Átta sig fyrst núna á hve hræðilegt þetta var - og er Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 21. desember 2020 16:17 Bryndís Steinþórsdóttir segist ekki hafa áttað sig á því hve hræðileg eyðileggingin væri fyrr en sá hana með eigin augum. Vísir Seyðfirðingarnir Bryndís Steinþórsdóttir og Stefán Ómar Magnússon sneru aftur heim til sín í dag eftir að bærinn var rýmdur á föstudag. Þau segja það hafa verið erfitt að koma aftur og sjá það sem blasir við. „Mér líður eiginlega bara hálfilla yfir þessu. Að sjá þetta allt hérna gerir þetta miklu raunverulegra en það var kannski á myndum. Þetta er ekki fallegt að sjá,“ segir Stefán. Upplifun Bryndísar er svipuð. „Ég get eiginlega ekki lýst því. Ég var búin að sjá þetta á myndum náttúrulega. Maður gerir sér ekki alveg grein fyrir hversu mikið þetta fór með bæinnn fyrr en ég kom hingað.“ Hún segir ástandið í bænum verra en hún reiknaði með. „Já, miklu verra. Ég var búin að heyra í Seyðfirðingum í gær hvernig þetta var. Maður áttar sig ekki alveg á þessu fyrr en maður kemur hingað og heyrir í þeim, hversu hræðilegt þetta var - og er.“ Stefán var við vinnu á leikskóla í bænum þegar hann heyrði óhljóðin í stóru skriðunni. „Við heyrðum bara drunurnar. Ég hoppaði út í glugga, sá ekki neitt og svo sá maður bara fólkið í götunni koma út úr húsunum og benda eitthvað. Það voru allir að passa börnin,“ segir Stefán og bætir við að á sama tíma hafi allir spurt sig hvað væri í gangi, hvað væri að gerast. „Föstudagurinn var hrikalegur. Allir að pakka saman og fara. Það er mjög erfitt.“ Mikil uppbygging fram undan Óvissan hafi verið erfiðust. Ljóst var snemma að húsin hefðu farið en óljóst hvort einhver hefði slasast. „Það var roslega erfitt að vita ekki hvort það væri í lagi með fólkið.“ Hann segir að það hafi verið rosalega gott að koma heim, þrátt fyrir allt. „Við höfum oft lent í því að vera lokuð inni hérna en aldrei lent í því að vera lokuð út úr bænum. Það er enn þá alveg scary að horfa á þetta allt.“ Fram undan sé vinna við uppbyggingu og hreinsunarstörf. „Það þarf að gera mjög mikið. Byggja allt upp á nýtt og hreinsa til. Ég veit ekki hvernig það verður. Það mun taka langan tíma býst ég við.“ Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Sjá meira
„Mér líður eiginlega bara hálfilla yfir þessu. Að sjá þetta allt hérna gerir þetta miklu raunverulegra en það var kannski á myndum. Þetta er ekki fallegt að sjá,“ segir Stefán. Upplifun Bryndísar er svipuð. „Ég get eiginlega ekki lýst því. Ég var búin að sjá þetta á myndum náttúrulega. Maður gerir sér ekki alveg grein fyrir hversu mikið þetta fór með bæinnn fyrr en ég kom hingað.“ Hún segir ástandið í bænum verra en hún reiknaði með. „Já, miklu verra. Ég var búin að heyra í Seyðfirðingum í gær hvernig þetta var. Maður áttar sig ekki alveg á þessu fyrr en maður kemur hingað og heyrir í þeim, hversu hræðilegt þetta var - og er.“ Stefán var við vinnu á leikskóla í bænum þegar hann heyrði óhljóðin í stóru skriðunni. „Við heyrðum bara drunurnar. Ég hoppaði út í glugga, sá ekki neitt og svo sá maður bara fólkið í götunni koma út úr húsunum og benda eitthvað. Það voru allir að passa börnin,“ segir Stefán og bætir við að á sama tíma hafi allir spurt sig hvað væri í gangi, hvað væri að gerast. „Föstudagurinn var hrikalegur. Allir að pakka saman og fara. Það er mjög erfitt.“ Mikil uppbygging fram undan Óvissan hafi verið erfiðust. Ljóst var snemma að húsin hefðu farið en óljóst hvort einhver hefði slasast. „Það var roslega erfitt að vita ekki hvort það væri í lagi með fólkið.“ Hann segir að það hafi verið rosalega gott að koma heim, þrátt fyrir allt. „Við höfum oft lent í því að vera lokuð inni hérna en aldrei lent í því að vera lokuð út úr bænum. Það er enn þá alveg scary að horfa á þetta allt.“ Fram undan sé vinna við uppbyggingu og hreinsunarstörf. „Það þarf að gera mjög mikið. Byggja allt upp á nýtt og hreinsa til. Ég veit ekki hvernig það verður. Það mun taka langan tíma býst ég við.“
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Sjá meira