Stór sigur í jafnréttismálum Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 20. desember 2020 10:00 Undanfarnar vikur hefur frumvarp félagsmálaráðherra um fæðingar og foreldraorlof verið til umræðu í þinginu og samfélaginu öllu. Það hefur verið fróðlegt og gott nesti inn í umræðuna á þinginu, sérstaklega þegar um er að ræða svo mikilvægt mál. Þar hafa verið uppi ólík sjónarmið um skiptingu mánaða. Alþingi hefur nú samþykkt lögin. Rétturinn til 12 mánaða orlofs er tryggður. Réttur beggja foreldra til 6 mánaða orlofs er tryggður. Heimilt verður að framselja 6 vikur til hins foreldrisins í stað mánaðar eins og var lagt upp með í frumvarpinu. Réttur fæðandi foreldra sem búa fjarri fæðingarstað er umtalsvert bættur. Réttur einstæðra og einstakra foreldra er einnig bættur. Þá er bætt við bráðabirgðaákvæði um endurskoðun á skiptingunni eftir tvö ár, þar sem litið verði sérstaklega til þess hvort öllum börnum hafi verið tryggður 12 mánaða réttur og hvort foreldrar nýti rétt sinn til jafns. Þetta er risastórt framfaraskref, en það er ekki fullur sigur unninn. Enn eru eftir verkefni til að bæta réttindi foreldra og barna. Lágmarksgreiðslur í fæðingarorlofi eru til að mynda enn of lágar. Næsta skref ætti að vera að tryggja að lægstu greiðslur séu ekki lægri en lágmarkslaun, en í dag eru þær 80% af launum upp að 750.000, en lækka að hlutfalli eftir það. Þá er enn eftir að brúa umönnunarbilið, en það verður að vera samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga. Að lokinni endurskoðuninni eftir tvö ár þarf svo að meta hvort þarf að hækka þakið, hækka gólfið eða breyta skiptingunni með einhverjum hætti. Væntingar mínar eru að foreldrar nýti rétt sinn sem jafnast . Markmiðið með því orlofskerfi sem er á Íslandi er jú að tryggja jafnan rétt foreldra til orlofs og tryggja barni samvistir með foreldrum sínum í 12 mánuði. Það er gríðarstórt jafnréttismál að foreldrar nýti þennan rétt til jafns og verði frumvarpið svona að lögum eru stigin stór skref í jafnréttisátt þar sem framseljanlegur réttur verður sex vikur en var lengst af þrír mánuðir. Lengri tími er því eyrnamerktur hvoru foreldri fyrir sig. Niðurstaðan í málinu er góð lending fyrir jafnrétti á Íslandi og barnafjölskyldur. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Alþingi Fæðingarorlof Jafnréttismál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur frumvarp félagsmálaráðherra um fæðingar og foreldraorlof verið til umræðu í þinginu og samfélaginu öllu. Það hefur verið fróðlegt og gott nesti inn í umræðuna á þinginu, sérstaklega þegar um er að ræða svo mikilvægt mál. Þar hafa verið uppi ólík sjónarmið um skiptingu mánaða. Alþingi hefur nú samþykkt lögin. Rétturinn til 12 mánaða orlofs er tryggður. Réttur beggja foreldra til 6 mánaða orlofs er tryggður. Heimilt verður að framselja 6 vikur til hins foreldrisins í stað mánaðar eins og var lagt upp með í frumvarpinu. Réttur fæðandi foreldra sem búa fjarri fæðingarstað er umtalsvert bættur. Réttur einstæðra og einstakra foreldra er einnig bættur. Þá er bætt við bráðabirgðaákvæði um endurskoðun á skiptingunni eftir tvö ár, þar sem litið verði sérstaklega til þess hvort öllum börnum hafi verið tryggður 12 mánaða réttur og hvort foreldrar nýti rétt sinn til jafns. Þetta er risastórt framfaraskref, en það er ekki fullur sigur unninn. Enn eru eftir verkefni til að bæta réttindi foreldra og barna. Lágmarksgreiðslur í fæðingarorlofi eru til að mynda enn of lágar. Næsta skref ætti að vera að tryggja að lægstu greiðslur séu ekki lægri en lágmarkslaun, en í dag eru þær 80% af launum upp að 750.000, en lækka að hlutfalli eftir það. Þá er enn eftir að brúa umönnunarbilið, en það verður að vera samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga. Að lokinni endurskoðuninni eftir tvö ár þarf svo að meta hvort þarf að hækka þakið, hækka gólfið eða breyta skiptingunni með einhverjum hætti. Væntingar mínar eru að foreldrar nýti rétt sinn sem jafnast . Markmiðið með því orlofskerfi sem er á Íslandi er jú að tryggja jafnan rétt foreldra til orlofs og tryggja barni samvistir með foreldrum sínum í 12 mánuði. Það er gríðarstórt jafnréttismál að foreldrar nýti þennan rétt til jafns og verði frumvarpið svona að lögum eru stigin stór skref í jafnréttisátt þar sem framseljanlegur réttur verður sex vikur en var lengst af þrír mánuðir. Lengri tími er því eyrnamerktur hvoru foreldri fyrir sig. Niðurstaðan í málinu er góð lending fyrir jafnrétti á Íslandi og barnafjölskyldur. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar