Fimm konur og átján börn flutt úr ISIS-búðum til Finnlands og Þýskalands Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. desember 2020 22:07 Konurnar sneru aftur til Þýskalands og Finnlands ásamt átján börnum núna um helgina. Getty/Nacho Calonge Fimm konur og átján börn sneru aftur til Þýskalands og Finnlands úr búðum sem hafa verið heimili fjölskyldna vígamanna hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) í Sýrlandi. Yfirvöld beggja ríkja greindu frá því að konurnar og börnin hafi verið sótt nú um helgina vegna mannúðarástæðna. Konurnar eru allar þýskir eða finnskir ríkisborgarar. Þrjár kvennanna voru til rannsóknar vegna gruns um að þær væru hluti af hryðjuverkasamtökunum, að sögn þýskra fréttamiðla. Hundruð Evrópumanna sem hafa gengið til liðs við hryðjuverkasamtökin búa í búðum samtakanna í norðurhluta Sýrlands. Margir þeirra eru taldir vera eiginkonur og börn vígamanna ISIS eða stuðningsmenn samtakanna. Evrópsk ríki hafa verið löt við það að sækja ríkisborgara sína sem hafa gengið til liðs við hryðjuverkasamtökin vegna öryggishættu sem þau telja steðja að vegna fólksins. Til dæmis má nefna bresku stúlkuna Shamima Begum sem gekk til liðs við samtökin árið 2015 og missti hún í kjölfarið ríkisborgararétt sinn í Bretlandi vegna öryggisráðstafana. Mannréttindasamtök hafa hins vegar hvatt ríki til að sækja ríkisborgara sína og hafa fært þau rök að konur og börn sem búa í búðum samtakanna séu í sérstakri hættu á að verða alvarlega veik eða að snúast til öfgatrúar. Voru allar heilsuveilar Tólf barnanna voru flutt til Þýskalands og konurnar þrjár sem voru til rannsóknar. Utanríkisráðherra Þýskalands, Heiko Maas, sagði í dag að flest barnanna hafi verið munaðarlaus og einhver þeirra hafi verið veik. Þess vegna hafi mikið legið við að flytja þau aftur til Þýskalands. Ein kvennanna var handtekin við komuna á flugvellinum í Frankfurt vegna gruns um að hún væri meðlimur hryðjuverkasamtakanna. Saksóknarar telja að hún hafi gengið til liðs við samtökin í Sýrlandi þegar hún var fimmtán ára gömul. Konurnar voru allar til rannsóknar vegna gruns um að þær hafi gengið til liðs við samtökin en þær voru allar eiginkonur ISIS-liða og voru allar heilsuveilar. Sex börn og tvær konur sneru aftur til Finnlands. Finnsk yfirvöld telja að meira en 600 evrópsk börn og 300 konur, sem eru fjölskyldur ISIS-liða, séu í búðum, sem reknar eru af Kúrdum í norðaustur Sýrlandi. Fréttin hefur verið leiðrétt. Áður sagði að búðirnar væru reknar af hryðjuverkasamtökunum en það er ekki rétt. Í þeim búa hins vegar fjölskyldur og einhverjir vígamenn ISIS. Sýrland Þýskaland Finnland Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Yfirvöld beggja ríkja greindu frá því að konurnar og börnin hafi verið sótt nú um helgina vegna mannúðarástæðna. Konurnar eru allar þýskir eða finnskir ríkisborgarar. Þrjár kvennanna voru til rannsóknar vegna gruns um að þær væru hluti af hryðjuverkasamtökunum, að sögn þýskra fréttamiðla. Hundruð Evrópumanna sem hafa gengið til liðs við hryðjuverkasamtökin búa í búðum samtakanna í norðurhluta Sýrlands. Margir þeirra eru taldir vera eiginkonur og börn vígamanna ISIS eða stuðningsmenn samtakanna. Evrópsk ríki hafa verið löt við það að sækja ríkisborgara sína sem hafa gengið til liðs við hryðjuverkasamtökin vegna öryggishættu sem þau telja steðja að vegna fólksins. Til dæmis má nefna bresku stúlkuna Shamima Begum sem gekk til liðs við samtökin árið 2015 og missti hún í kjölfarið ríkisborgararétt sinn í Bretlandi vegna öryggisráðstafana. Mannréttindasamtök hafa hins vegar hvatt ríki til að sækja ríkisborgara sína og hafa fært þau rök að konur og börn sem búa í búðum samtakanna séu í sérstakri hættu á að verða alvarlega veik eða að snúast til öfgatrúar. Voru allar heilsuveilar Tólf barnanna voru flutt til Þýskalands og konurnar þrjár sem voru til rannsóknar. Utanríkisráðherra Þýskalands, Heiko Maas, sagði í dag að flest barnanna hafi verið munaðarlaus og einhver þeirra hafi verið veik. Þess vegna hafi mikið legið við að flytja þau aftur til Þýskalands. Ein kvennanna var handtekin við komuna á flugvellinum í Frankfurt vegna gruns um að hún væri meðlimur hryðjuverkasamtakanna. Saksóknarar telja að hún hafi gengið til liðs við samtökin í Sýrlandi þegar hún var fimmtán ára gömul. Konurnar voru allar til rannsóknar vegna gruns um að þær hafi gengið til liðs við samtökin en þær voru allar eiginkonur ISIS-liða og voru allar heilsuveilar. Sex börn og tvær konur sneru aftur til Finnlands. Finnsk yfirvöld telja að meira en 600 evrópsk börn og 300 konur, sem eru fjölskyldur ISIS-liða, séu í búðum, sem reknar eru af Kúrdum í norðaustur Sýrlandi. Fréttin hefur verið leiðrétt. Áður sagði að búðirnar væru reknar af hryðjuverkasamtökunum en það er ekki rétt. Í þeim búa hins vegar fjölskyldur og einhverjir vígamenn ISIS.
Sýrland Þýskaland Finnland Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira