Fjárlög sem verja lífsgæði Katrín Jakobsdóttir skrifar 19. desember 2020 08:00 Fjárlög næsta árs hafa verið samþykkt á Alþingi og bera skýrt merki þess að við höfum átt í baráttu allt þetta ár við heimsfaraldur og afleiðingar hans. Aðferðafræði stjórnvalda til að takast á við vandann er skýr þegar horft er á stóru tölurnar í frumvarpinu. Ríkisfjármálunum er beitt af fullum þunga til þess að verja alla okkar grunnþjónustu og alla þá miklu uppbyggingu sem þar hefur orðið á síðustu árum með velsæld í forgrunni. En við bætum einnig í til þess að tryggja að kerfin grípi þá sem verst verða úti vegna þessarar óvæntu kreppu og til þess að skapa grundvöll fyrir hraða viðspyrnu. Aldrei hefur áður verið gert ráð fyrir jafn miklum halla á ríkissjóði á einu ári, eða 320 milljörðum króna 2021. Raungerist þetta verður samanlagður halli þessa árs og næsta um eða yfir 600 milljarðar króna. Þótt flest sé ólíkt með þessari kreppu og efnahagshruninu 2008 er hægt að horfa á að halli ríkissjóðs var mestur 194 milljarðar króna 2008 og uppsafnaður var halli tímabilsins 2008-2013 rúmlega 650 milljarðar króna. Fjárlögin nú snúast um viðbrögð við heimsfaraldri – en þó enn frekar um viðurkenningu og vörn fyrir þau sameiginlegu verðmæti sem við eigum í grunnstoðum okkar samfélags. Heilbrigðiskerfi sem staðist hefur áhlaup af áður óséðri stærðargráðu með sóma, menntakerfi sem hefur haldið sínu striki við að því er virðist ómögulegar aðstæður. Velferðar- og almannatryggingakerfi sem við höfum byggt upp þannig að það gefi sjálfkrafa í þegar áföll dynja á og sem við höfum getað notað til að veita meiri stuðningi á þessum erfiðu tímum. Leiðarljós stjórnvalda hefur verið að styðja við afkomuöryggi fólks og tryggja áframhaldandi velsæld í samfélaginu. Upphaflega átti fjármálaáætlun næstu ára og þar með fjárlög næsta árs að vera fyrsta velsældarfjármálaáætlun stjórnvalda þar sem horft væri til annarra þátta en einungis hinna hefðbundnu, líkt og landsframleiðslu, til að meta lífsgæði íbúa. Þó að við höfum orðið fyrir þessu áfalli hafa velsældaráherslurnar sex sem ríkisstjórnin hafði ákveðið í árslok 2019 að leggja ætti til grundvallar haldið sér og birtast í fjármálaáætluninni sem þingið hefur nú samþykkt. Þær endurspegla stefnu ríkisstjórnarinnar og horfa til framtíðar á mikilvægum sviðum og eru geðheilbrigðismál, öryggi í húsnæðismálum, virkni í námi og starfi, kolefnishlutlaus framtíð, gróska í nýsköpun og betri samskipti við almenning. Velsældaráherslur til framtíðar Í upphafi kjörtímabilsins lagði ég mikla áherslu á það að ráðast í vinnu við að þróa annars konar aðferðafræði við mat á lífgæðum almennings en tíðkast hefur undanfarna áratugi enda er hagvöxtur mjög takmarkaður mælikvarði til að mæla velsæld almennings. Ég fól því þverpólitískum starfshópi að þróa mælikvarða um hagsæld og lífsgæði 2018. Slíkir mælikvarðar auðvelda stjórnvöldum að fylgjast með þróun og breytingum í samfélaginu og styðja við stefnumótun og ákvarðanatöku. Hugmyndin er að með skilvirkari söfnun, greiningu og framsetningu á gögnum sem mæla hagsæld og lífsgæði geti lönd tryggt og aukið velsæld allra í samfélaginu í sátt við umhverfið. Starfshópurinn skilaði af sér haustið 2019 og lagði til 39 félagslega, umhverfislega og efnahagslega mælikvarða sem taldir eru lýsandi fyrir hagsæld og lífsgæði á Íslandi. Mælikvarðarnir taka mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, byggja á opinberum hagtölum og eru samanburðarhæfir við önnur lönd. Á þeim tíma sem unnið var að mótun velsældarmælikvarðanna var gerð skoðanakönnun meðal almennings um það hvaða þættir skiptu mestu máli fyrir eigin lífsgæði. Almenningur telur heilsu (þ.e. góða heilsu og aðgengi að heilbrigðisþjónustu) vera það sem mestu máli skiptir varðandi eigin lífsgæði. Næst koma samskipti (þ.e. vinir, fjölskylda, nágrannar og samstarfsfólk), en síðan húsnæði (þ.e. öruggt húsnæði, húsnæðiskostnaður, framboð húsnæðis) og afkoma (þ.e. tekjur, eignir og örugg afkoma). Ríkisstjórnin hefur samþykkt notkun mælikvarðanna 39 og er stefnt að þeir birtist á vefsíðu Hagstofu Íslands í ársbyrjun 2021 þar sem verður hægt að fylgjast með því hvernig íslensku samfélagi vegnar út frá þeim. Á sama tíma og verg landsframleiðsla og hagvöxtur eru mikilvægir mælikvarðar og verða það áfram segja þessir þættir ekki alla söguna um lífsgæði fólks og árangur samfélaga. Mikilvægt er að hafa mælikvarða sem taka tillit til umhverfis, samfélags og efnahags líkt og við tökum nú fyrstu skrefin í að innleiða í fjármálaáætlun og fjárlögum. Leiðarljósin eru skýr Það mun taka íslenskt samfélag tíma að jafna sig eftir atburði 2020 og byggja hina ýmsu þætti aftur upp. Þá skiptir miklu máli að við höfum skýr markmið að leiðarljósi. Leiðarljós stjórnvalda í viðbrögðum við heimsfaraldrinum hafa mótast af velsældaráherslunum og þær sjást í hinum ýmsum þáttum fjárlaganna; auknum framlögum til loftlagsmála, auknum framlögum til að efla geðheilbrigðisþjónustu, fjárfestingaátaki sem blæs til sóknar í stuðningi við nýsköpum og rannsóknir og áframhaldandi áherslu á betri þjónustu við fólk með stafrænni væðingu opinberrar þjónustu. Fjárlögin bera þess jafnframt merki að stóra áskorunin er atvinnuleysi. Það sést m.a. í auknum framlögum til Atvinnuleysistryggingasjóðs og ákvörðunum stjórnvalda um að lengja tímabil tekjutengdra bóta, hækka grunnbætur atvinnuleysistrygginga, barnaálag atvinnuleysisbóta og að hækka skerðingamörk barnabóta til að tryggja að þær skerðist ekki undir lágmarkslaunum. Ennfremur ákvörðunum um að tryggja atvinnuleitendum menntatækifæri í verkefninu Nám er tækifæri. Fjárlögin mótast umfram allt af þeirri sígildu hugmynd að ekki eigi að mæta kreppu með niðurskurði heldur þvert á móti með aukinni velferð. 2021 verður ár viðspyrnu. Það er okkar sameiginlega verkefni að tryggja að hún styðji við velsæld, jöfnuð og sjálfbærni. Höfundur er forsætisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Alþingi Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðun: Kosningar 2021 Fjárlagafrumvarp 2021 Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Fjárlög næsta árs hafa verið samþykkt á Alþingi og bera skýrt merki þess að við höfum átt í baráttu allt þetta ár við heimsfaraldur og afleiðingar hans. Aðferðafræði stjórnvalda til að takast á við vandann er skýr þegar horft er á stóru tölurnar í frumvarpinu. Ríkisfjármálunum er beitt af fullum þunga til þess að verja alla okkar grunnþjónustu og alla þá miklu uppbyggingu sem þar hefur orðið á síðustu árum með velsæld í forgrunni. En við bætum einnig í til þess að tryggja að kerfin grípi þá sem verst verða úti vegna þessarar óvæntu kreppu og til þess að skapa grundvöll fyrir hraða viðspyrnu. Aldrei hefur áður verið gert ráð fyrir jafn miklum halla á ríkissjóði á einu ári, eða 320 milljörðum króna 2021. Raungerist þetta verður samanlagður halli þessa árs og næsta um eða yfir 600 milljarðar króna. Þótt flest sé ólíkt með þessari kreppu og efnahagshruninu 2008 er hægt að horfa á að halli ríkissjóðs var mestur 194 milljarðar króna 2008 og uppsafnaður var halli tímabilsins 2008-2013 rúmlega 650 milljarðar króna. Fjárlögin nú snúast um viðbrögð við heimsfaraldri – en þó enn frekar um viðurkenningu og vörn fyrir þau sameiginlegu verðmæti sem við eigum í grunnstoðum okkar samfélags. Heilbrigðiskerfi sem staðist hefur áhlaup af áður óséðri stærðargráðu með sóma, menntakerfi sem hefur haldið sínu striki við að því er virðist ómögulegar aðstæður. Velferðar- og almannatryggingakerfi sem við höfum byggt upp þannig að það gefi sjálfkrafa í þegar áföll dynja á og sem við höfum getað notað til að veita meiri stuðningi á þessum erfiðu tímum. Leiðarljós stjórnvalda hefur verið að styðja við afkomuöryggi fólks og tryggja áframhaldandi velsæld í samfélaginu. Upphaflega átti fjármálaáætlun næstu ára og þar með fjárlög næsta árs að vera fyrsta velsældarfjármálaáætlun stjórnvalda þar sem horft væri til annarra þátta en einungis hinna hefðbundnu, líkt og landsframleiðslu, til að meta lífsgæði íbúa. Þó að við höfum orðið fyrir þessu áfalli hafa velsældaráherslurnar sex sem ríkisstjórnin hafði ákveðið í árslok 2019 að leggja ætti til grundvallar haldið sér og birtast í fjármálaáætluninni sem þingið hefur nú samþykkt. Þær endurspegla stefnu ríkisstjórnarinnar og horfa til framtíðar á mikilvægum sviðum og eru geðheilbrigðismál, öryggi í húsnæðismálum, virkni í námi og starfi, kolefnishlutlaus framtíð, gróska í nýsköpun og betri samskipti við almenning. Velsældaráherslur til framtíðar Í upphafi kjörtímabilsins lagði ég mikla áherslu á það að ráðast í vinnu við að þróa annars konar aðferðafræði við mat á lífgæðum almennings en tíðkast hefur undanfarna áratugi enda er hagvöxtur mjög takmarkaður mælikvarði til að mæla velsæld almennings. Ég fól því þverpólitískum starfshópi að þróa mælikvarða um hagsæld og lífsgæði 2018. Slíkir mælikvarðar auðvelda stjórnvöldum að fylgjast með þróun og breytingum í samfélaginu og styðja við stefnumótun og ákvarðanatöku. Hugmyndin er að með skilvirkari söfnun, greiningu og framsetningu á gögnum sem mæla hagsæld og lífsgæði geti lönd tryggt og aukið velsæld allra í samfélaginu í sátt við umhverfið. Starfshópurinn skilaði af sér haustið 2019 og lagði til 39 félagslega, umhverfislega og efnahagslega mælikvarða sem taldir eru lýsandi fyrir hagsæld og lífsgæði á Íslandi. Mælikvarðarnir taka mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, byggja á opinberum hagtölum og eru samanburðarhæfir við önnur lönd. Á þeim tíma sem unnið var að mótun velsældarmælikvarðanna var gerð skoðanakönnun meðal almennings um það hvaða þættir skiptu mestu máli fyrir eigin lífsgæði. Almenningur telur heilsu (þ.e. góða heilsu og aðgengi að heilbrigðisþjónustu) vera það sem mestu máli skiptir varðandi eigin lífsgæði. Næst koma samskipti (þ.e. vinir, fjölskylda, nágrannar og samstarfsfólk), en síðan húsnæði (þ.e. öruggt húsnæði, húsnæðiskostnaður, framboð húsnæðis) og afkoma (þ.e. tekjur, eignir og örugg afkoma). Ríkisstjórnin hefur samþykkt notkun mælikvarðanna 39 og er stefnt að þeir birtist á vefsíðu Hagstofu Íslands í ársbyrjun 2021 þar sem verður hægt að fylgjast með því hvernig íslensku samfélagi vegnar út frá þeim. Á sama tíma og verg landsframleiðsla og hagvöxtur eru mikilvægir mælikvarðar og verða það áfram segja þessir þættir ekki alla söguna um lífsgæði fólks og árangur samfélaga. Mikilvægt er að hafa mælikvarða sem taka tillit til umhverfis, samfélags og efnahags líkt og við tökum nú fyrstu skrefin í að innleiða í fjármálaáætlun og fjárlögum. Leiðarljósin eru skýr Það mun taka íslenskt samfélag tíma að jafna sig eftir atburði 2020 og byggja hina ýmsu þætti aftur upp. Þá skiptir miklu máli að við höfum skýr markmið að leiðarljósi. Leiðarljós stjórnvalda í viðbrögðum við heimsfaraldrinum hafa mótast af velsældaráherslunum og þær sjást í hinum ýmsum þáttum fjárlaganna; auknum framlögum til loftlagsmála, auknum framlögum til að efla geðheilbrigðisþjónustu, fjárfestingaátaki sem blæs til sóknar í stuðningi við nýsköpum og rannsóknir og áframhaldandi áherslu á betri þjónustu við fólk með stafrænni væðingu opinberrar þjónustu. Fjárlögin bera þess jafnframt merki að stóra áskorunin er atvinnuleysi. Það sést m.a. í auknum framlögum til Atvinnuleysistryggingasjóðs og ákvörðunum stjórnvalda um að lengja tímabil tekjutengdra bóta, hækka grunnbætur atvinnuleysistrygginga, barnaálag atvinnuleysisbóta og að hækka skerðingamörk barnabóta til að tryggja að þær skerðist ekki undir lágmarkslaunum. Ennfremur ákvörðunum um að tryggja atvinnuleitendum menntatækifæri í verkefninu Nám er tækifæri. Fjárlögin mótast umfram allt af þeirri sígildu hugmynd að ekki eigi að mæta kreppu með niðurskurði heldur þvert á móti með aukinni velferð. 2021 verður ár viðspyrnu. Það er okkar sameiginlega verkefni að tryggja að hún styðji við velsæld, jöfnuð og sjálfbærni. Höfundur er forsætisráðherra.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun