra segir Kristján Ólafur að ráðherrararnir hafi verið í lögreglufylgd frá því að þeir mættu til Seyðisfjarðar. Fréttin var uppfærð klukkan 12:54 með viðbrögðum lögreglu á svæðinu. Lögreglumál Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Katrín var á leið í viðtal í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar rétt fyrir klukkan tólf þegar Lísa Kristjánsdóttir, aðstoðarmaður hennar, kom skyndilega til hennar og dró til hliðar. Var Katrín í framhaldinu flutt inn í starfsmannaaðstöðu í bakherbergi ásamt lögreglumönnum. Til stóð að fulltrúi lögreglu á svæðinu yrði einnig til viðtals í hádegisfréttum varðandi stöðu mála á Seyðisfirði en svo fór að lögregla gaf ekki kost á viðtali. Má segja að andrúmsloftið í Ferjuhúsinu hafi verið rafmagnað um þetta leyti og vissi fjölmiðlafólk á svæðinu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Engin svör var að fá. Katrín Jakobsdóttir ásamt Lísu Kristjánsdóttur, aðstoðarmanni sínum. Sérsveitarmaður fylgir þeim hvert fótmál. Kristján Ólafur yfirlögregluþjónn segir ráðherra hafa verið í fylgd frá komunni til Seyðisfjarðar.Vísir/Vilhelm Eftir því sem fréttastofa kemst næst bárust Katrínu hótanir frá aðila á svæðinu sem varð til þess að uppnáms sem varð í Ferjuhúsinu. Katrín vildi ekki tjá sig um málið við fréttamann á staðnum þegar eftir því var leitað. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, segir í samtali við fréttastofu að hótanir hafi borist og verið sé að skoða alvarleika þeirra. Málið sé bara í rannsókn. Aðspurður hvort einhver hafi verið handtekinn vegna málsins segir hann ekkert meira að segja um málið að svo stöddu. Varðandi lögreglufylgd forsætisráðherra segir Kristján Ólafur að ráðherrararnir hafi verið í lögreglufylgd frá því að þeir mættu til Seyðisfjarðar. Fréttin var uppfærð klukkan 12:54 með viðbrögðum lögreglu á svæðinu.
Lögreglumál Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira